Nýi tíminn


Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. janúar 1956 — NÝI TlMINN — (11 Ævintýri í hafdjúpinii Framhalö af 7. síðu. zini, sem í honum geta verið, léttist þá skipið, en aðalkjöl- festan er tvö tonn af blý- höglum, sem haldið er niðri með rafsegli, og unnt er að varpa útbyrðis á mjög stutt- um tíma. Þegar höglin eru að skreppa frá segulnum á upp- leiðinni, rekast þau á kúiuna, þannig að þeim sem í henni eru, þykir sem séu þeir stadd- ir í húsi með bárujárnsþaki og dynji haglél á þakinu. Skriðuhlanp í undirdjúpunum Fyrst var kafað í sjóinn úti fyrir Toulon, og þó að þessar fyrstu kafanir færu fram samkvæmt áætlun, mátti glöggt sjá, að mikið þurfti um að bæta. Ránnsóknartækin voru varla nógu vel vörð, sjórinn ,étur kaðla og annað, og djúpbáturinn, sem þeir létu heita FNRS 3, er að sögn Houets sjálfs „aðeins frum- gerð, ólöguleg og lætur illa að stjóm“. Þó kom ekki neitt skeifi- legt fyrir í tilraunaferðunum nerna eitt. Það var verið að kafa í 1400 m dýpi í svo- neíndum Toulongljúírum. Allt í einu var sem skipið skylfi allt og titraði, það tók við- bragð, og mennirnir tveir, sem sátu í kúlunni, sem aðeins er tveir metrar að þvermáli, fleygðust fram úr sætum sín- um. Það kom í Ijós áð skipið hafði rekizt á gljúfravegginn með þeim afleiðingum að, stóreflis skriðuhlaup varð. í tvo tíma var skipið hulið þykkum gulum mekki af leir, en á slíku dýpi eru mjög þykk lög af leir og leðju, og lengi var það sem garpamir vissu ekki hvort þeim mundi fram- ar verða auðið að sjá dags- ins Ijós, eða hvort þeim yrði búinn dauði í sjónum þegar þrotið væri á súrefnisgeym- unum. Þegar þeir köfuðu í 4050 m dýpi, var vont veður. Það var lagt af stað kl. 10 f.h., og all- an tímann sem þeir voru í kafi, eða til kl. 15,22 e.h. sama dag, náði enginn maður tali af þeim, en [>ó gátu þeir gefið merki með hljóðvarpara sem sendi hljóðbylgjur, sem voru utánvert við heymar- svið mannseyrans, en tæki sem til þess var gert las þessi merki og gerði þau skiljan- leg. Kl. 13 var skipið að nálg- ast mesta dýpi, sem þarna var og fór með 33 sm hraóa á sek., en tækið boðaði sigur- inn með þessu merki: V40 v40. Var þá tappi tekinn úr kampavínsfiösku hjá þeim sem aðgæzluna höfðu á jörðu uppi. Þegar þeir félagar fréttu þetta, létu þeir sér fátt um finnast, því hvað var ein flaska af kampavíni móts við það sem fyrir augu þeirra hafði borið á ferðinni: þeir höfðu séð risavaxna hákarla, milljónir af sjálflýs&nöi smá- dýrum, fiska, sera viríust ganga á þráðmjóum fótum og vera blindir, en fætumir voru undarlega langir uggar, og þeir sáu einnig spor i eand- inum á botninum, sem líktust fðtaförum manns, og kom þeim ásátt um, að þama hefði marmennil! verið á ferli. Það verður ekki úr því skor- ið fyrr en seinna, hvaða skepna hefur verið þarna á gangi, en maður hefur það varla verið! Verkamenn á mjúkum skóm Samt var þessi mikla frægð- arför ekki nærri bví eins glæfraleg og sú er þeir fóru fyrsta í þessu skipi, FNRS 3, og með 78000 1 af benzíni inn- anborðs. Þá voru allir hræddir og allir fóru ógn varlega. Verkamennirnir, sem komu með benzínið, óku löturhægt, og höfðu þeim verið fengnir mjúkir skór, svo að ekkert hljóð heyrðist er þeir gengu því að neisti af