Nýi tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 8.' Reptember 196& -rr- Fimmtudagur 8. september 1960 — NÝI TÍMINN NYI Utstjóri og ábyrgðarioaður* Asmuudur Sigurðss Ctgefandl: Sósíalhtaflokkuibiu. Áskriftargjald kr. 50 á ári. Utdráffur úr framsögurœSu Sigfúsar DaÖasónar skálds fyrir Ávarpi Þingvallafundar Tveir fundir ¥Tndanfarna daga hafa hópar manna streymt til ^ Reykjavíkur utan af landi. iMargir þessir ferðalangar hafa haldið áfram til Þingvalla til þess að taka þátt í landsfundi hernámsandstæð- inga. í þeim hópihefur ekki verið að finna neina af ráðamönnum þjóðfélagsins; þetta hefur ver- ið alþýðufólk sem lagt Ihefur á sig mikið erfiði og kostnað af brennandi áhuga á sjálfstæðis- málum þjóðarinnar. Það hefur verið énægju- legt að dveljast í hópi þessa fólks; þar hefur ríkt heiðr'kja hugans, einlægni og baráttuþrótt- ur- hið sameiginlega markmið allra hefur ver- ið að auka veg og sóma þjóðarinnar; og öllum hefijr verið mikið í mun að þjóðin frétti sem bezt af röksemdum og ákvörðunum Þingvalla- fundar. U’n ferðalangar þeir sem streymt hafa til höf- borgarinnar að undanförnu hafa ekki allir haldið til Þingvaila. í hópnum hafa einnig verið ýmsir af kunnustu valdamönnum þjóðarinnar, ailir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins sem búsettir eru utan Reykjavík- ur, og sótt fund um landhelgismálið. Þeir hafa fengið kostnað sinn greiddan af ríkissjóði, og þótt þeir ferðist að vísu vegna sjálfstæðismála þjóðarinnar, mun sízt eiga við að nefna brenn- andi áhuga í sambandi við þá- Ekki fara sögur af því hver ánægja hefur ríkt í þeirra hópi né hvernig hugur þeirra hafi verið á sig kom- inn; en viðfangsefni þeirra var að ræða leiðir til að skerða veg og sóma þjóðarinnar; og öllum hefur þeim verið mikið í mun að þjóðin frétti ekki neitt af röksemdum þeirra og ákvörðunum. fjessir tveir fundir eru ímynd átakanna í ís- *■ lenzku þjóðlífi. Annarsvegar er fólkið sjálft sem binzt frjálsum samtökum af hugsjón og áhuga. Hinsvegar er klíka valdamanna sem pukrast í laumi og tekur ákvarðanir án þess að fólkið í landinu fái nokkuð um þær að vita. Þingmennirnir á laumufundunum ímynda sér að þeir geti enn haldið áfram að fara sínu fram, þvert gegn hagsmunum þjóðarinnar, í krafti áróðurs og valds. Þeir skeyta því engu þótt þeir séu umboðslausir á klíkufundum sínum og ákvarðanir þeirra hafi ekki meira gildi en sam- þykktir hverra annarra jafnmargra Islendinga. Þeir treysta enn á deyfð og sinnuleysi kjósenda sinna. l^n fólkið sem kom saman á Þingvöllum í um- boði samherja sinna neitar að hlíta hinum ósæmilegu og umboðslausu ákvörðunum ráða- mannanna, og segir valdi sinnuleysis og deyfðar stríð á hendur. Það minnist þess að þíngmhnn hafa áður komið saman til umboðslausra leyni- funda. Það gerðist vorið 1951, og nokkrum dÖg- um síðar hafði erlendur her lagt ísland undir sig, þvert ofan í svardaga ráðamanna og í trássi við lög og stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins. Þingvallafundurinn skoraði á þjóðina að láta slíka smán ekki endurtaka sig enn einu sinni, neita að hlíta nokkru nýju afsali landsréttinda, en hefja nýja sókn til að endurheimta það sem glatazt hefur. Það er á valdi þjóðarinnar sjálfr- ar að ákveða hvor fundurinn skuli verá rétt- hærri, fulltrúafundurinn á Þingvöllum, eða Jklíkufundurinn í Reykjavík. — m. „Islendingum 20. aldarinn- ar hefur fallið í skaut það hlutverk að skapa nýja menningu, — íslenzka menn- ingu eem hæfði breyttum lifnaðarháttum, aukinni tækni og verkaskiptingu, minnk- andi einangrun, í einu orði sagt: menningu sem væn í höfuðdráttum borgamenning, andstætt þeiiri sem ríkt. hafði hér allt frá upphafi