Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 21.05.1959, Blaðsíða 2
2) NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 21. maí 1959 i'ui,: Hl! 58. þáttuf ' ÍSLENZIÍ TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Um nýyrðasmíð Eitt hið nauðsynlegasta tungu eins og íslenzku, þar sem mikil áherzla er lögð á nýyrðasmíð úr innlendum efqiviði, er að ailt sé gert sem unnt er til að slík orða- smíð komi að fullum notum. Þá ber margsinnis við að leita verður út fyrir þann ramma sem hefðbundin orð- myr.dun hefur sett, og leita inn á nýjar brautir. Hingað til liefur nýyrðamyndun í ís- lenzku mest verið með sam- setningum; menn hafa búið til fjölda samsettra orða lengri og skemmri, og stund- um gleymt því að aðrir mögu- leikar væru til um orðmynd- un. Þó er samsetning nýrra orða úr innlendum orðstofn- um ekki nema ein aðferð sem tíðkast við sjálfráða orðmynd- un málsins. — Ég sagði hér sjálfráða, en það er ekki nema að nokkru leyti rétt- nefni, því að ekkert mál vex og þroskast af sjálfu sér, heldu.r af því að það er raót- að eftir hlutverki sínu, að túlka hugarstarfsemi talend- anna, Etöðugt eru að mynd- ast ný orð, einfaldlega af þvi að fplk finnur þörf á því að nota orð um þetta eða hitt og hefur ekkert eldra orð á tak- teinum, svo að það notar eitt- hvert nýyrði eða gamalt orð í nýrri merkingu, þegar um einhverja nýjung er að ræða. Kostir og gallár nýja orðsins fara þá eftir smekk og kunn- áttu talandans. Með þessum hætti er aUur þorri orðaforð- ans orðinn til: hann er myril- aður af fólki sem hefur ekki verið sér þess meðvitandi að það væri ao skapa ný orð um ný hugtök og að þau orð yrðu að fara eftir hefðbundum reglu.m málsins. Það hafði reglur málsins á tilfinning- unni, en kun.ni þær ekki, og því yar eðlilegt að þær breytt- ust. Af þessu leiðir að hefðir málsins breytast frá kynslóð til kynslóðar. ;En hér hefur áður verið rakið í þessum þætti að nauðsynlegt er hverri ménningarþjóð að vera íiieldin um tungu sína og varðveita liana sem bezt, sökum þess hve hún er nátengd sérstöku þjóðerni og órofnum menning- ararfi. Fyrir það verður þó aldrei girt að það sem er rángt mál með einni kynslóð (af því að hefðin hefur epn ekiti veitt því fulla virðingu), getur verið orðið rétt mál með hinni riæstu. Málið er sem sé stöðugt að breytast. Eða eins og einhver málfræðingur sagði — og danski málfræðingurinn Otto Jespersen tók það eftir honum: Þegar nógu margir hafa sagt sömu málvilluna nógu iengi, þa er hún orðin rétt mál. — Ekki er auðvelt að mótmæla þessari kenningu, þótt hún sé nokkuð harkaleg, en hitt mætti . vera okkur nokkur líitg^irri ‘ rið1 í Íslerizitu þarf hefð að vera orðin býsna löng og rík til að gera „mál- villu" að „réttu" máli, ef ekki er nein sérstök þðrf sem knýr á um breytinguna. Þær aðferðir sem koma til greina við nýyrðasmíð aðrar en samsetning, eru þessar helztar: 1) Nota gömul orð í nýrri merkingu, 2) nýta til fulls þá möguleika sem hljóð- skipti veita tungunni (eftir þeirri aðferð var til dæmis orðið „þota" myndað í hljóð- skiptum við sögnina að þjóta), og 3) taka upp er- lenda orðstofna og íslenzka þá (samhæfa hljóðsambönd- þeirra og beygingu íslenzkri tunguf meðal slíkra orða eru t.d. bíll og filma). Þar sem^ það sem á útlendum málum er nefnt „porös", en eiginleik- ur slíkra efna erm.a. að sjúga í sig t.d. vökva, eins og svamþur eða þess háttar. Öll þessi nafnorð sem hér hafa verið rakin eru frá mínu sjónarmiði góð og fullgild til þess sem þau eru ætluð, því að ég sé ekkert á móti því að slíta tengslin milli lýsingar- orðsendingarinnar -inn og nafnorðsendingarinnar -ni, ekki sízt þar sem þau tengsl hafa í mörgum til- vikum aldrei verið til, svo sögur fari af. — Ann- ars eðlis er nafnorðið tækni sem er tökuorð, en vitanlega íslcnzkað með hliðsjón af þessu viðskeyti. 