Prentarinn - 01.01.1971, Side 23
-og yrði dýr. Aætlað er að einungis kennslan í offset-
iðninni muni kosta um 25 milljónir danskar krón-
ur á ári.
Eftir að almenna iðnnáminu lýkur, tekur fram-
Jtaldsnámið við og hlutur þess er alltaf að stækka.
Sii tíð er liðin þegar það þótti aðcins undarleg sér-
vizka ef fertugur maður settist aftur á skólabekk til
þess að bæta við þá þekkingu sem hann hafði viðað
að sér á unglingsárunum. Starfsreynslan, sem áður
fyrr var eini framhaldsskólinn, dugar ekki lengur
ein og því hafa miklar breytingar orðið á skólunum
á liðnum árum. Framhaldsnámskeið og alls konar
■endurhæfingarnámskeið eru orðin annar aðalþátt-
urinn i skólastarfinu. — Skólaganga cr að verða hluti
af starfi iðnaðarmanna.
Danir hafa líka fylgzt vel með að þessu leyti og
þeir hafa veitt miklu fé til framhaldsmenntunar. Á
hverju ári halda prentskólarnir í Kaupmannahöfn,
Arhus og Odense mörg námskeið fyrir sveina, m. a.
í filmuumbroti, litprentun, kynntar eru nýjustu
prentvélar og nýjustu prentunaraðfcrðir, námskeið
eru haldin fyrir sveina sem annast kennslu nema í
prentsmiðjunum og sérstök deild er við prentskól-
ann í Höfn sem þjálfar prentara á offsetvélar. Ríkið
greiðir 85% af kostnaði við öll þessi námskeið, at-
vinnurekendur 10% og prentarasambandið 5%.
Prentarar sem búa utan Kaupmannahafnar og sækja
skólana í Árhus og Odense fá greiddan ferðakostn-
að og dvalarkostnað frá skólunum, en auk þess 90%
af dagkaupi meðan námskeiðin standa yfir.
Poul Ravnsbæk, en hann kennir filmuumbrot við
Fagskólann í Höfn, sagði okkur að áhuginn væri
mikill og það ætti ekkert síður við um eldri menn-
ina en þá yngri. 1969 voru haldin 26 filmunámskeið.
Hvert þeirra stóð í 12 daga og 10 setjarar komust að
hveru sinni. Meðalaldur þátttakenda var 35—40 ár,
-en aldursforsetinn 65 ára. Ravnsbæk leiðbeinir enn-
fremur á endurþjálfunarnámskeiðum sem haldin
eru fyrir starfsfólk dagblaða. Allmörg dönsk blöð
hafa undanfarið keypt offsetpressur og filmusetn-
ingarvélar. Starfsfólki þessara blaða er gefinn kostur
á liálfsmánaðar námskeiðum og setjararnir þjálfaðir
í pappírsumbroti og ljósmyndun, steypumennirnir í
offsetplötugerð og blaðamenn kynnast nýju prent-
tækninni og hagkvæmustu vinnubrögðunum á rit-
stjórn og í prentsmiðju.
Þegar við gengum aftur út á götuna, eftir að okk-
ur hafði dvalizt talsvert lengur en við ætluðum í
fyrstu, kom okkur f hug hve fátítt það er að hing-
að til lands séu fengnir erlendir kennarar til þess að
leiðbeina og kynna íslenzkum bókagerðarmönnum
þær fjölmörgu nýjungar sem nú koma fram í prent-
iðninni.
Okkur væri mikill fengur í að fá hingað færa
kennara og þótt aðeins sé um stutt námskeið að
ræða geta þau komið að miklu gagni.
FRÁ
USHER-
WALKER
LTD„
LONDON
höfum við fyrirliggj-
andi fjölbreytt val
prentlita og hjálpar-
efna. Usher-Walker
Ltd. framleiða einnig
og annast klæðningu
á prentvölsum með
gúmmíi og ýmsum
öðrum efnum. Hér-
landis hefur valsaefni
þeirra „Treothene",
sem fyrst var framleitt
1957, reynzt ákjósan-
legt fyrir flestallar
prentvélar.
Seljum einnig prentblý
fyrir setningarvélar.
V. Sigurösson & Snæbjörnsson hf.
Barmahlið 31 . Símar 13425 og 16475
Skólavörðustíg 23
Sími 11372
PRENTARINN
21