Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1956, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 20.09.1956, Blaðsíða 7
Fújxmtudagur 20. september 1956 — NÝI TÉMINN — (7 Síðasta myndin sem tekin var af rannsóknarskipinu Pourquoi-pas?, er pað lagði úr Reykjavíkurhöfn 15. september 1936. Einusinni sem oftar var ég á gangi á Englendingaskeið- inu í Nissu og verður mér þá litið í glugga ferðaskrifstofu einnar þar sem hangir kort mikið af heimúium. Sem að líkum lætur drógust augu min fyrst að mynd Islands á kort- inu, en hversu undrandi varð ég ekki þegar ég sá þar mark- aða á suðurströnd landsins staði með löng nöfn, sem komu mér ókunnuglega fyrir sjónir, en ekkert hirt um fræg staðahéiti eins og Heklu, Geysi, Reykjavík, Drangjöleul og Kröflu, sem jafnan prýða vanaleg erlend landabréf af Islandi. Og með þvi stafsetn- ingin á þessum löngu staða- nöfnum Suðurstrandarinnar var dálítið óvenjuleg leið nokkur stund áður en ég hafði áttað mig á hver orðin væru. Loksins komst ég fram úr þeim. Það voru þessi orð: Fagurhólsmýri, Kálfa- fellsstaður, Kvískerjum (!), Kirkjubaajarklaustur og Höfðabrekka. Hvaða tiktúrur voru nú það, að fara að setja þessa lítilfjörlegu íslenzku sveitabæi á franskt heimskort, en gleyma þeim stöðum sem við Islendingar teljum til heið- urs landinu. Hefði ekki verið nær að setja til dæmis Laug- arvatn á kortið! Þá mundi ég allt í einu eftir því að ég ihafði einu sinni orðið frönsk- um strandmönnum samferða úr Hornafirði austur á Djúpavog. Þeir komu einmitt frá Fagurhólsmýri í Öræfum. Það var verið að flytja þá í veg fyrir Sterling. ‘Sá sem hefur orðið sam- ferða frönskum strandmönn- um á íslandi hefur séð ein tilbrigði í litrófi heimsins, sem aðrir sáu ekki. Þetta eru smáir menn, þéttir, snöfur- legir, með móbrún augu, sem um leið eru skartgripir þeirra, og uppásnúið yfirskegg, sem er aleiga þeirra. Þeim skolar fáklæddum á land um miðja nótt að vetrarlagi í hríðarbyl og eftir að hafa sopið dá- lítið úr fjörunni ganga þeir stundum lengi í myrkri og thríð yfir sandana áður en þeir hitta fyrir sér einhvern hinna fyrrgreindu staða sem svo merkilegir eru taldir í Frakk- landi. Venjulega drukknar á- litlegur hluti hverrar skips- hafnar í strandinu. Margir verða úti á söndunum eftir að hafa gengið á kjúkunum dægurlangt. En ekki eru þeir fyrr komnir aftur í Bretaníu, eftir að hafa verið fluttir heim til sín yfir mörg lönd, en þeir eru enn stignir á skipsfjöl og stefna á íslands- mið. 1 Bretaníu raula fiski- mannakonumar barnagælu sem hefur þetta viðlag: Sofðu Jón minn, sofðu rótt, senn þig kallar Ísland ljótt. Eg sá einhverntíma þau orð hofð um Frakkann Kúr- mont í íslenzkri minningar- grein, að hann hefði verið af „framandi þjóð sem jafn- an hafi átt hér lítil skipti“. Þetta er hér um bil eins fjarri sannleikanum og hægt er' að komast. Engin þjóð hefur átt hér meiri skipti. Jafnvel þótt tengdir okkar við Frakkland væru ekki aðrar en þær, að Gunnar á Hlíðarenda er skilgetið afkvæmi frönsku riddárarómantíkinnar, mætt- lím vér Mendingar í vissum skilningi teljast