1 þessu orði. veit ég íslenzkun hafa tekizt • Pélverjar sSofna félag til ankinna StofnaS hefnr veriö í Varsjá félagið Pólsk-íslenzk menningartengsl, og er verkefni þess eins og nafnið ber meö sér aö auka menningarsamskipti Pólverja og islendinga. Undirbúningsfundur að stofn-, ztynski prófessor. Eins og kunnugt er hefur Pólsk-íslenzkt riienningarfélag verið starfandi hér á landi um mokkurt skeið. Hefur féliagið boðið Margréti Schlauch próf. hingað til lands, og mun von á henni í lok þessa mánaðar. un félagsins var haldinn í Varsjá 13. maí, að því er segir í fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum barst í gær frá pólska sendiráðinu. Fundurinn kaus sér framkvæmdanefnd, og er formaður he-nnar dr. Margrét Schlauch prófessor, en hún er víðkunn málvísindakona, hefur einna bezt. Mönnum koma ó-! dvalizt hér á landi og ritað sjálfrátt í hug einhver tengsl ' bók um islenzkar fornbók- við sögnina að taka. En þetta ; menntir. Aðrir meðlimir nefnd- orð er upphaflega komið úr | arinnar eru sex talsins, þar á grísku tekne (list, iðnaður eða j meðal T. Baird prófessor en því líkt). . ; hann er mikilhæft tónskáld. B. Czeszko rithöfundur og S. Hels- hér er talað um „orð“ er að,i»Tr 1*1 *. sjálfsögðu einnig átt við orð- j iN.yrr |y|S|;í|ípSFll" hluta eins og forskeyti eða vioskeyti, ef um sMkt' er að ræða. ög .íslenzka íieftir. ekki samsvarandi forskeyti eða við- skeyti sem ídugir. Meðal slíkra viðskeyta sem á seinni tímum hefur Verið tekið að nota miklu víðar en áður tíðkaðistj er -ni. Upphaf- lega er það mikið '’notað til að mynda nafnorð af lýsingar- orðum ' (lýsirfgarháttum sagna); sem endá á -inn, og þannig komu fram orð eins og Keppni (heppinn), stirfni (stirfinn), lagni (laginn), keppni (keppinn), hlýðni (hlýðinn) o.s.frv., en einnig eru tii frá fornu fari nafn- orð með þessu viðskeyti, skeyti sem ekki verður séð að séu runnin af lýsingarorðum sem enda á -inn (fi'eistni, blindni). Þá er væntanlega um að ræða sérstakt nafnorðavið- skeyti. — Þetta viðskeyti, -ni, varð svo síðar frjórra til orðmyndunar, og nú er svo komið að þg.ð, verður einna fyrst fyrir mönnum þegar mynda skal ný orð um ýmsa huglæga- hluti, alveg án tillits til þess hvort -inn er þar í nárnunda eða ekki. Eitt hið nýjasta slíkra dæma er geisla- virkni, sem ;,er. að sjálfsögðu ekki dregið af lýsingarorði geisíavirkinn, heldur -virkur. Margir hafa fett fingur út í þetta orð, einmitt vegna þess að ekki eru nein tengsl nafn- orðsviðskeytisins -ni við lýs- ingarorð á -inn. Þessi notkun nafnorðsviðskeytisins. er þó alls ekki ný. Án nokkurrar leitar dett ég t.d. ofan.á orð- in vantlvirkni og lagvirkni frá því um 1800. Þeim sem yilja prðið „geisiavirkni" feigt, kemur að sjálfsögðu ekki til hugar pð ráðast á þessi, orð, en eftir „reglunni" um við- skeytið ætti hið sama yfir öll slík orð að ganga. Af lýsingarorðinu fær (t.d. fær í einliverju) hefur verið myndað nafnorðið færni, einnig hæfni af liæfur. Mörgum hef- ur verið ilia: yið þessi nafn- orð, af því að þar hefur við- skeytið -ni verið orðið frjótt og lifandi, en nafnorðið ekki dregið af lýsingarorðinu. I þeirra smekk felhu'.ekki he]d- ur orðið gleypni, dregið af lýsingarorðinu gleypur, um % 4 ari S^ra 'íngótíur - 'Ástm.aíssÉn- prestur að Mosfellí hefur verið skipaður biskupsritari í stað sr. Sveins Víkings frá 1. júlí n.k. ONUMII ffifS ‘ I Eáðar deildir Aiþingis kusu fulltrúa úr hópi þingmanna í Norðurlandaráð á fundum sín- um í fyrrad. I efri deild hlutu itosningu Bernharð Stefánsson og Sigurður Bjarnason, til vara Páll Zóponíasson og Friðjón Þórðáráón. í riéðfi ^jagd voru Jf fe . ’P^eirsson, . Eldfjallið Strombpli ájí smá- éjpú? naétxj Sil|iiey| tdk. að ^ gjóra ' áfeílega í ;gáSr.Hópur . Bjarni' Bferiediktsson Sg Emil italskra og erlendra ferðamanna j Jónsson, til vara Kanuibal kom af fjallinu tveim klukku- | Valdimai'sson, Magnús Jcrts- tímum áður en gosið hófst. 