Nýi tíminn


Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 3
oiimuiiuihiiiuuiiuiiiui iiiiiiuiiiiiiiiHmiiiiHimHiiimiiiimiiiiiiiiiiiiHii Fimmtudagur 26. janúar 1956 — NÝI TÍMINN — (3 Árið 1943 ritaði Kiljan pist- il með þessari fyrirsögn, en upphaf hans er á þessa leið: „Eina stofnun gætum við ís- lendingar rekið með meiri ár- angri en flestar aðrar þjóðir til að efla þekkíngu vora á sjálfum okkur í fortið og nú- tíð, en það er mannfræði- stofnun, „skrifstofa" sem hefði með höndum skrásetníngu allra íslendinga sem heimildir eru um, dauðra og lifandi. Hið fyrsta verkefni skrifstofunnar væri að gera spjaldskrá yfir þjóðina. Á spjaldi yrðu rak- in helstu æviatriði hvers manns sem eitthvað er kunn- ugt um, greindur uppruni hans, þannig að síðan megi gánga í spjaldskrána og finna hvar hver íslendingur á ætt, svo fremi kunnugt sé; loks séu á spjald- inu tilvitnanir í heimildir, rit- aðar eða pi’entaðar, um hvern mann“. Mér kom þessi grein Kiljans í hug, þegar ég las í dagblöð- um fregn um frumvarp á al- þingi, en það hijóðar „um skrásetningu íslendinga til stuðnings mannfræði- og ættfræðirannsókna hér á landi“. Frumvarp þetta, ef að lög- um yrði, sýnir, að alþingi vill efla og treysta íslenzka menn- ingararfleifð, en að því er ég fæ bezt séð, þá bíða ýmis önn- ur brýnni verkefni úrlausnar í íslenzkum fræðum en um- fangsmikil spjaldskrárstofnun. Ég kynntist eitt sinn lítillega erlendis ættfræðistofnun, sem liafði um þrjár milljónir manna á spjaldskrám. Stofn- un þessi mun hafa haft all- miklu rýmra húsnæði en ís- lenzka Þjóðskjalasafnið, og viðlíka margt starfsfólk. Nú mundi slik íslenzk ættfræði- Stofnun ekki verða svo um- fangsmikil, því að íslending- ar frá upphafi vega munu telja um tvær milljónir. Talið er, að um 34 ættliðir hafi búið Bjönt Þorsteinsson, sagníræðingur: ,Mannlíf á spjaldskrá9 í þessu landi, og gerum við ráð fyrir, að hver kynslóð telji um 60.000 manns, þá fæst þessi heildartaia, og sama verður uppi á teningnum, þótt miðað sé við fæðingar og talið, að um 2000 börn hafi fæðst á ári til jafnaðar. Elzta manntal á íslandi er frá 1703 (það ér reyndar elzta manntal í heimi), en frá þeiin tíma mun nafna flestra ís- lendinga getið i manntölum og kirkjubókum, þótt hvort tveggja sé í brotum frá 18. öld. Frá því um 1700 haí'a 8 ætt- liðir búið í landinu, og ættu samkvæmt því að vera til heimildir um tæpa hálfa mill- jón íslendinga frá síðustu 250 árunum. Fyrir 1700 eru eru mannfræðiheimildir mjög í brotum, svo að tæplega er hæg't að gera ráð fyrir, að spjaldskrá yfir aila nafn- greinda menn þjóðarinnar teldi meira en hálfa milljón manna. Allt um það yrði þetta rnikil stofnun og nýstárleg, því að hvergi í heimsbyggðinni mun vera hægt að afla jafnglöggra heimilda um svo stóran hluta heillar þjóðar. Ég' skal ekki bollaleggja mikið um það, hversu gagn- leg slík stofnun yrði, en með- al annars kæmi hún íslenzkri ættfræði á fastan grundvöll og bjargaði gögnum Þjóðskjala- safnsins frá eyðileggingu. Svo er mál með vexti, að á Þjóð- skjalasafninu hamast ættfræð- ingar á kirkju- og manntals- bókum, svo að þeim liggur við fordjörfun, ef ekkert verð- ur að gert. Eins og nú standa sakir ber brýna nauðsyn til þess að ljósmynda slíkar heim- ildir ættfræðingum til afnota. Björn Þorsteinsson Samning spjaldskrár um alla íslendinga er ekkert áhlaupaverk og vafasamt, að