Prentarinn - 01.01.1971, Qupperneq 21
Heimsókn í Prentskólann í Kaupmannahöfn
Frá Fagskólanum i Kaupmannahöfn. Námskeiö i filmuumbroti. Kenn-
arinn, Paul Ravnsbrck, lengst til vinstri á myndinni.
Julius Thomsen Gade 3 í Kaupmaniiahöfu er
heimilisfang sem eflaust hljómar kunnuglega í eyr-
um margra íslenzkra prentara, jrví þar eru til liúsa
Fagskolen for Boghaandværk og Den grafiske hfíj-
skole og þangað hafa margir þeirra sótt viðbótar-
menntun að loknu sveinsprófi, jrótt minna hafi ef
til vill verið um það nú síðustu árin. En því mið-
ur höfðum við Þórólfur Daníelsson ekki verið í
þeirra hópi og jicgar við dvöldum í Höfn í fyrravor
og ákváðum að heimsækja jiessar ágætu stofnanir
urðum við að vopnast voldugu Kaupmannahafnar-
korti og taka síðan mið af Radíóhúsinn. Og um
síðir vorum við á skrifstofu Eli Reimers, sem sat
]>ar umkringdur fjallháum pappírsstöflum og önn-
um kafinn við að gefa einhverju józku dagblaði nú-
tímalegt yfirbragð. Hann átti reyndar von á okkur
og dreif okkur strax út á vcitingastað í ágætan
danskan „middag“ ásamt Bent Rohde og við fund-
um fljótt að jieir minntust með mikilli ánægju dag-
anna sem þeir dvöldu hér á landi og fluttu erindi
fyrir íslenzka bókagerðarmenn í Norræna húsinu og
Bent hélt Jjví fast fram að Reimer hefði þá fengið
snert af íslandsdellu.
Eftir góða veizlu var haldið aftur í skólann og
Reimer sýndi okkur húsakynnin hátt og lágt og við
enduðum ferðina á skrifstofu yfirkennara Fagskól-
ans, hjá þeim Svend Lehnskjold og Johan Sternberg
og hér á eftir ætla ég að tfna til eitt og annað sem
þeir skýrðu okkur frá varðandi nýju iðnfræðslulög-
in, sem verið er að móta í Danmörku, og framhalds-
námskeiðin fyrir prentara sem þeir veita forstöðu.
Auk skólans í Kaupmannahöfn eru prentskólar 1
Alljorg, Árhus, Odense, Herning, Kolding og Ros-
kilde. Fram til ársins 1962 voru þeir 26, en það ár
var landinu skipt í 7 skólaumdæmi og tekin upp
dagkennsla í stað kvöldkennslu. Ríkið greiðir lang-
stærstan hlut í rekstri prentskólanna, eða 85%, 10%
koma frá prentsmiðjueigendum og 5% frá prentara-
sambandinu. Þetta á einnig við um tækjakaup og
við það að fækka prentskólunum hefur tekizt að
búa ]>á góðum tækjakosti.
í Danmörku tekur prentnámið 4 ár og hefst á 11
vikna forskólanámi, en síðan eru lærlingarnir 6 vik-
ur í verkskóla hvert ár. Sameiginlegur sjóður, sem
prentsmiðjurnar leggja allar í, greiðir nemunum
kaup meðan jjeir stunda forskólanám. Þetta er gert
til þess aðjafna niðurkostnaðinum, Jrví sumar þeirra
hafa marga nema en aðrar engan. Eftir að forskóla
lýkur ber hins vegar prentsmiðjan, þar sem nem-
inn er á samning, ein kostnaðinn af skólavist hans.
Að öðru leyti er tilhögun prentnámsins i Danmörku
nokkuð hliðstæð því sem hér gerist, enda er okkar
námskipan í flestu sniðin eftir þeirri dönsku.
En Danir, sem og ýmsir aðrir, eru alls ekki ánægð-
ir með iðnfræðsluna eins og liún er nú og Jiykir hún
orðin æði langt á eftir tímanum og frekar miðuð við
tæknina eins og hún var á fyrstu áratugum aldar-
iunar en þeim síðustu. Þeir sem gagnrýna fram-
kvæmd iðnnámsins benda meðal annars á eftirfar-
andi atriði:
l.Sérnámið hefst of snemma og unglingarnir verða
því að ákveða ævistarf sitt of ungir.
PRENTARINN
19