Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Qupperneq 3

Nýi tíminn - 24.09.1959, Qupperneq 3
— — Fimmtudagur 24, september 1959 — NÝI TÍMINN — (3 Fnlltruar neytenda hætta störfnm í verðlagsneínd landbúnaðarafurða Meðon svo er ásfatt verSur afurSaverð ekkl löglega ákveSiS nema meS nýrri lagasetningu Samtök þau sem tilnefna fulltrúa fyrir hönd neytenda^ í verölagsnefnd landbúnaðarafuröa hafa nú ákveöiö aö láta fulltrúa sína hætta störfum um sinn. Ástæön er sú aö í undirréttardómi nýlega var komizt að' þeirri niöur- stöðu aö FramleiÖsluráÖ landbúnaöarins hefði heimild til aö rifta ákvöröunum verölagsnefndarinnar samkvæmt eigin rriati og aö fulltrúar neytenda væru þannig rétt- iausir viö ákvöröun á verðlagi landbúnaöarafuröa. Krústjoffhjónin og Eisenhow&r Eisenliower Bandaríkja- forseti situr á milli Krúst- joff-hjónanna í aftursæt- inu á opinni bifreið. Mynd- in er tekin skömmu eftir komuna til Bandar.íkjanna og eru þau á leiðinni frá fijigvelHnum til Washing- ton-borgar, — Sjá frétt Þjóðviljinn hefur áður s'kýrt frá málavöxtum og þeir eru einnig raktir í bréfum þeim sem birt eru hér á eftir. En ástand það sem upp er komið eftir þessa ákvörðun neytenda er mjög alvarlegt. Lögum sam- kvæmt á verðlagsnefnd, sem skipuð er þremur fulltrúum framleiðenda og þremur fulltrú- um neytenda, að ákveða grund- völl landbúnaðarverðsins. Tak- ist ‘henni ekki að ná samkomu- lagi, er grundvöllurinn úrskurð- aður af gerðardómi, þar sem hagstofustjóri er oddamaður. En með því að fulltrúar neyt- enda eru hættir störfum er þetta kerfi hrunið til grunna. Er vandséð hvernig unnt sé að ákveða landbúnaðarverð að óbreyttu ástandi á löglegan hátt, án þess að þing verði kallað saman til þess að ganga frá nýrri lagasetningu, eða án þess að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög. Nýja tímanum .hefur borist svohljóðandr fréttatflkynning frá samtö'kum þeim sem til- nefna fulltrúa í verðlagsnefnd- ina: „Samtök þau, er standa að tilnefningu fulltrúa neytenda i verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða, þ.e. Alþýðusamband Is- lands, Sjómannafélag Reykja- víkur og Landssamband iðnað- armanna, hafa undanfarið rætt viðhorf þau sem skapast hafa við dóm þann er kveðinn var upp í bæjarþingi Reykjavíkur 18. ágúst s.l., í máli því er fulltrúar neytenda höfðuðu gegn Framleiðsluráði landbún- aðarins, vegna verðlagningar dilkakiöts haustið 1958. En svo sem kunnugt er, varð niðurstaða dómsins sú, að Framleiðsluráði var talið heim- ilt að leggja á sérstakt verð- jöfnunargjald vegna dilkakjöts sem selt er á erlendum mark- aði. Fulltrúar neytenda áfrýj- uðu dómi þessum til Hæsta- réttar og má vænta niðurstöðu hans innan skamms. Samtökin líta dóm þennan mjög alvarlegum augum og telja grundvöll þann sem sam- starf neytenda og framleiðenda í verðlagsnefndinni hefur byggzt á brostinn, verði dómur- inn staðfestur. Meðan ekki fæst endanlega úr því skorið hvert vald Framleiðsluráðsins er í þessu efni, álíta samtökin ó- kleift að eiga þátt að störfum verðlagsnefndarinnar. Á fundum stjórna samtak- anna í gær, var samþykkt ein- róma að leggja fyrir fulltrúa samtakanna í verðlagsnefnd- að taka ekki frekari þátt í störfum nefndarinnar að svo stöddu. Var landbúnaðarráð- herra tilkynnt þessi ákvörðun með bréfi dags. í dag, sem fylgir hér með í afriti. F.h. Alþýðusambands íslands Óskar Hallgrímsson. F.h. Sjómannafélags Reykja- vikur Sigfús Bjarnason. F.h. Landssambands iðnað- armanna. Bragi Hannesson“. Bréfið til landbúnaðarráð- herra er svohljóðandi: „Svo sem ráðuneytinu mun kunnugt, hefur um eins árs skeið verið uppi ágreiningur milli fulltrúa neytenda og full- trúa framleiðenda í verðlags- nefnd landbúnaðarafurða um valdsvið Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Málavextir eru í stuttu máli þeir sem nú skal greina: Eftir að verðlagsnefndin hafði á s.l. ári