verulegra vinnu- vísinda gæti í því ráðast strax í þá framkvæmd, eins og allt er nú í pottinn búið hjá okk- ur. Við eig'um hlutfallslega meira ‘af ókönnuðum heimild- um í þjóðarsögu en aðrar menningarþjóðar. Útgáfur al- þingis- og dómabóka, annála og íslenzks fombréfasafns eru skammt á veg komnar, en bréfabækur biskupa, jarðabæk- ur, landsreikningar og sakferl- -<v Orðsending til bænda frá Landssmiðjunni Þeir bændur, sem haía í hyggiu að koma sér upp súerþurzkunartækium íyrir næstkomandi sumar, eru vin- samlega beðnir að senda oss pautan- ir sínar sem allra fyrst, Þeir hændur, er ekki hafa rafmagn, geta valið á milli tveggia tegunda af aflvélum. þýzkra Hatz dísilvéia og enskra Armstrong Siddeley dísilvéla. Báðar þessar tegundir véla eru loft- kældar, og hafa reynzt afburða vel. Ennfremur má velia milll 3fa gerða af hlásumm. Varahlutir í þessar vélategundir era ávalt fyrirliggj- andi. ÍVér vilium benda þeim ficlmörgu bændum á, sem þeoar eiga ofangreind j ar vélategundir, að yfirfara þær við fyrstu hentugleika, og senda oss varahlutapantanir sínar sem fvrsi. ef einhverjar kynnu að vera, oð tryggja [ þar með, að vélarnar verði í fullkomnu lagi, þegar til þeirra þarf að § taka. S Virðingarfyllst, LANDSSMIÐJAN ^^■•■•••■■■■■■■••••■■■■■■■■••■•■■■■■■■■■■■■•■■•■•■•■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■**®***""*"®a®"*®"*"**®""""**""*"*""*****""®"*"**"****®®*®**""****®®"®"**® isskýrslur eru að miklu ieyti ó- kannaðar heimildir. Á Þjóð- skjalasafni eru varðveittir geysimiklir staflar af gögnum dönsku nýlendustjórnarinnar en þeir hafa sjaldan verið opnað- ir. Þessar heimildir eru ekki mjög aðgengilegar, af því að m. a. eru þær skráðar á máli, sem fæstir eru mjög færir að skilja, en þær erú náma ís- lenzkar hagsögu og ættfræði. Einnig eru nú til hér á landi ljósmjmdir af um 5000 síðum af þýzkum handritum, sem fjalla um skipti Hansasam- bandsins við ísland, en hin ný-mið-lágþýzka mállýzka á þessum skjölum veldur því, að hver sem ætlar að rann- saka þessi skjöl, verður að fara til Þýzkalands til náms í mál- inu. Viljum við koma íslenzkri söguritun á sæmilegan grund- völl og reisa ættfræðistofnun í þá veru, sem um getur í frumvarpinu, sem nú er á ferð- inni, þá ber að skipuleggja starfið þannig, að sem minnst verði um tvíverknað og kák. í fyrsta lagi þarf að setja miklu meiri kraft í útgáfu sögulegra heimilda, gera t. d. tíuáraáætlun um útgáfu alþing- isbóka, annála og bréfabóka biskupanna. Að vísu er það vonlaust verk að ráðast í út- gáfu á bréfabókunum óstyttum, en þar verður að gera stutta útdrætti úr bréfunum og semja við þær nafnaskrár. Sömuleið- is þarf að senda menn bæði til Þýzkalands og Ðanmerkur til náms í kansellímáli ís- lenzka nýlendutímans, en að námi loknu ættu þeir að vinna úr þeim heimildum, sem fyrir liggja, semja útdrætti og reg- istur. Þegar svo væri komið, að allar íslenzkar sagnfræði- heimildir væru kannaðar og skrásettar með registrum fram að 1850 eða 1900, þá væri hægt að hugsa til þess að setja hér upp allfullkomna ættfræði- stofnun, en fyrr ekki. Hafi al- þingi hug og getu til þess að auka fjárframlög til íslenzkra fræða, þá ber því að sjá til þess að fjármununum sé varið af einhverri skynsemi. Heim- ildir varðandj íslenzka sögu eru nú að rnestu leyti kjnnað- ar og útgefnar fram að 1580. Um þær mundir vex varðveitt efni