Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 1
11 (jreiði Nýja Hmann TÍMINN Fimmtudagur 21., maí 1959 — 1G. tölublað. — 18. árgangur. ÚfbreiSitS Ný]a timann Myndin er frá stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, tekin fyrir nokkrum vikum. Einn vertiðarbátanna á siglingu i höfninni. Samið um smíði þriggja togara í Þýzka- (andi -1 til Akureyrar 2 ti! Akraness Sá fyrsti afhendist 31. ]an„ en sá siS- asti 15. júlí á nœsta ári Samið hefur verið um smíöi þriggja nýrra togara í Þýzkalandi og eiga þeir að koma hingað til lands á tímabilinu janúar—júlí næsta ár. Guömundur Jömnds- son útgerðarmaður á Akureyri á 1 togarann en Síldar- og íiskimjölsverksmiðjan á Akranesi hina tvo. Hæstiréttur þyngir refsingu í 2ja ára gömlu landhelgismáli Brezhur landhelcfisbrjótur dæmdur fyr- ir fyrsta brot innan gömlu markanna í 100 þús. kr. sekt — sýndi engan mótþrca Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku í máli brezks land- helgisbrjóts, sem staðinn var að ólöglegum veiðum inn- an gömlu 4 mílna fiskveiöitakmarkanna sumarið 1957. Þyngdi Hæstiréttur1 refsinguna úr 74 þús. kr., eins og hún var ákveðin í héraðsdómi, í 100 þús. krónur. Kaupendur togaranna skýrðu blaðamönnum svo frá s.l. laugar- dag: Hinn 9. b. m. undirritaði Guð- mundur Jörundsson útgerðar- maður á Akureyri samning við skipasmíðastöðina Nobiskrug í Renösburg í Vestur-Þýzkalandi um srrúði á ca. 950 lesta tog- ara c£ verður hann afgreiddur 31. janúar 1960. Sama dag gerði Guðmundur samning við vest- ur-þýzka banka um 10 ára lán í þesSu sambandi og reiknast láns- tíminn frá afhendingu skipsins. Guðmundur Jörundsson kom aftur til landsins s.l. fimmtu- dag. Þá undirritaði stjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. á Akranesi þann 12. þ. m. samn- inga við sömu skipasmíðastöð um srriíði á tveim samskoriar togurum. Jafnframt gerði stjóm verksmiðjunriar samning við -vestúr-þýzka banka um 10 ára lán í þessu sámbandi og reikn- ast lánstíminn einnig hér frá afhendingu skipanna. Fyrra skip verksmiðjunnar verður afgreitt 15. apríl 1960 og hitt 15. júlí 1960. Skip þessi verða að öllu leyti mjög fullkomin og eru öll þrjú systurskip. Stjórn Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar h.f. kom til iandsins aftur í sl. viku en hana skipa þessir menn: Jón Árnason framkvæmdastjóri, gem er for- maður stjórnarinnar, Guðmund- ur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar- innar á Akranesi, og Sturlaug- ur H. Böðvarsson útgerðarmað- ur, Akranesi, sem er jafhfrátnt- framkvæmdastjóri verksmiðj unnar. Samningar þessir eru að sjálfsögðu háðir samþykki ís- lenzkra stjórnarvalda. Guðmundur Jörundsson út- gerðarmaður hefur fyrir hönd Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar séð um tæknilega hlið málsins svo sem byggingarlýs- Samþykkt sýslufundarins er svohljóðandi: „Aðalfundur sýsliuiefndar Eyjafjarðarsýslu, haldinn í maí 1959, lýsir einhuga fylgi ingar og allan útbúnað, einnig hvað snertir hennar skip. Dr. Magnús Z. Sigurðsson annaðjst alla milligöngu um þessi mál. Flóð í JK títal Yfir 40 manns hafa drukkn- að í flóðum í Natal í Suður- Afríku. Eignatjón hefur orðið gífurlegt. Vatnsborð ár einnar hækkaði um tíu metra á einum sólarhring. Dulles hrakar Tilkynnt var í Washington í gær, að þróttur Dullesar, fyrr- verandi utanríkisráðherra, færi nú þverrandi. Honum eru gefin deyfilyf að staðaldri til að lina þrautir. sínu við stækkun landhelg- innar í 12 milur og þakkar landhelgisgæzlunni drengi- lega og vel unnin síörf í erf- iðri og áhætfusamri baráttu sinnj á hafinu undanfarna Það var varðskipið Þór, sem kom að togaranum Loch Oskaig frá Hull að veiðum í landhelgi út af Svínalækjartanga við