Nýi tíminn


Nýi tíminn - 25.04.1957, Page 2

Nýi tíminn - 25.04.1957, Page 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimjiitudagur 25. apríl 1957 •* Rannsóknir á Vatnajökli hafa verið framkvæmdar ár- iega síðan Jöklarannsóknafélag' íslands var stofnað fyrir rúimum 6 árum. Á s.l. sumri var farin 6. rannsóknarferð- in á þessum 5 árum. Jöklarannsóknafél. hyggst nú byggja skála á Gríms- fjalli í sumar. Aðaifundur Jöklarannsókna félagsins var haldinn 9. þ.m. í fundarbj'rjun kynnti formaður félagsins, Jón Eyþórsson, góðan gest fyrir fundarmönnum: Pet- er Freuehen, er fiutti stutta en skemmtilega ræðu. ★ JÖKLAR MINNKA Jón Eyþórsson flutti þvínæst skýrslu um starfið á sl. ári. Hann hefur í áratugi mælt framrás skriðjökla landsins, með aðstoð manna í ýmsum byggðarlögum, síðustu árin á vegum Jöklarannsóknafélagsins. A sl. ári (frá hausti 1955 til hausts 1956) styttust nær allir skriðjökiar landsins, einna mest í Austurskaftafellssýslu: Mors- árjökull um 102 metra, Hof- fellsjökull (vestri tungan) um 62 m og Skaftafellsjökull um 47 m. Vestfjarðajöklarnir hafa einnig stytzt mikið eða frá 26 upp í 75 metra, og er þetta meira en á næsta mælingatíma- bili á undan. * VATNAJÖKULS- LEIÐANGUR I maímánuði sl. var gerður rannsóknarleiðangur á Vatna- jökul. Stjórnandi hans var dr. Sigurður Þórarinsson. Tilgang- urinn var þrennskonar. í fyrsta lagi að setja upp mælingamerki á nokkrum stöðum og halda þannig áfram því mælingastarfi sem unnið var að árið áður. I öðru lagi að mæla úrkomu- magnið, vetrarsnjóinn, reyndist hann mestur hjá Hoffellsjökli, eða 6,3 m. Á þeim tíma sem leiðangur þessi var á ferðinni svaraði snjókoman til 200 mm regns. — Jafnframt var það og tilgangur ferðarinnar að gefa þeim er vildu kost á skemmti- ferð og notuðu það ýmsir. Árni Kjartansson og Hulda Filipus- dóttir, kona hans, fóru brúð- kaupsför sína á Vatnajökul, og eru í senn fyrstu brúðhjón er slíkt gera og hin einu til þessa, Jón Eyþórsson hvatti aðra til að gera slíkt hið sama! ★ SKÁLI A GRÍMS- FJALLI Jón Eyþórsson kvað skála félagsins í Tungnaárbotnum, Jökulheima, hafa reynzt ágæt- lega og hefur skáli þessi að mestu verið fullgerður, en nokk- uð er þó enn eftir. Næsta verkefnið kvað hann vera að reisa annan skála sem rannsóknabækistöð á Gríms- fjalli, en fjall þetta, sem er 1700 metra hátt, er barmur á Grímsvatnagígnum. Telja jarð- fræðingar mjög þýðingarmikið að hafa sh'ka bækistöð þar uppi til þess að geta sem bezt rann- sakað Grímsvötn og gos er kunna að vera þar, en einnig sem áfanga og bækistöð í sam- bandi við aðrar rannsóknir. Varðandi hættu af því að hafa skálann á gígbarminum er því til að svara, að um annan stað í grenndinni er ekki að ræða, en talið að óhætt muni að setjast að í skálanum a.m.k. að fyrstu ■goshrinunni afstaðinni. Byggingu skála þessa var mjög vel tekið, og söfnuðust þegar á fundinum yfir 7 þús. kr. til hans, en samkvæmt laus- legri áætlun er gert ráð fyrir að efnið í hann kosti um 20 þús. kr. ★ HÖFÐATÖLUREGLAN ÓÞÖRF! í Jöklarannsóknafélaginu eru nú 252 félagsmenn. Það er þó ekki nema rúmlega 6 ára gam- alt. Jarðfræðingar eru að sjálf- sögðu aðalmenn félagsins, en þeir verða ekki taldir í tugum, en inn i félagið hafa hópazt áhugasamir ungir, duglegir menn, er reynzt hafa ómissandi i rannsóknarferðunum