gengið frá verð- lagsgrundvelli landbúnaðaraf- urða fyrir verðlagsárið 1/9 1958 — 31/8 1959 gerðist það, að Framleiðsluráð landbúnaðar- ins bætti á heildsöluverð dilka- kjöts í I. verðflokki verðjöfn- unargjaldi kr. 0,85 pr. kg til jöfnunar milli kjöts seldu á innlondum markaði og þess kjöts, sem áætlað var að selja erlendis. Þessu mótmæltu full- trúar neytenda sem óheimilu og kröfðust þess, að verðjöfn- unargjald þetta yrði fellt niður. Þar sem Framleiðsluráðið hafði mótmæli þessi að engu, höfð- uðu fulltrúar neytenda, í sam- ráði við samtök þau er að til- nefningu þeirra standa, mál á hendur Framleiðsluráði land- búnaðarins, með stefnu útg. 11/11 1958, og kröfðust þess, að viðurkennt yrði með dómi, að Framleiðsluráðinu væri ó- heimilt að leggja umrætt verð- jöfnunargjald á. Með dómi, upp'kveðnum í bæj- arþingi Reykjavíkur hinn 18. ágúst s.l., var Framleiðsluráð- ið sýknað af þessari kröfu. Fulltrúar neytenda ákváðu þeg- ar í stað að áfrýja dómi þess- um til Hæstaréttar og er mál- ið þar nú til meðferðar, Samtök vor líta svo á, að með dómi þessum, ef staðfestur verður, sé grundvelli þeim, sem þátttaka fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða hefur byggzt á, gjörsam- lega burtu svipt, og að ókleift sé fyrir fulltrúa neytenda, með- an undirréttardómi þeim, er að framan getur, ekki er lirundið, -<t> að taka þátt í störfum verð- lagsnefndarinnar. Vér höfum því í dag lagt fyrir fulltrúa vorn í verðlags- nefnd landbúnaðarafurða, að taka eigi frekari þátt í störf- um nefndarinnar að svo stöddu. Ákvörðun þessa munum vér taka til nýrrar yfirvegunar, þegar fyrir liggur niðurstaða Hæstaréttar í umræddu máli. Virðingarfyllst, Til landbúnaðarráðherra, hr Friðjóns Skarphéðinssonar, Reýkjavík". <?>- Moskvú/ ■$> Skólastúlluir færa Krústjoff blóm á flugvellinum í Moskvu, er hann la.gði upp í ferðalag sitt til Bandaríkjanna. Þing Ungmennafélags Islands: Enga samninga vi8 önnirríki er gæfy 12 mílna fis gma Þing Ungmennafélags íslands, sern haldiö var dag- Burt með herinn! ana 5. og 6. þ.m. lýsti yfir einróma vilja aö stjórnarvöld- in geri enga þá samninga viö erlend ríki er skert gætu yfirráöarétt íslendinga yfir 12 mílna fiskveiöilögsögu. Þingiö taldi sjálfsagt aö slíta stjórnmálasambandi viö Breta og endurskoöa afstööu íslendinga til Atlanzhafs- bandalagsins. — Þá ítrekaöi það kröfuna um brottför hersins. „Þingið fagnar því að þjóðin er samstillt og einhuga um út- færslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur og þakkar forustu og framkvæmd öllum sem hlut eiga að máli. Sérstaklega þakkar þingið á- höfnum varðskipanna æðruleysi og þrautseigju við erfiðar að- stæður. Þingið lýsir megnri andúð á aðförum brezkra herskipa í íslenzkri fiskvciðilandhelgi og undrast og fordæmir afstöðu brezkra stjórnarvalda til lít- illar nágrannaþjóðar, sem á lífshagsmuni í veði. Þingið treystir því, að is- lenzk sjórnarvöld haldi fast á málstað þjóðarinnar og geri enga samninga við önnur riki, sem skert gætu umráðarétt ís- lendinga yfir 12 mílna fisk- veiðilandhelginni. Þingið telur sjálfsagt að slíta stjórnmálasambandi við Breta og endurskoða afstöðu íslands til Nato, ef þeir halda áfram ofbeldisaðgerðuin í ís- lenzkri fiskveiðilandhelgi". „Þingið minnir á afstöðu undanfarinna sambandsþinga gegn liersetu í landinu og skorar á íslcnzk stjórnarvöld að vinna ötullega að því, að herinn hverfi úr landi sem fyrst“. Sr. Eiríkur J. Eiríksson var endurkjörinn sambandsstjóri og Skúli Þorsteinsson kennari vara- sambandsstjóri, . Jón Ólafsson ritari, Ármann Pétursson gjald- keri, Stefán Ólafur Jónsson meðstjórnandi og varamenn þeir Lárus Halldórss. og Gestur Guð- mundsson. — Gísla Andréssyni. er baðst undan endurkosningu. voru þökkuð góð störf. Þingið gerði fjölmargar sam- þykktir, og verður sagt frá þeiro síðar.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.