Nýi tíminn


Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 26.01.1956, Blaðsíða 9
4 Laugardagur 21. janúar 1936 — 2. árgangur — 2. tötublað Orðsendingcsr Ritstj.: Gunnar M. Magnúss - Útgefandi: Þjóðviljinn Bækur, sem börnin skrifa Rætt um Bókina um ísland og japanskt útgáfufyrirtœki Cssa, ísafirði. Þökk fyrir bréfið frá 14. janúar. Það er sennilega erfitt að ná í öll blöðin, sem þú bið- ■ur um, einkum þau elztu. En þér verður sent það sem til er. Sigrún Ambjamardóttir á Selfossi var önnur þeirra, sem hlutu 2. verð- laun 13 ára barna í skriftarkeppninni. Föður- nafnið misritaðist í sið- asta blaði og leiðréttist hér með. Sigrún Magnúsdóttir, 9 ára, Hlíðarvegi 19, fsa- iirði, fær verðlaun fyrir tvær teikningar, er hún Nýir þættfc í Óskastundinni í síðasta blaði var á það minnzt, að teknir yrðu upp ýmsir smáþætt- ir í blaðinu. í dag hefj- ast tveir, annar úr sögu flugsins til fróðleiks og skemmtunar á þessum miklu þróunartímum fluglistarinnar. — Hinn þátturinn nefnist: Hver er höfundurinn? í honum verða birtar vísur eða hálfar vísur, partar úr ljóðum eða lausu máli, en höfundarnafn ekki birt í sama blaði. Nú eigið þið að vera búin að finna höfundana áður en nöfn þeirra verða birt í næsta blaði á eftir. Þetta er skemmtilegur leikur, sem þið skuluð taka þát.t í. sendi í myndakeppnina í desember. Af vangá höfðu myndir hennar verið lagðar til hliðar. Er hún beðin afsökunar á þessu. Önnur mynd Sig- rúnar er af bóndabæ með hlöðnum veggjum og grænni grasþekju. Kona með skjólu í hendi geng- ur heim að bænum. — Hin myndin er af skipi, sem siglir blásandi byr. Það er með „gínandi trjónu“ og sver sig í ætt við víkingaskipin fomu. Þann 13. þ. m. barst ritstjóra Óskastundar- innar bréf frá Árna Böðv- arssyni magister, sem nú er sendikennari við há- skólann í Osló. f bréfinu ræðir Ánii um hugð- arefni okkar: ritgerðir og frásagnir barna og ung- linga. Þar sem við erum nú í þann veginn að hefja undirbúning að bókinni um ísland, er gaman og fróðlegt að heyra frásögn af svipaðri starfsemi í annarri heimsálfu, og birtum við þessvegna meginkaflann úr bréfi Árna. Hann skrifar: „Ég hef séð í Óska- stundinnl í Þjóðviljanum að rætt er um að efna tii „bókar um ísland“, þar sem safna skal sam- an ritverkum íslenzkra barna. Þetta er merki- legt rannsóknarefni og þarflegt fyrirtæki og verður skemmtiieg bók. En í þessu sambandi datt mér í hug, að rétt er að segja þér frá því að verið er að vinna að samskonar bók í Japan. Það er nefnilega svo, að japanskt útgáfufyrir- tæki hefur tekið sér fyr- ir hendur að safna frá flestum þjóðlöndum heims frásögnum og rit- gerðum, líka nokkrum teikningum, sem börn á bai-naskólaaldri hafa gert. Auðvitað skrifa öll þessi böm á móðurmáli sínu, en svo eru sög- urnar þýddar á alþjóða- málið esperanto og send- ar til Japans, þýddar þar á japönsku og prent- Framhald á 2. síðu. Hver er höfundurinn? Hver er höfundur þessarar vísu? Löngum var ég læknir íuinn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarhui, kerra, plógur, hestur Hvað heitir kvœðið, sem eftirfarandi Ijóðlínur eru teknar úr og hver er höfundurinn? Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell, hér á reiki er mai'gur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell . . Hvað heitir sagan, sem hefur þessi niðurlagsorð? . . . „Ójafnt höfumst við að: ég dilla barni þíiiu, en þú berð bónda minn“. Að því mæltu setur hún frá sér sveininn. son húsfreyju, og verður haim þar eftir, en iiefur karl sinn burtu með sér. og hurfu þau þegar. En sveinninn óx upp hjá móður sinni og varð efnismaður'*. Úr hvaða Ijóði er þetta og hver er höfundurinn? Heiðarbúar! glöðum gesti greiðið för um eyðifjöll. Einn ég treð með hundi og besti hraun — og týnd er lestin öll. Fimmtudagur 26. janúar 1956 — NÝI TÍMINN — (9 Jafndýpislínur sjávarbotnsins unlan Suðausturlandi (í metrum). r Hermann Einarsson: Hvar eru takmörk landgrunnsins? j I síðasta hefti Náttúru- ! fræðingsins birtir dr. Her- í xrtann Einarsson grein uin | það vandamál hver séu hin ) raunverulegu „landamæri" Islands neðansjávar. Bendir ! itann á einfalda leið til að ( ákvarða það. Hermann hefur gefið Nýja Tímanum leyfi tíl að endur- prenta greinina, og fer hún hér á eftir. ísland er einbúi í Atlants- hafi. Það liggur „Ægi girt, yzt á Ránarslóðum", eins og 8káldið segir. Landamæri þess eru þvi eins glögg og frekast verður á kosið. En raunveru- leg landamæri íslands liggja ekki við sjávarmál. islandi til- heyra grunn, firðir og flóar, og um það er deilt, hvaða sjávarsvæði í nánd við strönd landsins séu íslenzk hafsvæði. Það virðist augljóst, að við verðum að gera nánari grein fyrir því, hvar raunveruleg ,,landamæri“ Islands liggja neðansjávar. Hvar á að draga þá markalinu.* Landgnmnið er mjög mis- breitt, og eins er það mis- jafnlega vogskorið. Það vekur strax athygli, ef lega vog- skorninganna er athuguð nán- ar, að þeir- liggja einkum und- an mynnum núverandi fjarða eða undan meginfljótum, sem til sjávar renna. Óneitanlega liggur nærri að álykta, að ein- hvem fíma hafi grunnin imi- an við 20 metra dýpi verið þurrt land, og þá hafi dalir skorizt eftir fljótsstefnum, og skriðjöklar síðan sorfið þá í núverandi mynd, en þar sem aðrar skýringar koma líka til greina, verður að svo stöddu ekkert um þetta fullyrt. Á það má þó benda, að svo virð- ist sem í mynni neðansjávar- fjarðanna séu „delta“, eins og þekkt er undan mynnum stór- fljóta. Kemur þetta glögglega í ljós, ef teiknaðar eru jafn- * Tilefni þessarar greinar er einkum það, að í lögunum frá 1948 um vísindalega vemd- un landgmnnsins er þess ekki getið við hvaða dýpi miða skal, þegar rætt er um land- gmnnið. I athugasemdum með frumvarpinu er hins vegar sagt: „Landgmnnið er nú tal- ið greinilega afmarkað á 100 faðma dýpi“. (Alþt. 1947, A. 841). Ekki er mér kunnugt um að ■—o sé talið. dýptariínur þéttar en venja er til. Fylgir þessu greinarkomi dýptarkort af botninum undan Suðausturlandi. Til þess að sjá þetta, verður lesandinn að fylgja dýptariínunmn á kort- inu. Jafndýptarlínumar fyrir 150 og 200 metra marka greini- lega legu neðansjávardalanna í landgmnninu. Fylgi augað ihins vegar 300 metra dýptar- línunni sést, að hún tekur á sig sveig undan mjmnum land- gmnnsdjúpanna. Gætu hér hafa myndazt tungur úr framburði fljóta eða jöklá. Önnur skýring, sem til greina gæti komið, væri ef til viE sú, að suður djúpin lægju botn- _straumar, er smám saman hefðu sorfið hliðar og botn djúpanna og borið fram sand og leðju á líkan hátt og fljót væri. Menn hafa eigi verið á eitt sáttir um það, hvemig skil- greina beri landgrunn íslands. Sumir hafa miðað við 200 metra dýptariínu, eða m.ö.o. efstu brún landgrunnsins. Dýrafræðingai’ hafa miðað við 400 metra dýptarlínu í ritverk- inu „Zoology of Iceland", og liggur sú dýptarlína í hlíðuin landgmnnsins. Ef betur er að gáð, má á þessu vandamáli finna ótviræða lausn, sem ég legg til, að við lögfestum*. Framhald á 11. siðu. * Hér er að sjálfsögðu ekki átt við fiskveiðilandhelgi, því að takmörk hennar ákvarðast fyrst og fremst af þjóðréttar- legum sjónarmiðum. ,

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.