landsbyggðar fram á þessa öid. Það er chætt að segja að eftir því hvort okkur tekst að leysa það hlutverk vel eða illa af hendi munum við verða dæmdir af ókomnum Uppruna fyrirbærís þessa kvað Sigfús fræðimenn. rekja tij þess annarsvegar að Bandaríkin eru land án menn- ingarlegrar fortiðar og hins- vegar til hins háþróaðá auð- valdsskipulags bandarísks þjóðfélags, þar sem menning- in verður verzlunarvara eins og hvað annað. Nú bregur svo Við að ame- ríkanisminn virðist eiga auð- veldast með að ryðja sér til rúms í löndum sem kölluð eru vanþróuð, enda þótt þau búi við forna menningu og fast- mótaða. Þar hefur menningin ekki náð að aðlagast nútíma- háttum, þjcðirnar eru í leit að nýrri menningu, og ame- ríkanisminn flæðir inn. Yfir- ing okkar er varla eins óað- laganleg nútímaháttum og menning þeirra: EJigi að siður er ljóst að vanþroski nútíma- menningar okkar er hið opn- aða hlið sem ameríkan>sman- um hefur verið greiðast inn- göngu.“ Ge:gvænlegustu áhrif ame- ríkanismans eru talin þau að þar sem hann ríkir hefur ó- menningin tilhneigingu fil að leggja undir sig h'na æöri menningu, sagði ræðumaður. Þessa taldi Sigfús ekki gæta að mun í Vestur-Evrópu, enn sem komið er, vegna þess að þar hefur æðri menning ver- ið afmarkaður re:tur tiltölu- lega þröngrar menntastéttar. Síðan hélt hann áfram: .j að halda uppi nokkurri æðri menningu' á íslandi • án -i traustrar undirstöðu alþýðu- menningar. Þjóðin er svo fá- menn ,að ekki er hugsanlegt að hér þróist æðri menning sem væri sjálfri sér ncg. Þess vegna er það varla neitt öfugmæli að segja að alþýðu- menningin þurfi að ve-a jafn- mikilvægur þáttur í nútíma- menningu okkar, — í borga- menningunni sem fyrir oklcur liggur að skapa, — eins og hún var i hinni gömlu menn- ingu. Þessvegna er það að sú hnignun alþýðumenningar sem ameríkanisminn ber í sér, er hvergi hættulegri en hér; alþýðuómenning mundi hér skera rætur æðri menn- • • hefur verið boðuð, þar sem inntakið er að sýna beri svo- kölluðum. „vinaþjóðum" okk- ar og bandamönnum einhliða tilhliðrunarsemi. Þetta er al- þjóðahyggja sniðin við hæfi undirokaðra þjóða og þjóna þeirra en annarra ekki. ,,‘Þá er mér vel ljóst að sú lækkun hins almenna menn- ingarstigs, sem flestum hugs- andi mönnum ber saman um að hafi átt sér stað, á sér flóknari og margbrotnari or- sakir en hernámið eitt; ef menning okkar hefði verið styrkari mundi hernámið ekki liafa haft þau áhrif sem raun ber vitni. Sjálfsagt hefði am- eríkanisminn fundið f ’nar leiðir til landsins jafnvel þó félaginu, hún hefur brciðzt óðfluga út, og langt út fyr- ir raðir sjálfra hernáms- sinannna, hún hefur sýkt allt þjóðlífið meira og minna, hún hefur svipt okkur þrótti, þori og trú, sem með þarf til að glíma af fullri alvöru við þá þráut sem ég gat um í uppháfi máls míns: að skapa íslenzka nútímamenningu. Það má vera rétt áð ekki her- námið éitt út af fyrir sig valdi hér mestu um, ekki það aðeins að hér eru amerískir liermenn, — þó það sé nógu bclvað, — heldur allt sem hernáminu fylgir og hernám- ið er einn þáttur í: ósjálf- stæði gagrvart Bandaríkjun- um i öllum efnum, ítök pólitískum og efnahagslegum markmiðum sínum. Aðalþátt- urinn er þó jafnan áÖ útrýma sjálfsmeðvitund þjóða þeirra sem við er að etja. Máli sinu lauk Sigfús með þessum örðum: „Við þurfum að gera okk- ur ljóst að í augum þeirra stórvelda sem telja sig mesta vini okkar, er hin þrjózku- fulla sérvizka Islendinga: að vilja hafa sjálfstæða menn- ingu, bæði cþægileg og hættu- leg. Það væri ólíkt þægilegra að Island væri ekki annað en hjálenda þeirra í öllum skiln- ingi. Þá væru vandamálin auðveld lausnar. Útlendingar vita jafn vel og við, að