stórkostlega, svo að ó- gjörlegt er að halda t. d. út- gáfu fornbréfasafnsins áfram með sama sniði og áður. Hér þarf því að stokka upp spil- in og ráðast í ný stórvirki,! sem yrðu okkur til jafnmikils’ sóma og þær útgáfur semj hingað til hafa verið unnar! á þessu sviði. Ein af sögulegum erfðum; okkar íslendinga er sú, að kunna skil á ættum, vera ætt- fróðir. Ættfræði er hjálpar-i grein sagnfræði en ekki sagn-| fræðin sjálf, en vinnubrögðj' okkar í ættfræði eru býsna - fálmkend. Það þykir víst ennþá ^ talsvert fyrir það gefandi hér á landi að eiga ættartölu sína, þar sem ætt manns er rakin í einn lið aftur til landnáms- manns, Óðins eða Ragnars loðbrókar. En nú er málum svo háttað, að hver íslending- ur getur ekki komizt hjá því að vera kominn af öllum þeim landnánismönnum, sem gátu börn og ættir eru frá komnar. Svo er mál með vexti, að hver maður á tvö íoreldri, afar hans og ömrnur eru fjögur talsins, langafar og langömmur 8 o.s.frv. Nú munu um 34 ættlið- ir hafa búið í þessu landi frá landnámsöld, en í 34. lið ættu forfeður okkar að vera orðnir 8.589.934.592 eða miklu fleiri en allt mannkynið. Þessi tala og reikningsaðferð er því álíka vitlaus og tíðkast í útreikning- um hagfræðinga. Alls konar skyldmennagiftingar orsaka að forfeðurnir verða mun færri. Með ærinni fyrirhöfn reyndi ég eitt sinn að rekja ætt mína í 15. lið, en þar eiga forfeð- ur mínir að vera 16.364 eftir forskriftinni. Nú var um skyld- mennagiftingu að ræða í 4. og 6. lið, svo að þar drógust ættliðir saman og fækkaði for- feðratölunni niður í 13.824. Allt um það tókst mér ekki að finna nema þrjá forfeður mína i 15. lið eða 1/4608 af heild- artölunni. Þar með gafst ég hreinlega upp. En þar með ætla ég ekki að halda því fram, að ættfræði sé einskisnýtt föndur. A.m.k. virðist hún dágóð dægrastytt- ing fyrir sérstakan hóp manna, ýmist piparsveina, sem lítt hafa fengizt við að auka ætt- ir landsins, eða frjósamari menn sem leggja stund á slíkt dundur einkum í ell- inni og bæta sér þannig upp horfna rómantík. Við gerum sízt of mikið af því að halda afrekum manna á loft, og væri það illa farið, ef afrekaskrá fjörmanna væri stungið und- ir stól. Rannsóknir á högum og hátt- um einstakra ætta eru mikill þáttur í þjóðarsögunni, en þær hafa hingað til einskorðazt mjög Við höfðingjaættir og stuðlað að sögufölsun. í stað hinna venjubundnu íslenzku ættfræðirita, þurfum við að eignazt rannsóknir á ættum og ævum íslenzkra stétta eins og gert hefur verið að nokkru leyti í Prestaævum Sighvats Borgfirðings og Sýslumanna- ævum Boga Benediktssonar.. Kiljan segir, að okkur skorti „bændaævir, vinnumannaævir, kotungaævir, sauðaþjófa- ævir, hreppsómagaævir, ver- gangsmannaævir og • aftur- genginna manna ævir — en úr þessum stéttum var þjóð- in fyrst og fremst saman sett“. Við þessa upptalningu vildi ég auka kaupmannaævum frá Bjarna Sivertsen og samvinnu- mannaævum, og virðist mér að verzlunarráð cg sambandið ættu þegar að hefjast handa og ráða til sín ættfræðinga og grúskara til þess að koma því verki í kring. Löggjafar- valdið ætti hins • vegar að leita samráðs við söguprófessora há- skólans, sögufélagið og bók- menntafélagið um skipulegt starf við rannsóknir og útgáfu en flana ekki að því að setja upp spjaldskrárstofnun með ærnum kostnaði. Björn Þorsteinsson

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.