Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 8
ÍJ — NÝI TÍMINN — Fimmtudagnr 2. júní 1960 Markverðasta nýbreytnin knattspyrnu í sumar verður án efa „bikarkeppnin“ sem ákveð- ið hefur verið að koma á. Er því svo fyrir komið að fyret er nokkurskonar undankeppni, þar sem fyrst leika lið sem keppa í annari deild og svo b-l’ð þeirra félaga sem eiga lið i fyrstu deild, og senda öll lið í þá keppni nema Akureyri. Er með þessu verið að gefa b-lið- um eða fyrstu flokkum félag- anna meiri verkefni og ætti það að vera þeim kærkomið og þá ekki sízt b-liði Akraness sem ekki hefur haft slík verkefni hingað til. Það er mjög þýðingarmikið að b-liðin séu sterk, því að þau eru varasjóður a-liðanna. Það vekur þó nokkra athygli að að- ein.s 3 lið utan Reykjavíkur og úr annarri deildinni eru með i keppn’nni, en það eru ísfirð- ingar, Breiðablik og Reynir úr Sandgerði. Fari svo að bikar- keppni verði eins vinsæl hér og hún er yfirleitt erlendis má gera ráð fyrir að fleiri félög komi með og þá ekki sízt þau eem ekki eru langt frá því evæði sem flest félögin, sem taka þátt í keppninni að þessu sinni eru. Mun svo ráð fyrir gert, að tvö liðin eem efst verða komist í lokakeppnina með sex fyrstu rle'Marliðunum, og verða þann- ig átta lið sem taka þátt í sjálfum úrslitaleiknum. Fljótt á litið virðist sá galli á fyrirkomulagi fyrri hlutans að sum félaganna leika tvær r:mferðir í sömu vikunni í stað þess að hafa hóflegan tima á railli. Þannig keppa sömu liðin 13. ágúst, en keppnin byrjar þá, og svo aftur 15. ágúst. Sennilega er þetta gert vegna vallaþrengsla hér í Reykjavík. En þurfa leikirnir endilega að fara fram í Reykjavík? Er ekki hægt að semja við Hafnarfjörð, Aftureldingu, Keflavík eða Alcranes? Líka getur verið að verið sé að forða því að b-lið fyrstu deildarliðanna keppi ckki á sama tíma og a-liðin. Ef svo er, kemur til álita, hvort það sé réttlátt gagnvart 'þeim liðum sem leika í annari deild. Það æskilega er að und- ankeppnin gangi eðlilega fyrir sig, og þá verða félögin að gera r.pp við sig hvaða varamenn þau taka með í leikina. Ef félögin leika öli sama daginn, sem eðlilegast er, ætti það að koma jafnt niður á öll- um, þó svo væri -ekki vinnst þó það, að fleiri komast að til keppni, og því er nú eífellt haldið fram að það vanti meiri bi-eidd í knattspyrnuna og þetta gæti verið eitt skrefið í þá átt að auka hana. •Mót fyrir b-lið annarar- deildarliðanna? Það er ekki nema ánægju- legt, ef þessi þátttaka b-liða íi’rstudeildarliðanna yrði til í þess að gera þá sterku sterk- ari. En þá vaknar spurningin: Þarf ekki líka að gera þá veiku sterkari, og er þess í rauninni ekki meiri þörf? Sjálfsagt eiga sum annarardeildarliðin það marga menn sem æfa, að þau gætu teflt fram tveim liðum, ef til þess kæmi, og ef þau vissu að fyrir b-liðinu lægi verkefni sem það ætti að leysa, er ekki ólíklegt að það gerði félögin sterkari, og þau eign- uðust fleiri góða menn. Það er þiví dálítið til athugunar fyrir stjórn KSl hvort ekki sé rétt að koma á slíku móti fyrir b- lið annarardeildarfélaganna. — Það þyrfti ekki að vera bikar- keppni. Önnur deildin vanrækt 1 skrá þeirri