Nýi tíminn


Nýi tíminn - 26.01.1956, Qupperneq 7

Nýi tíminn - 26.01.1956, Qupperneq 7
Fimmtudagur 26. janúar 1956 — NÝI TÍMINN — (7 i Landar Jules Verne haía byggt kafbát, „Nautilms” að nafni. Hann hefur komizt niður á 4000 m dýpi, mannaður tveimur mönnum og er betta í fyrsta sinn sem nokkrir menn hafa komizt niður í slíkt dýpi. Niðri í þessu regindýpi ríkir svarta- myrkur sí og æ og þrýstingurinn á hvern fermetra svarar til þungans af 50 j árnbrautarvögnum. Við vorum staddir á 200 m dýpi. Hér voru allir hlutir bláir. Engir menn haf a nokkurntíma séö hluti í slíkri hirtu fyrr en viÖ. Þessi hirta var furöulegri en unnt er að gera sér í hugarlund og engu var hún lík, sem sést á jörðu uppi. Það lá við að sjóninni vœri ofboðiö. Hvaö eftir annaö reyndi ég að taka hók og lesa, en ég sá engan mun á auöri síÖu og síöu meÖ litmyndum. Eg kveikti á kertaljósi. Þá varð birtan gul, og skærari en nokkuð, sem ég hefi áöur séÖ“. ■^80 þús. tonna þrýstingur Það er hinn franski prófes- sor Beebes, sem svona lýsir jíví sem fyrir augu hans bar, er hann var staddur í kafbáti á 200 m dýpi. Orðin lýsa undrun hans og hrifningu. En í febrúar fyrir tveimur árum var farið langt fram úr þessu marki og öllum öðrum og það svo að afrek próf. Piccards á þessu sviði eru sem barna- leikur í samanburði og náði hann þó miklum árangri. 15. febrúar 1954 komust tveir franskir menn, sjóliðsforingi aS nafni Georges Houot og verkfræðingur sem heitir Pi- erre Willm, niður á 4050 m dýpi í kafbáti, sem er sér- stakur að gerð. Þetta gerðist skammt undan ströndinni við Dakar. Þetta heimsmet, sem jafn- framt er mikið fyrirheit um að gefast muni tækifæri sem engan hefur þorað að dreyma um, jarðfræðingum, dýrafræð- ingum og grasafræðingum til handa, var síðasti þáttur i fjölþættum tilraunum til að kafa stöðugt dýpra og dýpra og við sífelldar hættur, t.d. þessa: voru nokkrar líkur til þess að skipið mundi þola hinn sívaxandi þrýsting? Á 400 m dýpi var þrýstingurinn á skipinu öllu 80.000 tonn eða sem svarar 400 kg á hvem fersentímetra, eða þvílíkt, sem lagðir væm 50 járnbrautar- vagnar (vélarvagnar) ofan á skipið. En stálbyrðingurinn þoldi þennan þrýsting og allir útreikningar sem gerðir höfðu verið áður en ferðin var farin, reyndust réttir. Það var því engin furða þó að Frökkum fyndist til um þessa landa sína. Fjallgöngumenn á heims- mælikvarða áttu þeir enga, en hér höfðu franskir menn brotið sér leið niður fyrir gróðrarsvæði hafsins, niður fyrir dýptarsvæði hverrar fisktegundarinnar af annarri, undarlegra fiska sem einskis manns auga hafði áður séð, niður í hið svartasta myrkur fjórum kílómetrum fyrir neð- an yfirborð hafsins. ★ Piccard hætti við En þó er kafbáturinn, þessi furðusmíð af margbrotnum og fíngerðum og nákvæmum tækj- um, ekki að öllu leyti gerður í Frakklandi. Hann var byggð- ur fyrir belgískt fé í skipa- Kaþólskur munkur á 17. öld, Borelli að nafni, gerði teikningu að farkosti er nota niaetti til djúpsæv- arrannsókna; hann skyldi síga cfe stíga fyrir tilstilli leðursekkja er fylltir væru eða tæmdir eftir því sem við ætti. Því skipi skyldi róið með ánun. — Til hægri sést svo hvernig 20. öldin Iét draum lians rætast: djúpbáturinn hangir í krana yfir höfninni í Toulon. — Noðan á skipinu er atliuganakúlan. er nafnið sett saman úr tveimur grískum orðum: bat- hos, sem þýðir djúp, og skap- he, sem þýðir skip. Það mætti heita djúpbátur á íslenzku. Það líkist neðansjávarbáti en getur farið beint upp og nið- ur. Það getur neðansjávarbát- ur ekki. Það verður að draga djúpbátinn þangað sem berg- málsdýptarmæling sýnir að hagkvæmast muni vera að láta hann fara niður. Þegar hann er kominn í kaf, getur hann raunar farið fram og aftur í sjónum, með aðstoð tveggja lítilla skrúfa, sem hvor um sig er knúin af lítilli aflvél, sem hefur aðeins eitt hestafl. En þetta er mesti seinagangur og fer aldrei fram úr hálfum hnút á klst. Hákarl fer langtum hraðar, sjókrabbi álíka hratt eða hraðar. 'jAr Haglél á hafsbotni Djúpbátnum má líkja við zeppilínsloftbelg. Geymarnir eru raunar ekki fylltir neinni lofttegund, heldur er látið á þá benzín, 78.000 1, og eru þeir 13. Kúlan með öllum tækjunum, sem höfð er neðst, . svarar til körfunnar undir loftbelg. Vandinn sem leysa þarf þegar svona skip er byggt, er að hafa rétt hlut- -föll milli rúmtaks þess og stærðar. Þetta skip er þannig úr garði gert, að sjór getur fallið inn í það eftir vild, og fer það þá að sökkva, en því meira sem í það kemur af sjó, því meira þjappast ben- zínið saman, og það breytir um þyngd eftir hitastigi. Þrýstingurinn verður ætíð hinn sami á skipið og í skip- inu og byrðingurinn þarf ekki að vera sérstaklega sterkur — en annars væri engin leið að smíða svo sterkan byrðing að hann þyldi þrýstinginn. Hvað sterkur sem hann væri, mundi hann vindast saman eins og bréf. Þá' þarf að hugsa fyrir því að komast upp aftur. Það er gert með því, að útbúa hinn þrettánda af geymunum þann- ig, að unnt sé að tæma hann að þeim 1300 lítrum af ben- Framh. á 11. síðu smiðastöðvunum í Toulon og að undirlagi svissnesks vís- indamanns, sem búsettur var og starfandi á Italíu. Þessi vísindamaður var raunar eng- inn annar en Piccard sjálf- ur, og hann gaf hinu belgiska byggingafélagi alla þá þekk- ingu sem haim átti yfir að ráða ásamt tækjum sínum, rannsóknarklefanum, kúlunni sem hefur frá 9 til 15 m þykka stálveggi og 15 sm þykka glugga úr plexigleri, en þetta hefur hann sjálfur fundið upp að nokkru leyti. En hann varð missáttur við menn þá sem hann átti í skiptum við í Belgíu og Frakklandi og hætti við að taka þátt í fyrirtækinu. Þetta einstæða skip hefur verið kallað bathyscaphe og Yíirsmiður Bathyscaphens: Pierre Willm á leið niður í hið kynlega farartæki sitt. r4ður en djúpbáturinn nær þeim djúpum, þar sem þrýstingurinn er melri en mann- legur iíkami þoli hann, kveður síðasti íroskmaðuriim hann með vingjamlegu handtaki.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.