nagla i skó- sóla er hann hefði komið við grjót, hefði auðveldlega get- að valdið sprengingu á hafn- arbakkanum, og stórslysi. Menn voru hræddari við bið eldfima efni en djúpið mikla í ævarandi myrkri. Vinsfriflokkarnir my Framhald af 1. síðu. Stórfelld nýsköptm í sjávar- útvegi, Iandbúnaði og iðnaði. Afnám húsaleiguokurs og strangt verftíagseftirlit. Hernámssanxuingmun sé sagt upp og herinn hverl'i úr landinu. Þessa. stefnu verður verk- lýðshreyfingih að knýja fram, sagði Hannibal að lokum, og beita til þess í senn samnings- iipurð og festu. Með samstarfi íslenzkra alþýðustétta er unnt að bæta lífskjörin að miklum mun og tryggja þjóðinni ör- ugga framtíð. Alíreð Gíslason: Næstur talaði Alfreð Gísla- son læknir, formaðttr Mál- fundafélags jafnaðarmanna. Sagði hann að málfundafélagið hefði verið stofnað í því skyni að stuðla að samvinnu íhaldsandstæðinga, og nú væri komið neyðarástand í þjóðfélaginu og því yrðu vinstri menn að leggja niður fordóma og gamlar erjur. í- haldið heldur þjóðinni í heljar- greipum í þágu stórgróða- Afeeiadiisg Ifl Joliii W. Wlsfte ins þar sem slík hus eru tíðk- anleg. Vér horfum með skelf- ingu á, hvernig sorgleikur, sem þessir ógæfusömu einstak- lingar hafa ekki átt sök á, lít- illækkar þá, dregur þá neðar þrepi af þrepi. En á aungya skepnu lítum \úð íslendingar af jafn hrolliblandinni með- aumkun og herþræla sem eru ■ færðir í einkennisbúning og sendir á stað eittlivað útí heim- inn ti! að drepa bróður sinn... Ég vil þó taka fram, og leggja á það áherzlu, að vér íslend- ingar berum aungvan persónu- legan fjandskap í brjósti til þessara veslingsmanna, sem hér hefur verið skipað á land, allra siz± til hvérs einstaks fyrir sig. V.ið erttm aðeins á allt öðru menningarstigi en ]æir, og jafnvel þó mál þeirra sé okkur ekki ótamt, þá erum viö í vandræðum að skilja þá, eða fínna nokkur áhugaefni sameiginleg þeim; í augum okkar Vesturevrópumanna og íslendinga sérstaklega, eru þeir eins og verur dottnar nið- ur af annarri plánetu, í hugs- un og hegðun dálítið líkir of- vöxnum börnum sem eru ný- farin að ganga og finnst þau geti allt; annað sérkenni þeirra auk hins barnalega monts er það hve bágt þeir eiga að skilja hvar þeir eru staddir, eða hvað þeir eru að vilja; þeir eru ,,bara sona“ að frelsa lieiminn; og það er þeim þung og sár reynsla þegar þeir uppgötva að þeir eigi hér ekkert erindi og að við teljum '■ þá langbezt komna heima hjá sér. Þeir horfa stjarfir af skilningsleysi á þetta eink- unnarorð sem nú eftir strið blasir við jTir ger\'allri Vest- Kaupið Nýja tírnaim urevrópu, hvar sem þeir koma fram: Ami, go home.“ L&Edgrunnið Frainh. af 9. síðu Ég vil skiígreina íslenzkt land- grunn svo, aft þaft takmarkist út á við af dýpstu jafndýptar- línu, sem draga má hringinn í krkigum Iandift, án þess aft húu víld vemlega frá útiinum landsins. Dýpt þessarar línu ákvarðast aðeins á einum stað við landið, en það er á hryggn- um milli íslands og Færeyja. Skilin eru mjög glögg að vest- anverðu, í álnum, sem liggur rétt vestur af Halamiðum, en að suðaustanverðu em skilin ógleggri, og þarf nákvæmari mælingar til að skera nákvæm- iega úr um dýpt línunnar. Annars staðar er enginn vafi á, hvar línan sltuli dregin, ef mælingar