1 son og Gylfi Þ. Gíslason, Þótt þeir Sölvi He’gason, Jó- hann berj og Sigurður á skyrt- unni séu nú fyrir löngu burt- sofnaðir, fyrirfjnnast flakkar- ar á landj hér enn þann dag í dag. Sá er aðejns munurinn á flökkurum nútimans og hinum framliðnu stéttarbræðrum þeirra, að hinir síðarnefndu virðast hafa reikað um land- ið í hrejnu tilgangsleysi, en í nútimaflakki má oftast greina einhvern tilgang, skynsamlegan eða óskynsamlegan, heiðarleg- an eða óheiðarlegan. T. d. hafa aðventisfar, heimatrúboðsmenn, hvíta- sunnumenn o.g hvað þeir nú heita allir saman, labbað um landið í fleiri árafugi berandi þungar byrðar bóka og bækl- inga, er þeir hafa ýmist gefið eða selt vægu verði, ef verða mætti til þess að forða ein- hverri villuráfandi sál frá því að steikjast í logum helvítis um. alla eilífð. Seinna komust þessir menn svo upp á lag með að sitja á hrossj. er þeir ferð- uðust um landið, og á síðustu árum hafa þejr svo tekið tækn- ina í þjónustu sína og ekið um á bílum. En það. er ekki alit flakk jafn heiðarlegt og það sem nú var nefnt. Á síðustu árum hefur skotið upp flökkurum, sem hafa þótzt vera útsendir af stofnunum eða jafnvel stjórnarvöldum. Þeir hafa prangað þjónustu sinnj upp á fólk og tekið fé fyrir. Eg hef t. d. heyrt þá sögu, en veit þó ekki sönnur á, að í einum lándshluta hafi skotið ripp mönnum sem tóku sér fyr- ir hendur að mæla benzíntanka og sögðust vera t>l þess kvadd- ir af olíufélögunum og tóku gi'eiðslu fyrir. Við athugun kom svo í Ijós, að þeir höfðu ekki umboð til slíkra verka. í öðrum landsfjórðungi skaut svo upp mönnum sem sögðuSt vera frá heilbrigðiseftirliti rík- isins. Þeir heimsóttu gisti- staði, skoðuðu eldhús, matsali, gægðust niður i salernisskál- ar og tóku greiðslu fyrir. Einnig þessir spámenn reyndust vera falsspámenn. Svo bar það til einn góðan veðurdag nú fyrir skömmu, að tveir menn komu ákandi norð- ur Holtavörðuheiði. Frá símstþðinni í Hrútafirði hringdu þeir. t'l sóknarprests- ins, Yngva Þ. Árnasonar, sem þá var .staddur .í Reykiaskóla og tjlkynntu honum, að þeir væru sendimenn bi.skupsins og ferðuðust ,um landið þeirra er- inda að líf.a eftir orgelum í skólum og kirkjum og væru þeir nú komnir slíkra erinda h'ingað í prestakallið. Prestur lét þetta gott heita, erida þótt hann æf.ti engra slíkra sendi- manna von, og heimilaði þeim að líta á h'ijóðfærin. Fóru þeir nú í .a.Ilar þrjár kirkjur prestakallsins, svo og barnaskólann á Borðeyri. at- hpguðu hljóðfærin. rifu þau sundur og létu-.á sér.skilja. að þeir væru miklir kunnáttu- menn í sínu fagi. Að verkinu loknu gerðu þeir reikning til fjárhaldsmanna stofPanainna, ■sem þóttu að vísu torf.ryggj- lega háir. en allir greiddu þó mög.’unarlitið. Hurfu þei.r síð- an úr héraðinu og norður í land og veit ég ekki hváð af þeim hefur orðið, en mjög sögðu þeir sitt á hvað um það, hvar þeir .hygðust bera ni^ur næst.. Munu þeir hafa haft um hálft fimmta þúsund krónur burt með sér úr byggðarlaginu. Eftir að fjárhaldsmaður einnar kirkjunnar hafði látið það álit sitt í Ijósi við sóknar- prestinn, að eitthvað kynni að vera gruggugt við þessa hljóð- færasmiði, tók hann að kynna sér málið og spurðist fyrir um það hjá biskupi óg söngmála- stjóra, hvort þeir hefðu sent þessa náunga ut af örkinni. En hvorugur kannaðist við, að þeir væru á vegum þjóðkirkj- unnar. Þó munu þeir ekki hafa viljað láta afhenda þá réttvís- inni að svo stöddu, heldur reyna að fá bá t.il að iðrast og bæta ráð sit.t og skþa aftur hinu rangfe.ngna fé, Ekki er þeim er þetta ritar, kunnugt um að þessi vjðjeitni hafi boriði ár.angur enn sem komið er. En vonandi tekst þeim biskupi og söngmála- stjóra að leiða hina villuráf- andi hljóðfærasmiði á réttlæt- isins veg, svo að hinir hlunn- færðu fjárhaldsménn kirkna og skóla þurfi ekki að íeita rétt- ar síns eftir öðrum Ieiðum. En þv.í er þessi flakkarasaga í letur færð og á þrykk.út lát- in ganga, að hún megi. verða mönnum þeim er I dreitbýlinu lifa nokkur áminning um að margra grasa getur kennt í hópi þe'rra flakkara, sem fai;a um landið nú á tímum, óg:ekki er vanþörf á að umgangast þá með nokkurri gát. 5. maí, 1959. Skúli Guðjónsson ÚTBREIÐIÐ ía tísnann 3 XýVli G'n' ,ÍÍC’

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.