sem verið er að gefa út um leikina í sumar 1 kemur fram, að leikið er í 2 riðlum, og eru þrjú félög í öðr- um, en 4 í hinum. Það vill segja, að félögin leika hvert 2 og 3 leiki að viðbættum úr- glitaleiknum. Allir þeir sem þekkja til knattspyrnunnar og þroska sem leikir veita, vita Foot sagði í sjónvarpsþætti þar sem hann kom fram, að þetta einræði reyndi að neyða upp á Vestur-Evrópubúa stefnu sem alls ekki væri í samræmi við hagsmuni þeirra. — Á meðan við höfum þá að- stöðu að við verðum að í'ylgja bandamönnum okkar hvað sem það kostar, munu Bandarikja- menn ekki taka minnsta tillit til að þetta er ekki nægilegt verk- efni sem liðunum í annari deild eru veitt, ef ætlazt er tii þess að þau taki framförum og komi sterk upp í fyrstu deild en þangað fer eitt lið áriega, hvort sem það er af sama styrkleika og þau sem þar eru fyrir eða ekki. Ef tekinn er t.d. a-riðillinn, kemur í ijós að liðin sem þar Jeika byrja fyrsta júní og hafa lokið keppninni í riðiinum 12. júní! Eitt þeirra fer að vísu í úrslitin, en svo verða hin að bíða þar til um miðjan ágúst, þá hefst bikarkeppnin. Fari svo að þau tapi í fyrstu umferð, er keppnisskeiðið sumarið 1960 búið. Getur knattspyrnuforusían búizt við að félög nái þro'ka, þegar svona er að þeim búið, hvað keppni snertir? Á þetta var rækilega bent á síðasta knattspyrnuþingi, en það virðist sem menn hafi ekki skilið þetta og látið allt hjakka í því fari sem það hef- ur verið í. Þeir sem hafa raðað niður óska okkar, heldur segja að með- an þeir haldi í taumana þá standi þeim algerlega á sama hvað við viljum. íhaldsmaðurinn, Boothby lá- varður, sem tók þátt í sama sjón- varpsþætti sagði að sannarlega væri kominn tími til að vestur- veldin hættu að miða alla sína stefnu við hvað þau héldu að Krústjoff myndi gera næst. Þessi unga stúlka er ein af beztu sundkonum Ungverja. Hún heitir Klara KiIIermann og hefur einltum náð góðum árangri í 200 metra bringusundi. Michael Foot, einn helzti leiötogi vinstrimanna í brezka Verkamannaflokknum, hefur hvatt fólk í Vestur- Evrópu til aö rísa upp gegn „ábyrgöarlausu hernáðar- einræði Bandaríkjamanna“, eins og hann komst aö orði. leikjunum binda sig við regl- una að ef fleiri en 6 lið gefa sig fram til keppni skal skipta í tvo riðla. Auðvitað hefði knattspyrnu- þingið fyrir atbeina stjórnar- innar átt að ganga þannig frá þessu máli, að heimilt væri t. d. að hvor riðill fengi að leika í tveim umferðum, með því hefðu félögin fengið svo- lítið meira út úr sumrinu. Við fljótlega athugun á nið- urröðun leikja í fyrstu deild virðist sem alleinkennilega sé raðað niður leikjum þar. Eftir skránni á Valur að leika fjóra af fimm leikjum á nákvæmlega mánuði, og fyrstu tveir leikir Vals eru með 2ja daga milli- bili. Síðan líður um það bil mánuður til næsta leiks, svo líða 3 vikur á mil!i leikja. Á næstu 16 dögum leikur Valur með 4 daga millibili 4 leiki sína. Ef athugaðar eru leikir KR kemur í Ijós að KR leikur þrjá síðustu leiki sína á fjórtán dögum. Leikjunum þarf að jafna bet- ur niður á keppnistímabilið, það er til þess ætlazt með því að dreifa leikjunum yfir langt tímabil sem að þessu