franskir. Pompólabrauðið var ekki að- eins gQtt biskvi, heldur eitt hið mesta sælgæti sem sögur fara af bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Vestfjarða- franska og Fáskrúðsfjarðar- franska eru meðal hinna fáu tungna sem talaðar hafa ver- ið með árangri á íslandi. Þó vegur eitt meira en allt þetta : íslenzkar sveitastúlkur höfðu nefnilega þann lofsverða' sið, þrátt fyrir þótt þær væru oft einkennilega tregar við oss heimamenn, að hlaupa í veg fyrir franska strandmenn þar sem þeir gistu og láta þá slá undir í barn með sér, enda orti Jónas Hallgrímsson svo um ísland: Þar eru blessuð börnin frönsk með borðalagða húfu. Þannig hefur þessu verið farið um aldaraðir. Fyrir bragðið hittum vér í afskekkt- um sjávarsveitum, og reyndar um alla landsbyggðina, smáa dökka menn þétta, snöfurlega, sem þykir gaman að snúa upp á skeggið, en kunna þó hag- nýt tök á hverju máli, og dökkbrýndar stúlkur fagurlit- ar, með mjúka vör og heitt augnaráð, skilningshvatar og kunna vel að buá áð manni, eftirlæti skálda. Ég hef hitt slíka menn og slíkar konur í öllum landsfjórðungum og veit vel að þetta fólk er frans- menn — og ég landi þess. Líf og dauði standast á. Tíu Fransmenn eru tíndir upp á afskekktri strönd og prest- urinn kastar á þá rekunum við eyðilega kirkju með sand mikilla sæva framundan, jök- ul að baki, en nokkrir menn úr sóknamefndinni taka ofan og syngja Allt eins og blómstrið eina. En þótt að- eins tveim hafi skolað kvik- um á land, þegar duggan kenndi grunns í brimgarðin- um, má ganga að því vísu að eftir mannsaldur em komnir tuttugu fransmenn í sýsluna. Ekkert framandi land á sér kirkjugarð á Íslandi, nema Frakkland —• „vestast í Vík- urgarði". Það hefur verið ort úm hann. Yfir fátæklegu sálu- hliði standa þessi orð máluð með svörtu: Adieu, marin francais. Það útleggst: Far vel. franski sjómaður. En í fjarlægum landsfjórðungi speglast íslenzkur vorhiminn blár og hreinn og víður í móbrúnu barnsauga og það stendur’ þýður vindur í jörp- um lokkum á hrokkinkolli sem leikur sér með öðrum bömum í hlaðvarpanum að litlu blómunum okkar. Þannig era Island og Frakkland tengd órofa tengslum. Sjaldan hef ég fundið þessi tengsl eins sterk og 17. sept- ember 1936. Ég var þá stadd- ur 1 Góðviðru í Argentínu og las í morgunblaði þá frétt að daginn áður hefði franska rannsóknarskipið Púrkvó-pa farizt fyrir Mýrum. Ég fór óðar með blaðið til öldungs- ins Duhamels sem gisti á City Hotel samtímis mér og sýndi íhonum fréttina. Hann minntist Sjarkós doktors vin- ar síns. Við tókumst þegjandi í hendur. Atburð þeniia bar svo til, að 15, september um ihaustið lét hið franska skip úr Reykjavíkurhöfn á leið til méginlands eftir að hafa verið að norðurhafsrannsóknum misserislangt. Formaður þess- ara rannsókna vár Sjarkó doktor, frægur visíndamaður og mikilmenni síns ættlands, en vinur Vor og tíður gestur. ÍTtÚ- líHl'. Á skipinu voru ýmsir merkir vísindamenn franskir auk skipshafnarinnar, alls 40 manns. Einnig var á skipinu ungur mávur sem flogið hafði til þeirra af Grænlandi. Hanu var hafíur í búri og eftir- læti