væri hinn menningarlegi sjálfstæð- isvilji íslendinga úr scgunni, færi ekki mikið fyrir þeim pólibíska. Við sjáum nú hvaða sögulegu hlutverki améríkan- isminn á Jslandi á að gegna.' Ef hann bæri sigur úr být- um, ef honum tækist að ná. því lokatakmai'ki að gera fólíc ófært til að hugsa um annað en fánýt efni, ef honum tæk- ist að sýkja varanlega sjálfa. uppsprettulind allrar menn- ingar á íslandi, alþýðumenn- inguna, og trufla þetta sam- spil aliþýðumenningar og æðri menningar sem hefur verið, og hlýtur að verða, lifsskil- yrði sjálfstæðrar menningar á. íslandi, þá væri þessi óþægi- lega sérvizka úr sögunni, og snikjumenning tæki við. Þá gæti ísland orðið að þeirri fyrirmyndar nútímanýlendu sem iþað er enn ekki orðið.“ Sigfús Daðason kynslóðum. — og ekki aðeins það: heldur velti á öllu fyrir framtíð íslenzks þjóðernis að okkur talcist það sem bezt.“ Á þessa leið férust S'gfúsi Daðasyni skáldi orð í fram- söguræðu sem hann flutti í Valhöll í fyrrad. fyrir ávarpi Þingvallafundar. Fjallaði Sig- fús í rreðu sinni um áhrif hersetunnar á islenzka þjóð- mennmgu. Sigfús kvaðst ekki telja það ofmælt, að okkur hafi engan veginn tekizt að leysa þá þraut að skapa okkur nú- tímamenningu. Ýmsir menntamenn hafi að vísu starfað vel og komið mikl.u til leiðar, einkum í varðveizlu hins forna menningararfs, en sér virtist einkum hafa skort menn með fullan skilning á aðkallandi nýsköpunarþörf. I stað þeirrar menningar sem okkur hefur mistekizt að skapa, sagði ræðumaður, höf- um við verið okkur úti um allskonar eftirlíkingar og upp. fyllingar. „Eín af þessum uppiylling- um í eyðu islenzkrar nú- tímamenningar, og sú sem tekur þar mest rúm, er það fyrirbæri sem nefnt hefur verið ameríkanismi, og fylgt hefur eftir efnahags- og hern- aðarútþenslu Bandaríkja Norður-Ameríku um mikinn hluta heimsins...... Það er óhætt að segja að ' -eitt höfuðeinkenni ameríkanism- ans sé lágt stig alþýðuménn- ingar .... Ytri glans og innri tómleiki, auglýsinga- mennska, taugaæsing, upp- þornun menningarlegs sköp- unarmáttar, tilfinningasemi án sannra tilfinnmga, tóm- læti um almenn mál, andleg leti og vanþroski, allt er þetta ennfremur talið menn- ingarlegar einkunnir amerík- anismans." stéttin tekur upp bandaríska óhófslifna ðarhætti, en alþýð- an verður amerískri skríl- menningu að bráð. Af ýmsum ástæðum hefur ameríkanisminn ekki átt eins auðvelt uppdráttar í löndum Vestur-'Evrópu og vanþróuð- um löndum, þótt áhrif hans séu þar mikil. „Aðstaða Islands gagnvart ameríkanismanum er hvorki nákvæmlega sú sama og ann- arra Evrópulanda", sagði Sig- fús, „né heldur alveg eins og aðstaða hinna vanþróuðu lar.da. Það mætti ef til vill segja að hún sé þar mitt á milli. Við erum komin lengra frá nýlendustiginu en flest hinna síðarnefndu, og menn- „Þessu víkur öðruvísi við á íslandi. Lengi höfum við tal- ið alþýðumenninguna okkur til höfuðgildis. Þegar okkur þyk;r við þurfa að rökstyðja tilverurétt okkar sem þjóðar, þá teljum við að vísu afrek okkar i bókmenntum fyrst, en þar næst nefnum við al- þýðumenninguna. Og með miklum rétti. Nú má ef til vill vera að við höfum stund- um hælt okkur fullmikið af alþýðumenningunni á ís’.andi. Eigi að síður mun það koma í ljós ef að er gætt að alþýðumenningin er ekki að- eins réttlæting þjóðernis okk- ar heldur lífsskilyrðí, — Lífsskilyrði vegna þess að það er óhugsandi að hægt sé ingar skjótar en í nokkru öðru landi.