og við undirbúning þeirra. Jöklarannsóknafélagið þarf ekki að grípa til höfðatöluregl- unnar til þess að vera stolt af liði sinu. 1 Jöklarannsóknafé- Iagi Breta — sem hefur féiags- menn úr pliu brezka samveldinu — munu vera um 150 manns en íslenzka jöklarannnsóknafé- lagið telur sem fyrr segir yfir 250. ★ JÖKULL Tímarit félagsins. Jökull, er nýkomið út, er það 6. árgangur. Þessi árgangur flytur m.a. greinar eftir Sigurð Þórarins- son um jökla í Öræfum, og Vatnajökulsleiðangurinn á sl. sumri. Jón Eyþórsson birtir þar skýrslu um hafísinn á sl. ári og . upphaf að grein um rann- sóknir sínar á norðlenzkum jöklum. Margt annarra greina er í ritinu. Með þessu hefti er efnisyfirlit yfir fyrstu 6 ár- gangana. — Útgáfan er hin vandaðasta og stendur fyllilega jafnfætis erlendum vísindaút- gáfum. ★ GUÐMUNDUR JÖNAS- SON HEIÐRAÐUR Formaður flutti Guðmundi Jónassyni sérstakar þakkir fyr- ii dugnað hans og ósérhlífni í. þágu félagsins, en hann hefur Iagt til bíla í ferðir þess, bæði upp að jöklum og eins snjóbíl- ana í jöklaleiðangrana. Færði hann Guðmundi að gjöf frá fé- laginu vatnastöng eina mikla, gerða af bykkorí og stáli, — stálbroddur mikill á neðri enda, en hinn efri, sem einnig er úr málmi, er þeirrar náttúru að innihalda staup og rúm ,,fyrir jafnmikið af koníaki og þeim manni er hollt sem vaðið hefur breiða jökulsá og þarf að vaða yfir hana aftur“, eins og Jón Eyþórsson komst að orði er hann færði Guðmundi kjörgrip þennan ★ STJÓRNIN ENDUR- KJÖRIN Jón Eyþórsson var einróma Tií skamms tíma liafa ekki aðrli’ lagt Ielð sína yfir Sahara em hirð- ingjar með úlfalda sína, en nú virðist önnur öld vera að renna upp. Mikil auðæfi hafa fundizt í jörðu í Saharaeyðimörk Málmgrýti sem sagt er munu samsvara aldarþörí Vestur-Evrópu íyrir stál Mikil auöæfi, málmar og olía, hafa fundizt í jörðu í Saharaeyðimörkinni, og búizt er viö að meira eigi eftir að koma í ljós ef betur veröur leitað. Franska stjórnin gaf í síð- ustu viku út skýrslu um niður- stöður rannsókna á möguleik- um til vinnslu málmgrýtis og olíu í Saharaeyðimörk, en grunur hefur lengi leikið á því að þar væri að finna mikil og margvísleg verðmæti. Rannsóknirnar hafa þegar gefið góðan árangur. í norð- vesturhíuta Sahara, suður af endurkjörinn formaður og með honum í stjórn, einnig endur- kjörnir: Ámi Stefánsson, Sig- urjón Rist, Sigurður Þórarins- son og Trausti Einarsson. 1 varastjóm Einar Magnússon, Guðmundur Kjartansson og Þorbjörn Sigurgeirsson. Alsír og austur af Marokkó, hefur fundizt mikið magn málma í jörðu. Járngrýtið eitt sem þar er myndi að sögn geta fullnægt þörf allra landa Vest- ur-Evrópu um langt skeið. 1000 milljón lestir af olíu Olíuvinnsla í smáum stíl er þegar hafin í Saharaeyðimörk, og lengi hefur verið vitað að þar myndi allmikil olía í jörðu. 1 skýrslu frönsku stjórnarinn- ar er sagt, að nú þegar hafi fundizt olíulindir sem gefa muni af sér um 1000 milljónir lesta af olíu. Þetta er ekki mikið magn miðað við oliu- Eitt mesta annaár Eimskipafélagsins Flutti á sJ, ári samtals 276 þús. lestir Br&athen gerir ekki endasleppt Gefur enn 10 þúsund kr. til skógræktar á Islandi Norski skipa- og flugvélaeigandinn Ludvig G. Braathen hefur nýlega gefið kr. 10.000.00 norskar til skógræktar hér á landi til viðbótar þeim kr. 20.000.00 