eru fyrir hendi. Að fengnum þeim upplýsingum ber nauðsyn til að ákveða sem nákvæmast legu þeirra dýptar- líau kringum landið allt, svo menn séu ekki lengur í vafa. um, hvar landamæri íslauds liggja. Lausleg atliugun leiðir í Ijós, að þau munu liggja mjog nærri 400 metra dýptarlín- unni, eins og dýptarkortið undan Suðausturlandi sýnir (sjá mynd). Lesandinn getur glögglega. séð, að hér liggur 400 metra línan þvert yfir neðansjávarhrygginn, en hins vegar beygir 500 metra línan út með hryggnum í áttina til Færeyja. Skilgreining þessarar línu hefur einn meginkost fram yfir aðrar. Hann er sá, að nú á tímum, þegar dýptarmælar eru komnir í hvert skip, verða engin vandkvæði fyrir skip- stjóra að vita, hvenær þeir komast á íslenzkt sjávarsvæði, er þeir nálgast Island. Dýptar- mælirinn einn getux úr því skorið, og er því engum vork- unn að vita, hvort haxrn er staddur á íslenzku sjávarsvæði eða ei. mannanna með stuðningi auð- ugustu stétta landsins, pen- íngastofnana þjóðarinnar og erlends valds. Vald ihaldsins er mikið, en þó er íslenzk al- þýða sjimeinuð sterkari. Alvarlegast af öllu, og það sem aldrei má fyrirgefa, er að sjálfu sjálfstæði þjóðarinnar hefur verið stefnt í voða, það er verið að tefla um framtíð íslenzlcs þjóðernis, það er ver- ið að verzla með framtíð ís- lands alls í smásölu. Það eru æfinlega svör íhalds- ins að allt sé verkalýðnum og kommúnistum að kenna — á sama hátt og Neró kenndi kristnum mönnum og Hitler gyðingum. En til þess eru vítin að varast þau, og nú er það verkefni allra heilbrigði-a afla að reyna að koma á sterkri al- þýðustjórn. I þeirri baráttu má enginii vinstri maður sker- ast úr leik né gerast vargur í véum. Sameinaðir sigrum við, sundraðir föllum við. Hannes Pálsson: Þá talaði Hannes Pálsson frá (Jndirfelli. Kvaðst hann vera kominn á fundinn samkvæmt tiimælum stjórnar fulltrúaráðs Framsóknarféiaganna í Reykja- vík. Rifjaði hann upp hvernig íhaldið hefði átt meiri og minni ítök í stjórn Iandsins undan- farinn hálfan annan áratug og ævinlega unnið í þágu afætna' þjóðfélagsins og arðræningj- anna. Árangurinn blasti nú við, útflutningsframleiðslan lifði á ríkisframlögum og fóikið hefði misst trúna á verðgildi pening- anna. Arðræningjunum hefur tekizt að magna svo dýrtíðina í þjóðfélaginu að vinnustétt- irnar hafa aftur og aftur verið neyddar til að tryggja sér hærra kaup, en það hefur aft- ur bitnað á greiðslugetu at- vinnuveganna. Með afnámi verðlagseftirlitsins hefur Sjálf- stæðisflokkurinn hle.vpt okrur- unum á landsfólkið eins og úlfi á lambahjörð, og sömu sögu er að segja um húsnæð- ismálin, afurðasöluna og fjár- festingarbraskið. Nú er svo komið að annaðhvort verða al- þýðustéttirnar til sjávar og sveita að taka höndum saman eða við tekur enn verri ógnar- stjórn íhaldsins. Alþýðustétt- imar verða að sameinast um sterka alþýðustjórn, og það er hægt ef vinstri flokkarnir láta ekki alls konar sérsjónarmið ráða gerðum sínum. Gils Guðmundsson: Næstur talaði Gils Guð- mundsson. Minnti hann á að Þjóðvarnarflokkurinn hefði þeg- ar lýst yfir fylgi við stefnu- skrá Alþýðusambandsins og væri reiðubúinn til að styðja myndun vinstri stjómar á þeim foisendum. Þ\ú næst vék hann að þeirri spuraingu hvort