Nýi tíminn


Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 8
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 26. janúar 1956 ÞJdötelkhúsiil Vlaður m kona Leikritun: EMIL THORODDSEN og INDRIÐI WAAGE Leikstjóri: Indriöi Waage Það er vart ofmælt að frum- sýningin á „Manni og konu“ á föstudagskvöld hafi mistek- izt að verulegu leyti og valdið ærnum vonbrigðum. Tíðindi þessi munu ýmsum a óvart koma og er orsakanna þó tæpast iangt að leita. Skáldsögur Jóns Thoroddsens eru í hópi merkustu rita ís- lenzkra frá síðari öldum, áhrif þeirra margþætt og farsæl allt fram á þennan dag — þjóð- in hefur tekið ástfóstri við lit- ríkar, raunsæar og víðfeðmar " iýsingar skáldsins á þjóðlífi og háttum liðinnar aldar, eftir- minnilegar og skrítnar persón- ur, einstæða hermilist, auðuga og mergjaða kímni. Bngan þarf að undra þótt reynt sé að sýna hinar vinsælu sögur á leik- sviði, ekkert er í rauninni eðlilegra. Liðnir eru rúmir tveir tugir ára síðan Leikfélag Reykjavíkur freistaði gæfunn- ar og setti „Mann og konu“ á svið og síðan „Pilt og stúlku“. Titraunin heppnaðist vonum framar, leikhúsið við Tjörnina fylltist kvöld eftir kvöld þrátt fyrir misjafna gagnrýni. Eink- um naut „Maður og kona“ mik- illa og almennra vinsælda, en það var þá sem Brynjólfur •Jóhannesspn skapaði eina af snjöllustu persónum sínum að dómi allra er sáu, séra Sig- valda, er síðan skipar vegleg- an sess í íslenzkri leiksögu. Hér verður að geta þess að ég sá ekki hinn margf ræga kierk og' hef aldrei „Mann og konu“ augum iitið á leiksviði f.vrr en nú; en dæmafáa lýð- hylli leiksins er mér torvelt að skilja þrátt fyrir snilli Brynj- ölfs og annarra leikenda forð- um, svo gallað og óyndislegt er leikritið að mínum dómi, enda ekki öðrum fært en slyng- um leikskáldum að semja skemmtilegan sjónleik úr hinni lítt dramatísku, ófullgerðu sögu. Hin tvítuga leikgerð Emils Thoroddsens og Indriða Waage er sýnd óbreytt að kalla, og er þess fyrst. að minnast að hún var samin með þarfir sviðs- ins í Iðnó fyrir augum og ber þess mörg og greinileg merki; en nú er öldin önnur. Skáld- sögur Jóns Thoroddsens eru sí- gildar, en um leikrit gerð eft- ir þeim gegnir allt öðru máli, þau eru háð stað og stundu, hljóta og eiga að fyrnast, Galla þessa sjónleiks ætla ég ekki að telja, enda áður gert af öðrum, þeir liggja í augum uppi og tala þeirra legíó; um dramatíska uppistöðu er ekki að ræða, víða skortir allan sennileik og röklegt samliengi. Rislægstir og óskipulegastir eru siðustu kaflar leiksins og á- gripskenndir í meira lagi, enda sagan þrotin, það virðist til- viljun ein hvað sagt er-og gert á sviðinu. — Þjóðleikhúsið átti að leyfa „Manni og konu“ að hvíla á lárberjum sínum í friði, en breyta leiknum frá rótum að öðrum kosti, semja nýja leikgerð við hæfi nýrra tíma, nýta út í æsar hina nýju Þura gairúa (Nína Svebis- dóttir) og Þórdís í Hlíð (Anna Guðmundsdóttir). tækni, hverfisvið og fullkom- inn búnað ljósa og tjalda — freista þess að skapa leikrænna verk, skipulegra og fjörmeira og nýstárlega sýningu og lífi gædda. Tíminn stendur ekki í stað, við gerum aðrar og hærri kröfur nú en fyrir tuttugu ár- um, svo er guði fyrir að þakka; og það er í rauninni kjarni þessa máls. Þjóðleikhúsið má aldrei láta sér nægja að stæla vinsælar sýningar frá æskuár- um íslenzkra leikmennta, spor- in mega ekki lig'gja aftur, held- ur stefna fram. Indriði Waage er annar höf- undur leiksins og leikstjóri frá upphafi og þarf ekki að draga í efa nákvæma þekkingu hans og góðan skilning á persónum Jóns Thoroddsens og öllum þeirra athöfnum; val leikenda er skynsamlegt í höfuðatrið- um, þótt um megi deila. Hitt er ljóst að ekki er mikið til sýningar þessarar vandað, hún er viðast svipdauf og lang- dregin og ekki nýstárleg eða fersk i neinu, skortir léttleika og verulega listræna fágun. Ljós og tjöld eru næsta hvei ■ dagsleg, en búningar Lárus Ingólfssonar smekklegir fjöibreyttir að vanda. Lei tjöldin eru verk Gunns Bjarnasonar, ungs listnema lærisveins Lárusar, og má þau líta sem prófraun hai Gunnar fetar trúlega í sp læriföður' síns, tjöldin min mjög á „Pilt og stúlku" önnur leikrit íslenzk á sv Þjóðieikhússins. Baðstofan Hlíð er þokkaleg og gerð sýnilegu raunsæi og um híb, prestsins gegnir líku máli; á það má minna hversu r kvæmlega og vel .Jón Thöroc sen lýsir híbýlum manna húsakosti. Útisviðin bæði e af meiri vanefnum gerð, lani lagið sviplítið og ekki falie í litum og línúm, einkum . > sýnið frá Hlíð í síðasta þæi í leiknum er talað um mil náttúrufegurð á bæjunum