allra á skipinu. Þeir drukku full hans á hátiðum og tyllidögum og gáfu hon- um sjálfum koníak að dreypa á. „Á eftir baðar hann út vængjunum eins og hann vildi segja vive la France“, sagði doktor Sjarkó vinum sínum í Reykjavík áður en hann fór. Nú er þar til máls að taka að Púrkvó-pa lætur úr höfn að kvöldi. En það er ekki komið langt út á flóann þegar á dynur hið mesta ofviðri. Þeir reyna að halda í horfi um ihríð en veðrið fer vaxandi, unz þeir snúa við fyrir vest- an Garðskaga og ætla að leita lægis fyrir ofviðrinu. En það er álitið að skipið hafi vilizt á Akranesvita og Gróttuvita. Nema að morgni er það statt í skerjaklasanum úti fyrir Mýrum og klukkan hálfsex tekur það niðri á skeri út af Straumfirði, síðan kasta boð- arnir því af einu skeri á ann- að unz það brotnar á sker- inu Hnokka. Þrjátíu og níu menn fórust, en einum skol- aði kvikum á land. Hann hét Efgen Gonídekk, þriðji stýri- maður, 29 ára gamall. Hann hafði náð taki á skipsstiga, byltist um í öldurótinu lengi, en sleppti aldrei takinu á stig- anum, unz brimið kastaði hon- um á land. Þá var hann að vísu meðvitundarlaus, en hendurnar slepptu enn ekki læsingstaki sínu á stiganum. Mýramenn fundu manninn í flæðarmálinu ' rétt eftir að honum skolaði á land kring- um klukkan tíu að morgni. Þeir báru hann til bæja og veittu honum aðhjúkrun og maðurinn féll í djúpan svefn. Þegar hann vaknaði og heyrði þau tíðindi að hann væri einn lífs félaga sinna grét hann sáran og var lítt viðmælandi fyrir harmi þennan dag. Þeg- ar um morguninn tók líkin að reka. Þau voru lögð hlið við hlið í grasbrekku uop af flæð- armálinu. Það var komið logn. Öll voru líkin fullklædd, dolct- or Sjarkó í fötum úr bláu sif jotti og í gulum skóm. Efgen Gonídekk var látinn ganga frá líki til líks og greina nafn sérhvers manns. Hon- um sagðist svo frá, að þegar skipið hefði kennt grunns í fárviðrinu, og sýnt var hvar komið mundi, hefði Sjarkó doktor gengið að búri mávs- ins og lokið því upp, en fugl- inn flaug út i náttmyrkrið og storminn. Þessi tíðindi kunni Efgen Gonídekk síðust að flytja Islendingum af vini þeirra doktor Sjarkó. Nokkrum vikum eftir þenn- an atburð var ég staddur í Lundúnum og gekk mér til afþreyingar einn dagtíma inn í kvikmyndahús. Ég hef löngu gleymt hvaða mynd ég sá, má vera að ég hafi ekki tek- ið eftir af hverju hún var. Á eftir var lifandi fréttablað og þegar komið var út í það mitt rámkaði ég við mér: myndir frá Reykjavík. Blýlitaður septemberhiminn yfir grá- glittandi malbiki Túngötunn- Framh. á 11. síðu Lík skipbrotsmanmnm prjátíu og níu flutt um borð í franska.herskipið l’Audacieux : y; : t y í Reykjavíkurhöfn. HALLDÓR KILJAN LAXNESS' ISLAMD Og FRAKKLAMD 16. p. m. voru liðin- rétt 20 ár síðan franska rannsóknarskipið Pourquoi-pas? fórst hér við land og er pess atburðar minnzt bœði hér- iendis og í Frakklandi eins og greint hefur verið frá í fréttum. Grein Halldórs Kilj- ans Laxness sem hér er birt í tilefni pessa atburðar kom upphaflega í Tímariti Máls og menningar 1941

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.