verk- lýðssamtökin ættu að vera að skipta sér af stjórnmálum og benti á hvernig reynslan hefði sannað að kaupgjaldsbaráttan ein er ekki nægileg, f jandsam- legir valdhafar geta rænt aftur öllu sem þannig vinnst. Mjmd- un vinstri stjórnar er því óhjá- kvæmilegur þáttur í baráttu verklýðssamtakanna — en það verður að vera raunveruleg vinstri stjóm, sem sé reiðubúin til að leggja til atlögu og brjóta einokun auðmannastétt- anna á bak aftur. Ríkjandi stjórnarsteína hef- ur gengið sér til húðar, breytt stjórnarstefna er höfuðnauðsyn og fulltrúar almennings verða að taka völdin í sínar hendur. Allir andstæðingar íhaldsins verða að hefja endurreisnar- starfið þegar í stað og af full- um þrótti. Einar Olgeirsson: Þá talaði Einar Olgeirsson og benti á í upphafi að auð- mannavaldið hefur nú sannað að það er ófært um að stjórna Iandinu. Alþýða landsins verð- ur að taka í taumana eins og Alþýðusambandið hefur lagt til, og hefur Sósíalistaflokkur- inn lýst eindregnu fylgi við tillögur þess. Og nú er verk- efnið að framkvæma þessar tillögur, mynda ríkisstjórn þeg- ar á þessu þingi. Vinstri flokk- amir fjóiúr hafa meirihluta á Alþingi og ge.ta myndað slíka stjórn — ef þeir vilja. Þjóðin er á örlagaríkum tímamótum. Framundan getur verið alræði braskaranna, stutt af ríkisher jjeirra, eins og Bjarni Bene- diktsson hefur hótað, og það er alþýðan ein sem getur komið í veg fyrir að svo verði. En tíminn til að láta verkin tala er nú, þessa daga, þessar vikur. Og einmitt nú reynir á heil- indin. Við sósíalistar segjum: Sá sem eltki vill mynda vinstri stjórn fyrir kosningar, ætlar sér að mynda liægri stjórn eft- ir kosningar. I Það er á valdi alþýðunnar að tryggja að vinstri stjórn verði mynduð, en til þess þarf hún að sýna vilja sinn svo eftir- minnilega í verki að þingheim- ur neyðist til að taka tillit til hans. Steingrímur Aðalsteinsson: Lokaræðuna flutti Steingrim- ur Aðalsteinsson. Baráttuað- staða verklýðsfélaganna hefur bi-eytzt mjög á undanförnum áratugum, sagði hann, og nú er svo komið að ríkisvaldið er einn helzti aðilinn að stétta- baráttunni. Ekkkert verkfall síðustu ára hefur verið leyst án aðildar ríkisvaldsins, og oft hefur löggjöf frá Alþingi bein- línis leitt af sér vinnudeilur, má þar minna á tollaliækkan- irnar 1947, gengisfellinguna, bátagjaldeyriskerfið, afnám verðlagseftirlitsins o.s.frv. Slík- um aðgerðum hafa verklýðsfé- lögin orðið að svara með verk- fallsaðgerðum, vegna þess að þau hafa ekki aðild að ríkis- valdinu. Nú býður verklýðs- hreyfingin öllum sem með henni vilja vinna bandalag um myndun vinstri stjórnar; og í því samstarfi verða verklýðs- samtökin eklii einstrengingsleg, heldur eru þau framsækið afl í þjóðfélaginu og störf þeirra verða öllu rfnnandi fólki, verka- lýð og millistéttum, til hags- bóta. í lok ræðu sinnar las Steingrímur tillögu þá sem birt var í uppha.fi, en fundarstjór- inn, Bjöm Bjarnason, bar hana undir atkvæði og var hún sam- þykkt í einu hljóði. Allir fengu ræðumenn hinar beztu imdirtektir á fundinum, og var hann. enn ein sönnun þess að kröfunum um vinstri samvinnu vex nú óðfluga fylgi, samstaða vinstri aflanna styrk- ist með hverjum degi sem líður.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.