b; um, en íslenzkum leiktjalc málurum virðist þvi mið flest betur lagið en lýsa va leik og tign síns eigin lands. Þeir sem leikinn sáu forði munu bera saman forn afi og ný og kveða upp fróðlega dóma, það er ekki á mínu færi. Enda þótt. séra Sigvaldi Haralds Björnssonar hljóti að standa í skugga Brynjólfs Jó- hannessonar er leikur hans bæði heilsteyptur og traustur og reistur á næmum sálfræði- legum skilningi; útlit, lima- burður, látbragð og mátfar sniðið eftir lýsingu skáldsins sjálfs sem bezt má . verða. í meðförum Haralds er séra Sig- valdi ailmjög við aldur og stirðlegur í hre.víingum: en lifnar allur við er fjárbreliur ber á góma; fláttskapur og hræsni skína af ísmeygiiegum og íbyggnum svipnum og tak- markalaus ágirnd hans og und- irferli verða ekki dregin í efa. Leikarinn hlífir í engu hinum refjótta klerki, en ýkir þó hvergi, reynir aldrei að gera hann hlægilegan, heldur eihs sannan og verða má; hins er ekki að dyljast að hin þraut- hugsaða og alvöruþrungna mannlýsing virðist orka lítt á hugi áhorfenda. Hlutur prestsfrúarinnar er harla smár og vafasamur í leikritinu, en Regína Þórðar- dóttir bjargar því sem bjargað verður með fallegum og mjög háttvísum leik — góðhjörtuð kona og glæsileg húsfreyjá. — Flest lét Jóni Thoroddsen bet- ur en lýsa tilfinningum ungra elskenda og ekki bætir leikritið úr skák; Sigrún í Hiíð er helzta þrætueplið í leiknum, en fær varla að segja aukatekið orð. Séra Sigvaldi (Haraldur Björnsson). Segja má .að Bryndís Péturs- dóttir sé hlutverkinu vön, enda . heldur hún yei á sínum málum, lagleg og -Ijóshærð og mjög geðfelld í allri framgöngu, og - lýsir • glöggt-• feimni hinnar ungu .og heilbrigðu stúlku er hún kyrinist' unnustanum í fyrsta sínn. Benedikt Árnason fer jáfnan sndturlega með hlutverk ■ Þórarins; en •skortir nægan • myridúgleika þegar í odda skerst sem títt er um uriga leikara, það er eins og hann kurini ekki fyllilega að reiðast,- Anna Guðmundsdóttir sómir sér vel í gervi Þórdísar í Hlíð og leikur eðlilega og skýrt, það verður þegar Ijóst af sam- tali þeirra hjóna í baðstofunni að þún sé kona glöggsýn, drenglunduð og föst fyrir. Sig- urð mann hennar leikur Gest- ur Páisson og er i öllu ó- svikinn bóndi; en úr því hlut- verki verður ekki gert annað né meira. Þá er komið að hinum skop- legu og skringilegu persónum sögunnar, góðkunningjum vel- flestra ísler.dinga Emilía Jón- asdóttif virðist öðrum fremur til þess kjörin að taka þátt í. alþýðiégum gamanleikum af þessu tagi, hún lék Gróu á Leiti ágæta vel og ekki er Staðar- Gunna síðri, kotroskin, búldu- leit og feitlagin piparjómfrú, ólm í að giftast og ósköp hrjáð Staðar-Gunna (Emilía Jónasdóttir), Séra Sigváldi (Haraldur Bjornsson) og Egill '(Bessi Bjarnason). af • all.t of langri bið — hnittí- legur og . hlægiiegur ieikur og hvergi. ýktur um skör fram. Um Valdiriiar Helgason mætti eitt- hvað syipað segja, en hann leikur Bjarna á Leiti að þessu sinni og lýsir skýrt og hressi- lega trúgimi hans, ýkjum og matargræðgi; gerfið er tals- vert broslegt, en gæti raunar verið betra. Valdimar þóttl leika Hjáimar tudda prýðisvei fyrr á árum, nú er hlutverkið falið Ævari Kvaran. Leikarinn er sýniiega á rangri hillu, mál- rómur hans, útlit. og framganga í litlu samræmi við mynd þá sem fiestir munu gera sér af hinum fáráða niðursetningi. Þá er Klemenz Jónsson með- hjálparinn, hæfilega borgin- mannlegur og kjánalegur, og Bessi Bjarnason Egill sonur hans, hinn forsmáði biðill. Meðfædd kímnigáfa Bessa leynir sér ekki fremur en áður, en hann er of geð- felldur á þessum stað, við verðum lítt vör við þann hvum- leiða og sauðheimska slána sem Egill er í sögunni. Hallvarður Hallsson kemúr allmjög við sögu i leiknum og birtist á ólíklegustu stöðum; hlutverkið er heita má tómt málæði. Baidvin Halldórssynl tekst að gera furðulega mikið úr þessum hraðlýgna og mál- gefna náunga, hann er í öllti sannur lausamaður, þjóðleg manngerð, bráðlifandi og svo mamilegur sem bezt má verða; þróttmikil túlkun hans vann sýnilega hylli leikgesta. Enn skal getið tveggja hlutverka; Helgi Skúlason er vasklegur sem Firinur, Hinn ungi og glettni vinnumaður, og Nína Sveinsdóttir lýsir skýrt gikt- veiki og hjátrú hreppsómagans Þuru gömlu. Áhorfendur tóku leiknum kurteislega, en svo dauft og máttvana var lófaklappið í lok- in að með fádæmum má télja. Um aðsókn að sýningu þessari skal engu spáð, og leiknum hvorki óskað góðs: né ilis, svo höfð séu orð Þórdísar hús- freyju við séra Sigvalda. Á. Hj, '

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.