Þist- ilfjörð laugardaginn 6. júlí 1957. Var þettá fyráta land- heigisbrot skipstjórans, Arthurs Salters, og hann dæmdur í 74 þús. króna sekt í sakadómi Ak ureyrar. Hæstiréttur þyngdi refsinguna í 100 þús. kr. eins og fyrr segir. í forsendum hæstaréttardóms- ins segir m.a.: „Eftir uppsögn héraðsdóms hefur Friðrik V. Ólafsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans, fram- kvæmt athugun á mælingum varðskipsins Þórs 6. júlí 1957 og markað á sjóuppdrætti staði togarans samkvæmt þeim mæl- ingum. Reyndist staður togar- ans 0.5 Sm innan fiskveiðimarka kl. 07.25, um 0,4 sm innan fisk- veiðimarkanna kl. 07.31. Staður dufls þess, sem varðskipið lagði út í kjölfar togarans kl. 07,50, reyndist samkvæmt mælingu varðskipsins kl. 08.58 rétt utan við fiskvéiðimörkin. Varðskipið Þór gaf ákærða bendingu um ,að nema staðar með flaggmerki kl. 07.30 og með hljóðmerki kl. 07.46. Samkvæmt vætti og mælingum varðskips- manna sigldi togari ákærða út frá landi frá því kl 07.25 og til ki. 07.48, er varðskipið nam staðar um skipslengd frá tog- aranum og í kjölfari hans. Þá mánuði við hina brezku of- beldismenn. Jafnframt skorar fundur- ínn á ríkisstjórnjna að slíta nú þegar stjórnmálasambandi við Breta <>S taka til alvar- legrar íhugunar að ísland segi sig úr Atianzhafsbanda- laginu meðan ein voldugasta þjóð þess lætur sér sæma að beita smæsta aðildarríkið hernaðarlegu ofbeldi." Fundinn sóttu fulltrúar allra hreppa sýslunnar. Fundarstjóri var Sigurður M. Helgason sett- ur sýslumaður. er varðskipið kom að togaran- um kl. 07.48, var hann með stjómborðsvörpuna í sjó, og reyndist lifandi fiskur í vörp- unni, er hún var innbyrt. Varð- skipið setti kl. 07.50 dufl út á þeim stað, þar sem það nam staðar kl. 07.48. Mældist dufl- staðurinn rétt utan við fisk- veiðimörkin. Samkvæmt því, er rakið var, er sannað, að ákærði hefur verið að veiðum innan fiskveiðimark-anna. Ákærði hef- ur því gerzt sekur við 1. sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920, sbr. 1. gr. laga nr. 5/1921 og 1. gr. laga nr. 82/1952, sbr. enn frém- ur 1. gr. laga nr. 4/1924. Refsing ákærða þykir hæfi- lega ákyeðin kr. 100.000,00 sekt til Landhelgissjóðs fslands, og komi 8 mánaða varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa.“ Hæstiréttur staðfesti ákvæði héraðsdórrjs um upptöku afla og veiðarfæra og máiskostnað d héraði. og dæmdi skipstjórann ennfremur til greiðslu alls á- frýjunarkostnaðar, þar með tal- in málflutningslaun sækjanda og verjanda fyrir Hæstarétti, 6000 kr. tjl hvors. Þórður Eyjólfs- son hæstaréttardómari skiiaði sératkvæði; taldi laun lögmanna hæfilega ákveðin 4500 kr. til hvors, en var að öðru leyti sam- þykkur forsendum og niður-. stöðu hæstaréttardómsins. Afgreidd voru öll venjuleg sýslufundarmál, auk ýmissa ný- máia Heiztu mál sýslufundar- ins voru m.a. vegamálin, eins og jafnan áður og er áætlað fé til sýsluvega á þessu ári 377 þús. kr. Af öðrum iiðum á gjaldaáætlun má nefna stjórn sýslunnar 36 þús. kr., mennta- mál 24 þús. kr., — þar af 10 þús. kr. til byggðasafns. Til búnaðarmála er áætlaðar 122 þús. kr., til heilbrigðismála 83 þús. og 10 þús. kr. til kaupa á nýrri flugvél til sjúkraflutn-, inga. Sýslunefnd EyjafjarSarsýslu skorar á rikisstjórnina að slita m þegar stjommálasambandi við Breta og ihuga alvarlega úrsögn Islands úr NATO Akureyri. Frá fréttaritara. Aðalfundur sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu var haldinn á Akureyri dagana 4.—9. þ. m. og sam- þykkti fundurinn einróma ályktun í landhelgis- málinu og skoraði á ríkisstjórnina að slíta stjórn- málasambandi við Breta og athuga alvarlega úrsögn úr Atlanzhafsbandalaginu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.