sinni er frá 26. maí, og hefur íslands- mótið aldrei byrjað svo snemma, en því lýkur 4. sept. Til fyrirmyndar? Tjegar viðreisnin var tekin í gildi hér á landi, lögðu sérfræðingarnir mikla áherzlu á þaö að þeir væru ekki að halda út í neina óvissu. Að- ferðir þær sem hér væri verið að taka upp hefðu verið þrautreyndar annarsstaðar og gefið mjög góða raun; við þyrftum aðeins að feta í. fótspor- in. Sérstaklega nefndi Morgunblaðið þrjú lönc. sem væru til sannrar fyrirmyndar á þessu sviði, Frakland, Spán og Tyrkland. Þar hefði efnahag- urinn verið í miklu öngþveiti, verðbólga og hvers kyns uppbætur, en nú væri búið að tryggja gildi gjaldmiðilsins með nýju efnahagskerfi og óhjákvæmilegum samdrætti. ^érstaklega þótti Tyrkland mikil og góð fyrir- ^ mynd. Þar var viðreisnin einmitt framkvæmd mjög á sömu lund og hér; hverskonar sérfræc- ingar, erlendir sem innlendir, óðu uppi í land- inu og lögðu á hin flóknustu ráð, en fjármála- stofnanir Atlanzhafsbandalagsins létu í té stórar fjárfúlgur til þess að koma hinu nýja keríi á laggimar. Eftir viðreisnina þótti Tyrkland sann- kallað fyrirmyndarríki á vestræna vísu og var til þess vitnað víðar en hér að aðrir mættu að ósekju feta í fótsporin. Það dálæti var sérstak- lega auglýst í vor þegar Atlanzhafsbandalagið ákvað að halda ráðherrafund sinn einmitt í Tyrk- landi, og eflaust hefur tveimur ráðherrum verið stefnt þangað frá íslandi til þess meðal annars að þeir gætu í verki kynnzt dásemdum kerfisins nýja. Þeir höfðu þar náin og ánaégjuleg kynnt af Menderes og öðrum viðreisnarhetjum Tyrk- lands; hinsvegar þótti af einhvérjum ástæðum tryggara að loka þjóðina inni meðan hinir er- lendu ráðherrar dvöldust í landinu. Fn hversu langt eiga Íslendingar að ganga é þeirri braut að fylgja fordæmi Tyrkja? Gildir sú kenning Morgunblaðsins enn eftir að búið er að gera forseta landsins að tukthúslimi? Er fram- ferði þessara bandamanna okkar enn til fyrir- myndar eftir að búið er að hneppa alla ráðherra landsins í fangelsi og tilkynna að þeir verði dregnir fyrir lög og dóm á morgun og kannski skotnir eða hengdir hinn daginn? Hversu langt eigum við að elta leiðtoga okkar og lærifeður í viðreisninni? gf slíkar og þvílíkar spurningar raska nú hugar- ró íslenzkra valdamanna, geta þeir huggað síg við það að þrátt fyrir allt hafa íslendingar venð tregir til að taka upp þá lífshætti sem Banda- ríkin boða öðrum þjóðum. Hér hefur t.d. ekki verið stofnaður her á borð við þann sem nú hef- ur tekið völdin í Tyrklandi, þrátt fyrir ílanganir Bjarna Benediktssonar. Hér þykirþað ekki heldur hlýða að framkvæma stjórnarskipti með valda- ráni, fangelsunum og aftökum, eins og reglan er í flestum, þeim löndum í Asíu, Evrópu og Suður- Ameríku, þar sem áhrif Bandaríkjanna eru mest. Ráðherarnir íslenzku munu því sem betur fer ekki þurfa að óttast að þeir þurfi að feta hiriar ömurlegu brautir vina sinna og bandamanna í Tyrklandi. Um hitt geta þeir verið fullvissir að það verður bundinn endir á viðreisnina á íslandi ekki síður en í Tyrklandi; með þeim aðferðum sem íslendingum henta. — m.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.