Prentarinn - 01.01.1971, Síða 24
Þórður Björnsson
Minning
Ekki bjóst ég við þvi, er ég heimsótti Þórð
Björnsson föstudaginn 21. maí s.l., að það mundi
verða okkar síðasti samfundur liérna megin for-
tjaldsins, enda þótt hann væri þA rúmfastur. Tjáði
hann mér, að ég hitti ekki reglulega vel á, því að
hann hefði hrasað daginn áður og lægi nú með
hita. En samt fór nú svo, að þetta varð síðasti sam-
fundurinn, því tveim dögum sfðar var hann liðið
lik.
Ég kynntist fyrst Þórði, er hann hóf prentnám í
ísafoldarprentsmiðju 17. janúar 1920. Mér er það
sérstaklega minnisstætt frá fyrsta námsári Þórðar,
er hann, að vinnudegi loknum, hóf að rissa ýmsar
fyrirmyndir til að æfa sig á við setninguna í prent-
smiðjunni. Leiðir okkar skildu í bili, því meðan
Þórður var við námið, stofnuðum við, nokkrir
prentarar, Acta-prentsmiðju. En skömmu eftir að
Þórður lauk námi, fluttist liann til okkar í Acta og
stundaði þar vélsetningu. Eftir það unnum við
saman i næstum hálfa öld, að undanskildum fjórum
árum, er hann starfaði hjá Morgunblaðinu og í
Félagsprentsmiðjunni, tvö ár á hvorum stað, cn
áður starfaði liann í Edduprentsmiðju, scm hafði
þá yfirtekið Acta, ásamt öllu starfsfólki þeirrar
smiðju.
Að fjögurra ára útlegðartíma Þórðar loknum,
fluttist hann aftur í Edduprentsmiðju 17. janúar
1951, eða réttu 31 ári síðar en hann upphaflcga
byrjaði prentnám, og vann þar meðan heilsa og
kraftar entust.
Árið 1932 brá Þórður sér til Þýzkalands og var þar
í stuttum námskeiðum í iðn sinni, við Intertype- og
Linotype setningarvélar. Að námskeiðunum loknum
fór hann í stutt ferðalag til Bæheimsfjalla og síðan
í liálfsmánaðar ferðalag til Rínarlanda. Átti hann
margar ánægjulcgar minningar frá þessum ferða-
lögum.
Iðnskólanám sitt stundaði Þórður með prýði og
hlaut að launum 1. verðlaun í 4. bekk skólans, sem
að því sinni var þýzk-dönsk orðabók, en uppáhalds-
greinar hans í skólanum voru einmitt þýzka, ís-
lenzka og dráttlist.
Þórður annaðist nokkur störf í prentarafélaginu.
Var t. d. gjaldkeri Reykjavíkurdeildar félagsins árin
1925—1927 og meðstjórnandi í félaginu 1929—1931.
Innan Edduprcntsmiðju var Þórður einn af for-
göngumönnum pöntunarfélagsins, sem þar var
stofnað, og í fyrstu stjórn þess.
Það má með sanni segja, að störf þau, er Þórði
voru falin leysti hann ávallt af hendi með framúr-
skarandi vandvirkni og samvizkusemi, enda var
hann ætíð vel liðinn og mikils metinn af samstarfs-
mönnum.
Þórður var fæddur í Reykjavík 19. nóvember
1904. Foreldrar lians voru Björn kaupmaður í
Reykjavík, Þórðarson, bónda og hreppstjóra í
Kirkjuvogi og Guðrún Hreinsdóttir, bónda í Hjálm-
holtskoti í Flóa.
1933, 3. júní gekk Þórður að eiga lieitmey sína,
Sigríði Jónsdóttur bónda í Varmadal í Mosfells-
sveit. Þeim varð þriggja barna auðið, eins sonar og
tveggja dætra. Auk þessara barna, eignaðist Þórður
son, nokkrum árum fyrir giftingu, sem leit dagsins
ljós í Kaupmannahöfn 4. september 1927. Sá sonur
lians lærði prentiðn í Edduprentsmiðju, en starfar
nú í Litmyndum í Hafnarfirði.
Þórður var mikill gleðskaparmaður á yngri árum,
ekki sízt þar sem danssamkomur voru haldnar. Þá
var hann tíma í Lúðrasveit Reykjavíkur.
Eftirlifandi ástvinum hans votta ég innilega sam-
úð.
Jón ÞórÖarson.
22
prentarinn: