Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 8
8) — NÝI TEMINN — Fimmtudagur 21. maí 1959
StangaveiSimenn méfmœla harSlega
yfirgangi þessa ueignaíausa" auShrings
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna — fyrirtæki sem seg-
ist svo hörmulega statt fjárhagslega að það hefur fengið
flutt frumvarp á Alþingi um skattfrelsi því til handa,
svo og beðið um eftirgjöf á hafnargjöldum — hefur tek-
i'ð Laxá í Leirársveit á leigu fyrir um 150 þús. lcr. á ári
í fjögur ár.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur, sem Sölumiðstöðin yfir- |
bauð um 48 þús. kr. hefur mótmælt þessu framferöi
harðlega.
Laxá í Leirársveit hefur ver-
ið leigð undanfarið fyrir 80 þús.
kr. á ári og hefur Stangveiði-
félag Reykjavíkur haft hana á
leigu nokkur undanfarin sumur
en árin þá aldrei verið leigð
nema til eins árs í senn.
EignaJaus aumingi kemur
til sögunnar.
Laxveiði hefur yfirleitt verið
talin dýrt sport, en þeir sem
hafa tekið sýkilinn hafa þó ekki
talið eftir að borga vel fyrir
veiðidagana. Samt mun allílest-
um hafa þótt veiðileyfin það
dýr undanfarin ár að ekki' væri
miklu við bætandi. Það kom
því eins og þruma yfir stanga-
veiðimenn er þeir fréttu að 48
þús. kr. yfirhoð hefði verið gert
í Laxá í Leirársveit — og undr-
unin óx um allan helming þeg-
ar það vitnaðist að yfirbjóðand-
inn var Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. — margyf{rlýstur
eignalaus aumingi!
Ejárhagurinu er ekkert grín.
Ef einhver kynni að halda að
þetta sé óvinsamleg aðdróttun
að Sölumiðíítöð hraðfrystihús-
anna er rétt að minnast þess að
fyrjrtæki þetta f*r af almanna-
fé í uppbætur 80 kr. á hverjar
100 sem bað flytur út fyrir. En
fjárhagurinn er sagður bágbom-
ari en svo að þetta nægi. Sölu-
miðstöðin hefur fengið einn
„meðlima“ sinna. Sigurð Á-
gústsson í Stykkishólmi. til að
flytja á Alþingi frumvarp um
skattfrelsi Sölumiðstöð hrað-
frystihúsunum til handa, þar
sem fjárhagur hennar sé svo
bágur að hann þoli alls enga
skatta.
Svo bágur kvað fjárhagur
• Sölumiðstöðvarinnar vera, að
dómi forráðamanna hennar. að
skattfrelsi, t.il viðbótar ríkis-
styrkjum. muni ekki nægja til
að framfleyta henni. Kváðu for-
ráðamenniroir því hafa farið
fram á eftirgjöf á hafnargjöld-
um, í þeirri von að almenning-
ur muni fúslega taka á sig að
bæta bænum upp þann tekju-
missi sem eftirgjöfinni fylgdi,
— aðeins tugi þúsunda.
Auniing.ianuni ekki aHs varnað.
Sem betur fer hefur fátæktin
og baslið ekki leikið forráða-
menn Sölumiðstöðvarnnar sv0
grátt að þeir hafi lagt árar í
bát með að gera kröfur til lífs-
ins. Þeir létu sig ekki muna
um að sletta 48 þús. kr. ofan á
fyrri leigu í tilboði sem þeir
gerðu í Laxá í Leirársveit, —
og vtanlega var tilboðinu tekið.
Svo voru það seyðin.
Ársleiga fyrir ána var þá
komin uppí 128 þús. En forráða-
menn Sölumiðstöðvarinnar vilja
ekki nirfilar heita, svo auk 128
þús. kr. leigu hétu þeir 20 þús.
aliseyðum í ána á ári Það hækk-
ar leiguna um 20 þús, bg er hún
þá komin uppí 148 þús.
Hverjir eiga að fiska?
Forráðamenn Sölumiðstöðvar-
innar munu segja þetta óhjá-
kvæmilega ráðstöfun til að geta
boðið viðskiptamönnum sínum
erlendum á laxveiðar. Nú er það
vitað að eftir að „vinaþjóð“ i
okkar, Bretar, setti löndunar-!
bann á íslenzkan fisk færðust
viðskiptin til Austur-Evrópu-
landa, og það er ríkisstjómin:
sem gerir þá viðskiptasaminnga,
og afhendir bá síðan Sölumið-
’stöðinni (á silfurbakká?). Marg-
ir halda þvi þess vegna fram að
það séu sárafáir erlendir við-j
skiptamenn sem Sölumiðstöðin
þurfi að „smyrja“ með lax-
veiðitúr. (Hinsvegar skil.ianlega
þægilegt fyrir „f jölskyldumeð- j
limina“ að geta skroppið í Iax-
veiðiá þegar vel viðrar).