“ Sigfús kvaðst geta gert sér í hugarlund, að einlhverj- um þætti hann gera of mikið úr áhrifum ameríkanismans. Það sé óihjákvæmilegt að hingað berist áhrif frá auð- ugri stórþjóð í námunda við okkur, hernámið hafi þar enga úrslitaþýðingu. Það séu undanbrögð að skella skuld- inni á aðra, fari eitbhvað af- laga sé það okkur sjálfum að kenna. ÞVI er hér til að svara, sagði Sigfús, að menningarleg einangrunarstefna kemur auð- vitað ekki til mála, En hann varaði jafnframt við þeirri fölsku alþjóðahyggju sem hér aldrei hefði stigið hér amer- ískur hermaður á land. En aðstaða okkar hefði verið gerólík. Ein mikilvægasta or- sök þess að svo stóran hluta íslenzkra stjórnmálamanna brast bor til að standa í mót bandarískum kröfum 1946, 1949 og síðan, var djúptæk ótrú undir niðri á því að ís- land gæti staðið á eigin fót- um efnaihagslega, gæti komizt aif án erlendrar ölmusu. Hvað leiðir af öðru 1 þessum efn- um, og þeir sömu menn, mennirnir sem stjórna land- inu, hafa ekki heldur trú á því að ísland geti verið annað en menningarleg hiálenda stórvelda. Þessi skoðun er orðin djúp meinsemd í þjóð- Bandaríkjanna hér á landi bein og óbein, ekki síður þau óbeinu en þau beinu.“ Auovitað nær engri átt að gera hernámið að allsherjar skálkaskjóli fyrir öllu sem hér fer aflaga i menningar- efnum, sagði Sigfús. Við eig- um fyrst og fremst við sjálf okkur að etja, það er undir okkur sjálfum komið að losna við hernámið. Engir aðrír en við sjálfir geta skapað okk- ur sjálfstæða nútímamenn- ingu. Það vald sem við stöndum andspænis er nýlendustefnan í nýjasta búningi sínum, mörgum torkennileg, vegna þess hve margvíslega hún hagar viðleitni sinni til að ná iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiimiiiiMimiimiiMimiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiMiiimimiiitiiiiiiiiiiiiiiimiiii!iiiimiimiimiMiiiiiiimmiii!!iiiiiimiiiiiiMiMiiiiiimiiiiimimiiiiiiimiiiiiiimiimiiiiiiiii»i|iiiiimiiii= ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 118. dagur 11. septeinber 1960 :ðEHsefningar orða Oft veldur það mönnum iheilabrotum hvernig bezt sé að setja saman orð, og stund- um telja menn sig hafa fundið einhverja reglu um það hvernig setja ber orð saman og hvernig ekki. Sannleikur- inn er þó sá að um þetta verða ekki settar neinar við- hlítandi reglur, að öðru leyti en þvá að vitanlega ber mönn- um að forðast klaufalegar eða villandi samsetningar. -— Hér er rétt að benda á að „sam- sett“ kallast þau orð sem sett eru saman úr fleiri orðstofn- um en einum, þannig að báð- ir (allir) hlutar orðsins eru þekkjanlegir. Stundum fer svo að síðari liður samsetninga ihættir að vera til sem sjálf- stætt orð og lifir aðeins í sam- setningunni. Mér er í minni ágætt dæmi um það. Norðanlands, að minnsta kosti sums staðar, tíðkast að menn noti nafnorð- ið úr um suddarigningu og ef til vill aðra úrkomu. Sunnan- lands er þetta eldki almennt orð, en ihins vegar þekkja all- ir þar samsetninguna úrkoina, enda er myndun þess orðs ihliðstæð myndun orðsins snjó- koma. Nú ibar svo við eitt sinn á námsárum mínum að íslenzkukennari minn, Ej’firð- ingur, spurði mig um orðið „úrkoma“, merkingu þess og uppruna. Mér var merkingin að sjálfsögðu Ijós, en vafðist tunga um tcnn iþegar kom að upprunanum og gat ekki hugsað mér hann öðruvísi, en að hér væri um að ræða for- setninguna, og að „úrkoma" benti til orðalags eins og „það kemir/' mik’ð úr honum (eða úr loftinu)“. Kennaran- um fannst þetta að vonum furðuleg skv"'ing og enn furðulegra að sveitapilturinn skyldi ekki þekkia nafnorðið um rigningarsudda. Sunnan- lands lifir það sem sé aðeins í samsetningunni. Orð eins og konar, kyns, háttar, staðar og f’eri í sam- böndum eins og „eins konar, þess kyns, þess háttar, alls staðar“ eru algeng í þessum samsetningum, en eru ekki nema sum þeirra tiðkuð utan slíkra orðasambanda. Hér skiptir að sjálfsögðu ekki máli að skólastafsetning nú- tímans