norskum, sem hann hefur áður gefið. Þessu fé verður varið á sama hátt og. fyrri gjöfin til þess að gróðursetja skóg í Skorradal. í fyrra voru gróðursettar 30.500 plöntur, mestmegnis sitkagreni, i nærri 6 hektara lands, og ætl- unin var að setja til viðbótar í 4 hektara lands á þessu vori fyr- iy það, sem eftir var af fénu frá í fyrra. En nú verður vænt- anlega gróðursett í- 15 hektara alls. Gróðurse.tníngin í fyrra týkst riijög vel, enda vel til henn- ar vandað undir stjórn Daníels Kristjánssonar skógarvarðar og Markúsar Runólfssonar kennara. Skógrækt ríkisins kann gef- andanum beztu þakkir fyrir og mun kosta kapps um að fara vel með þessa dýru gjöf. Gróðursetn- ingu er hagað þannig á þessum stað, að hér er uni storkostlega tilraun- aö rreða. : r . Árið 1956 var eitthvert mesta anna ár í sögu Eim- skipafélagsins. Félagið flutti til landsins 158.711 smá- lestir af varningi og frá landinu 104.641 smálestir af alls konar afurðum og milli hafna innanlands 13.116 smá- Iestir, samtals 276.468 smálestir. Vegna stækkunar skipastóls, stóraukins flutnings og fjölg- unar fannskírteina, hefur skrif- stofuvinna hjá Eimskipafélagi íslands aukizt mjög mikið und- anfarin ár. Starfsfólki hefur ekki verið fjölgað að sama skapi, sem hefur haft í för með sér yfirvinnu og helgidaga- vinnu. Þrátt fyrir að það tíðk- ist hjá opinberum og hálfopin- berum stofnunum að slík yfir- vinna sé. greidd aukalega er það ekki gert hjá Eimskipafé- lagi Islands. Eimskip fluttu varning á alls 52.898 farmskírteinum árið 1956. Skip, sem flytja vaming í heilum förmum, t.d. sement, kol, salt og timbur, hafa oftast 1—10 fannskírteini, Skip Eim- skipafélagsins eem anna aðal- lega flutuingi á fóðurvörum, matvörum, hráefnum til iðnað- ar og allskonar stykkjavörum hafa oft meðferðis farm sem er skráður á allt að því 1000 farmskírteini í ferð. Á fyrstu árunum eftir stríðs- lok fluttu skip Eimskipafélags- ins töluvert magn af vörum í heilum förmum. Undanfarin ár hafa þau ekki getað annað slík- um flutningi sökum hinnar miklu aukningar á ýmsum öðr- um varningi. Árið 1948 nam farmskírteinafjöidi fyrir inn- flutning 15.252, en árið 1956 43.943. — Geta menn gert. sér í liugarlund hve gífurleg skrif stofuvinna er við úti*eikninga og afgreiðslu á öllum þessum sk jölum. Þegar skip flytja vörur í heilum förmum er það venja að vörueigandi sér tlm losun á slíkum vörum.. Aftur á móti í svokölluðum rútuflutningum ‘sem skip Eimskipafélagsins stunda aðallega, gildir sú regla að skipaeigandi sér um losun, Igeymslu og afgreiðslu á vörun- ! um. i Ennfremur má geta þess að Eimskipafélag íslands annast afgreiðslu fyrir amerísk skipa- félög, sem sigla frá Ameríku til Reykjavikur að staðaldri með flutning til Keflavíkur- flugvallar. Eimskipafélagið sér um rffermingu á slíkum vörum og flutning á þeim frá Reykja- vík til Keflavíkur. Til fróðleiks má geta þess að 17. desember 1956, fór frarn athugun á því hve margir menn fengju afgreiðslu í aðal af- greiðsludeild félagsins. Þann dag komu 539 manns á af- 'greiðsluna og fengu allskonar fyrirgreiðslu. Þá má geta þess að Eimskipafélagið hefur til af- nota 15 símalínur og duga þær engan veginn til þess að anna þeirri símaafgreiðslu sem nauð- synleg ér. (Frá Eimskip).

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.