Taia um atkvæðaveiðar.
Og einhvernveginn varð það
svo að foráðamenn Sölumið-
stöðvarinnar töldu sig ekki
þurfa á öllúm veiðidögum í ánni
að halda, og framleigðu hana
því að nokkru Akumesingum,
og sýndu þá það örlæti að leigja
hana fyrir aðeins nokkum
hluta þess er Sölumiðstöðin
borgar sjálf.
Og svo eru ýmsir náungar svo
illkvitnir að minna á að einn af
„aðstandendum" Sölumiðstöðv-
arinnar, Jón Ámason, er í fram-
boði þar efra. — og leyfa sér
að tala um atkvæðaveiðar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn (sem m. a.
Reykvíkingar , eigi að greiða
með eftirgjöf á hafnargjöldum!).
SVFR mófmælir liarðlega.
Félagsmenn í Stangaveiðifé-
lagi Reykjavikur hafa reiðzt á-
kaflega yfirboði Sölumiðstöðvar-
innar °g leyfa sér að tala um
yfirboð „auðhringa er njófa
sfyrks af almannafé.“
Á 250 manna fundi í Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur 26.
apríl sl. voru eftirfarandi mót-
mæli samþykkt einróma:
„Fundur í SVFR samþykkir
að fela sfjóminnl að mótmæla
harðlega yfirboði Sölumiðstöð-
ar hraðfrys tihúsanna í Laxá í
Leírársveit.
Felur fundurinn stjórninni að
bejfa öllum tiltækilegum ráðum
til þess að vemda hagsmuni fé-
lagsins og koma í veg fyrir að
bæði auðhringar, er njóta styrks
af almannafé, og önnur fyrir-
tækj noti fjármagn sitt til bess
Gígþ og Gnýlari signtðn
Géðhestakeppni: Glókolluz og Gcggur
Veður, var hið bezta á annan í hvítasunnu og að-
sóknin að liappreiðum Fáks í samræmi við það.
Urslit. á kappreiðunum urðu
þessi;
250 m skeið.
1. Hrannar Sólveigar Baldvins-
dóttur á 26,7 sek.
2. Trausti Bjarna Bjamasonar á
27.8
3. Blakkur Þorkels Bjarnasonar
á 28,2.
300 m stökk.
1. Gígja Bjama á Laugarvatni
á 23,7 sek.
2. Litli Rauður Guðmundar
Ragnarssonar á 23,8
3. —4.
Lýsingur Skúla Kristjánss.
Vinur Guðmundar Guðjóns-
sonar á 24,0.
350 m stökk.
1. Gnýfari Þorgeirs í Gufimesi
á 27,0 sek.
2. Blakkur Þorgeirs í Gufunesi
á 27,1.
3. —4.
Þröstur og Fengur Ólafs Þór-
arinssonar á 29,3.
250 m folahlaup.
1. Fálki Þorgeírs í Gufunesj á
20.8 sek.
2. -4.
Kirkjubæjarblesi Jóns á
Reykjum og Ör og Þokkj
Þorkels á Laugarvatni á 21,0.
sek.
A-flokkur góðhesta.
1: Glókollur Leós Sveinssonar
- 5. .
2. Börkur Þorlák's Ottesen
3. Leiri Kristins Krisjánssonar.
að seilast inn á svið íslenzkra
stangaveiðimanna og gera þar
með bæjarbúiun ókleyft að njóta
sportveiði í frístundum sínum,“
Og vonska heimsins er enn
söm við sig: það virðast allir
standa með SVFR á móti hinum
j edgnalausa styrkþega, Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna.
B-flokkur góðhesta.
1. Goggur Dagbjarts Gíslasonar
2. Gaukur Steingríms Oddss.
3. Vinur Guðmúndar Guðjónss.
í happdrættinu kom hesturinn
á nr. 1895 og flugfar með Loft-
leiðum til Khafnar á nr. 76.
Nefnd til ráðu-
neytis og aðstoðar
Utanríkisráðherra hefur ný«
lega skipað nefnd til þess að
vera ríkisstjórninni til ráðu-
neytis og aðstoðar við undir-
þúning þátttöku af fslands hálfu
í nýrri alþjóðaráðstefnu um
réttarreglur á hafinu, er hald-
in verður á vegum Sameinuðu
Þjóðanria vorið 1960
Nefndina skipa þessir menn’.
Hans G. Andersen, ambassador,
og er hann formaður nefndar-
innar,
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri,
Gunnlaugur E. Briem, ráðuneyt-
isstjóri atvinnumálaráðuneyt-
isins,
Henrik Sv. Bjömsson, ráðunéyt-
isstjóri utanríkisráðuneytis-
ins.
Jón Jónsson, forstjóri fiskideild-
ar Atvinnudeildar Háskólans.
Af hálfu þingflokkanna eiga
sæti í nefndinhi:
Benedikt Gröndal, alþingismað-
ur, fulltrúi Alþýðuflokksins,
Lúðvík Jósepsson, fyrrv. sjávar-
útvegsmálaráðherra, fulltrúr
Alþýðubandalagsins,
Sigurður Bjarnason, ritstjóri,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri',
fulltrúi Framsóknarflokksins.
Ritari' nefndarinnar er FáH
Ásg. Tryggvason, deildarstjóri í
utanríkisráðuneytinu.
Aukagreiðsla fyrir yfirvinnu við út-
flutningsframleiðsluna skattfrjáls
Mikilsvert hagsmunamál verkalýSsins, sem Kari Guð-
]ónsson flutti fyrst á þingi 1954, samþykkt i gœr
Frumvarpið um breytingu á lögunum um tekju- og
eignarskatt var samþykkt sem lög frá Alþingi nýlega
óbreytt eins og efri deild geekk frá þeim það er j
meö ákvæðum um skattfrelsi greiðslna fyrir eftir-, nætur- j
og helgidagavinnu við útflutningsframleiðsluna. Hefur:
þar með náðst fram mjög mikilsvert hagsmunamál verka-!
lýðsins, sem flutt hefur verið á þingi hvaö eftir annað
undanfarin ár, en ekki hlotið samþykki fyrr en nú.
Ákvæði laganua um skatt-
frelsi þetta er á þá leið, að
frá tekjum skuli draga, áður
en skattur er á þær lagður
„atvinnutekjur þær, er skatt-
þegn hefur aflað sér með eftir-
nætur- og helgidagavinnu við
störf í þjónustu útflutnings-
framleiðslunnnr og eliki eru
eru orIofsskyldar.“ Þá er at-
vinnurekendum gert skylt að
iáta skattyfirvöldum í té vinnu
skýrslur, er sýni glögglega,
hver hluti af greiðslum til
starfsmanna þeirra falli undir
þetta ákvæði. Einnig skulu
launþegar gem grein fyrir því
á skattframtali sínu, hvort ein-
hver hluti tekna þeirra og þá
hve mikill, eigi að falla hér
undir. Þá éru ennfremur á-
kvæði um það að ráðherra skuli
í reglúgerð ákveða hver störf
falli undir þetta ákvæði og þá
miðað við að það verði ein-
ungis bein störf við fram-
leiðsluvöruna sjálfa. Koma
þessi ákvæði til framkvæmda
frá og með 1. jan. 1960, þann-
ig að tekjur sl. árs njóta ekki
umræddrar skattverndar. Hins-
vegar ber að draga aukagreiðsl-
ur fyrir eftir-, helgidaga- og
næturvinnu við útflutnings-
framleiðsluna á þessu ári frá
árstekjum áður en skattur
verður lagður á á næsta ári.
Fnunvarp um skattfrelsi
eftirvinnulauna við útflutn-
ingsstörf var fyrst borið
fram á Alþingi árið 1954
af Karli Guðjónssyni eftir
tilmæliun Verklýðsfélags
Vestmannaeyja. Málið náði
þá ekki.fram að ganga, en
Karl hefur síðan flutt það
á hverju þingi ásamt Gunn-
ari Jóhannssyni og jafnan
án árangurs þar til nú, að
þetta geysimikla hagsmuna-
mál verkalýðsins var loks
samþykkt. Eínkxun er sam-
þykkt þess mildls virði fyrir
verkafólk, sem vinnur viðl
fiskverkun í verstöðvxun
víðsvegar um land
á vetuarvertóðinni, svo og
fyrir verkafólk, sem starfar
við síldarverkun og vinnslu
á sumarsíldarv’ertíðinni
norðanlands.
Efri deild Alþingis tólí
þetta nú inn í slfattalög eft-
ir tillögu Björns Jónssönar
og Sigurvins Einarssonar eu
þeir tóku þar upp tillögu
Karls og Gunnars og neðri
deild staðfesti breytingu
þessa sem lög í gær.
Auk þeirra ákvæða, sem að
framan hafa verið rakin, er
með lögum þeim sem Alþingi
samþykkti í gær veitt nokkrar
skattaívilnanir til handa sjó-<
mönnum og lækkun skatta a£
lágtekjum. ,