krefst þess að orða- sambönd eins og þessi séu rit- uð í tveimur orðum hvert um sig; þau hafa merkingu, stöðu og áherzlu eins orðs þrátt fyr- ir það. 1 íslenzku er sú regla al- mennt um samsetningu orða að fyrri liðurinn takmarkar merkingu síðari liðarins með einhverjum hætti. Hvor liður um sig getur verið samsettur, en þá skiptir líka máli að ekki lendi saman liðir sem í fljótu bragði — eða við útúr- snúning ■— mætt'u virðast samte’-gdari en tilætlunin var. Dæmi um þetta eru al- geng í verzlunarauglýsingum, ekki sízt í útvarpi. Algengt er að tala um barnasokka, og sömuleiðis er talað um ullar- sokka. En ef setja skal þetta hvort tveggja saman í eitt orð, vandast málið, og verður n’ðurstaðan þó ekki nema þrí- liðað orð, en mörg samsett orð eru fleiri liðir. Barna- ullarsokkar er ögn skárri samsetning en ullarbarnasok'k. ar, en báðar eru fráleitar vegna þess að liðirnir sem koma saman kalla á svo ó- iheppileg hugrenningatengsl að við ssmsetninguna verðui’ ekki uuað. Mauni dett.nr fvrst og fremst í hug orðskrípi eins og bamáull eða ullarbörn. Um þennan þátt í sam- setningu orða verður mál- smekkur og vit hvers eins að ráða, því að afkáraskap- urinn getur orðið svo marg- víslegur að ekki ná neinar reglur t5l að forðast hann. Um þessar mundir fylkja hernámsandstæðingar liði = sínu. Sú herför hófst fyrr í sumar þegar farin var Kefla- = víkurgangan. Um þær mund- = ir vildi einhver — sem illa E þoldi að heyra nefnda mót- E mæ’agöngu vegna Keflavíkur- flugvallar — telja að það orð væri rangmyndað vegna þess að þátttakendur hefðu alls ekki gengið til Keflavík- E ur, heldur frá þeim stað, og E yrði gangan því að nefnast E Reykjavíkurganga, ef fylgt = væri lögmálum íslenzkrar E tungu. Þetta er enn eitt dæmi E um oftúlkun á reglum E tungunnar um samsetningu orða. Rétt er það raunar að í Rómargöngum fyrrum gengu menn til Rómar, og yfirleitt eru s’íkar „göngur“ E miðaðar við þann stað sem E geng’ð er til. En það er ekki E aðalatriði, heldur það við ji livað gangan er miðuð. I E Rómargöngu var borgin ei- E lífa höfuðatriðið, i fjallgöngu E er aðalatriðið að ganga upp 5 á fjallið, með orð:nu kröfu- ganga er aðaláherzlan lögð á kröfurnar, skrúðganga leggur aðaláherzlu á stássið og skrautið (þess vegna er það E orð gott fyrir þá sem ekki Framhald á 10. eíðu E 9. septembeK 1960 Slcáldið flutti kvæði þetta í lok framsögu fyrir ávarpi Þingvalláfundar á fundinum í Valhöll í fyrradag. Hé,- voru málin hin mestu dæmd, þótt mildi og réttur brygðust. Er banaskál var í botninn tæmd, sjáif björgin ng gjárnar hryggðust. Hér veittist þó mörgum vegleg sæmd, * og vináttuböndin tryggðust. Hér átti sér von og tignir traust á tímum, sem bjartast ljóma, þótt eftir sumarið hríð og haust oft hrímguðu vorsins blóma, barst héðan löngum sú reginraust, sem rétti vorn hlut og sóma. Við Lögberg, Njálsbúð og Öxará er andvarinn samur og fyrrum. í flóðinu speglast nú fjöll sem þá, jafnfögur á aftni kyrrum. Og úthagans gróðri berst angan frá sem ilmur af reykelsi og myrrum. Nú stígum vér fram og strengjum heit að standa við orð og gerðir, í trú og festu að rækta vorn reit og reynast þess heiðurs verðir að fylgja æskunnar sóknarsveit, til sigurs, er mest á herðir. Eg særi yður við sortabyl og. sólstöfuð vorkvöldin mildu, við þrjátíu kynslóða arinyL og al.it,. sem þær djarfast vildu í stöðugri leitun Ijóssins til að lífsins helgustu skyldu. Ég særi yður við eldbrunnin fjöll og alþingisstaðinn forna að reisa á Fróni þá friðarhöll, sem frelsiau megi orna, að standa saman í eining öll við ógæfu lands vors að sporna. Þóroddur GuSmundsson frá Sandi 4

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.