Nýi tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 9
4) — ÖSKASTUNDIN Laugardagur 10. september — 6. ár. — 27. tbl. Skemmtilegir dagar GÖNGUFERÐ Við fórum á fætur kl. 7, klæddum okkur og' þvoðum og bjuggum um rúmin, svo fórum við í morgunverð. Á eftir voru dansaðir þjóðdansar, sem eru ákaflega skemmtilegir og falleg- ir. Þá voru sýndar kvik- myndir bæði til fróð- leiks og skemmtunar. Eftir hvíldartímann fórum við í gönguferð um nágrennið. Við geng- um í gegnum barrskóg og að flugvelli, sem not- aður er til svifflugæf- inga. Við skoðuðum nokkrar vélar og geng- um síðan aftur heim. Þá var komin helli- rigning. Eftir kvöldmat voru aftur sýndar kvikmynd- ir. Þær voru bæði leikn- ar af mönnum og brúð- um. Svo fórum við að sofa, því við vorum öll þreytt og syfjuð. Harpa Karlsdóttir, 13 ára. ★---------- SÖLSKIN 11. ágúst. í morgun fórum við að synda í tjörninni, við vorum með vindsængur og lékum okkur á þeim, og við höfðum líka sund- bolta. Eftir 10-kaffi fórum við í sólbað og svo fór ég í fótbolta með strák- unum fram að mat. Sinni partinn var ferða- mannaleikur. Við geng- um út í skóg, sem er hérna rétt hjá og áttum að finna 25 hluti, sem voru faldir þar. Ég fann engan hlut. Svo fórum við heim. Eftir fánakveðjuna var kvikmynd um strák, sem strauk til borgar með flugvél, sem hann villtist upp í. Þorkell Þorkelsson, 14 ára. FRÍMERKJA. SAFNARAR Tveir írímerkjasafnar- ar, sem éinnig hafa brennandi áhuga á fót- bolta og borðtennis, vilja skrifast á við íslenzka drengi með svipuð á- hugamál og skipta við þá á frímerkjum. Þeir skrifa ensku Nsiali De-Graft Dickson, 12 ára„ 4A Primary School P. O. Box l', Potikurom Ashanti, Ghana. Tariq Shakir, 14 ára Sarrafeigah 3B/2/205 Baghdad, Iraq. Kæra Óskastund! Ég' ætla að senda þér niynd af sveitabæ. Ég vona að þú viljir birta hana fyrir mig. Vertu blessuð og sæl, kæra Óskastund. Þinn einlægur lesandi, INGA G.N., 11 ára. RiUtjóri Viiborg Dagbjartsdóttir — Útgefandi Þjóðviljinn Skemmtilegir dagar Isíðasta blaði sagði ég ykkur lítilsháttar frá skipulagi á ungherjabúð- um í Tékkóslóvakíu, nú fáið þið að lesa nánar um það hvernig börnin þar starfa og leika sér. í stað þess að skrifa sjálf leiðinlega grein, bað ég íslenzku börnin að velja handa Óskastund- inni einhvern dag úr dagbókinni sinni. Þau voru frjáls að því að velja hvaða dag sem þeim fannst skemmtileg- Ur, en urðu að skrifa hann orðrétt upp úr bók- inni, því náttúrlega fékk ég ekki að hnýsast í leyndafmálin. Með þessu vil ég reyna að gefa ykk- ur, sem réttasta mynd af lífinu hérna. Það er löngu sannað að börn sjá allt í miklu skýrara Ijósi, en fullorðnir og þau segja líka alltaf satt. V. D. ★--------- ÞÞRUMUVEÐUR 5. ágúst, föstud. Fram að hádegi fórum við í ferðamannaleik. Við át'tum að. fylgja- merkj- um í skóginum þangað | til við fyndum fjársjóð. Þetta var heillöng leið, sem endaði auðvitað heima í búðunum. Fjár- Framhald á næstu síðu •-- • --- • -- o --- 9 --® • TVÆR ERU e o ALVEG EINS • • Þessar litlu skóla- « • ur virðast • • fljótt á litið all- • • ar eins, en aðeins o • tvær þeirra eru a • alveg eins. Getur • þú fundið þær. ® Fimmtudagur 8. september 1960 — NÝI TÍMINN (9 Hnpallafundi lauk með i ákvörðunum W TSF r"W~ 7jfT fc' % % s# Þingvallafundi herstöðvaandslæöinga í Valhöll lauk eftir hádegið í gær með einróma ákvörðunum í málum þeim sem fyrir fundinum lágu. Samþykkt var að setja á stofn Samtök herstöðvaandstæðinga og þeim settar starfsreglur, næstu verkefni í baráttunni fyr- ir brottför hersins voru ákveðin og samþykkt ávarp til íslend- inga, sem birt er á fremstu síðu blaðsins í dag. Landhelgismál Fundur hófst um tíuleytið í Póstur og sími sendir brátt gjaldeyrisskýrslu Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að með bréfi, dags. 7. þ.m., harst póst- og símamála- stjóminni 8. þ.m. beiðni gjald- eyriseftirlitsins um nákvæma greinargerð yfir heildar gjald- eyristekjur og gjaldeyrisnotkun pósts og síma 1956 til 1959 að báðum árum meðtöldum, svo og fyrir fyrstu 5 mánuði þessa árs. Póst- og sámamálastjórnin hófst þegar handa um skýrslu- gerðina. Þar sem hér er um talsvert verk að ræða mun skýrslugerðini ekki lokið fyrr en á mánudag 12. þ,m. (Frétt frá Póst- og , og símamálastjórn) t gær með framsögu Jóns Péturs- sonar úr Reykjavík fyrir ál.vkt- un um landhelgismál. Fundar- stójri var séra Þorleifur Krist- mundsson á Kolíreyjustað. í umræðum tóku til máls Guð- mundur Þorsteinsson, Skil- mannahreppi, Stefán Þorleifsson. Neskaupstað, séra Björn O. Björnsson, Einar Björnsson, Mý- nesi, Sigríður Sæland, Hafnar- firði og Bergur Sigurbjörnsson, Reykjavík. Ingi Kristjánsson úr Suður- Þingeyjarsýslu hafði framsögu fyrir verkefnaneínd. í umræð- um tóku til máls Stefán Sigurðs- son, Sauðárkróki, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Illöðver Sigurðsson, Siglufirði og Ólafur Jóhannesson, Dalasýslu. Framsögumaður fyrir ávarps- neínd var Hannes Sigfússon, Einar Bragi fyrir allsherjar- nefnd, Gils Guðmundsson fyrir skipulagsnefnd og Kjartan Ól- afsson fyrir uppstillingarnefnd. Að áorðnum breytingum voru tillögur þær sem lagðar höfðu verið fyrir íundinn samþykktar einróma. í fundarlok fluttu Valborg Bentsdóttir og Jóhannes úr Kötl- um snjöll ávörp. Þingheimur söng „Land míns föður“, þjóð- hátíðarljóð Jóhannesar. ja» -4fr fw m Eiríkur Pálsson fundarstjóri þakkaði fulltrúum komuna og vel unnin störf og ámaði þeim góðrar heimferðar og sleit síðan fundi. Þessum sögulega Þingvalla- fundi lierstöðvaandstæðinga lauk jafn ánægjulega og hann hófst, þar ríkti andi samstarfslöngun- ar og baráttuvilja sem gefur fyr- irheit um árangursrikt starf. AEsír og Túnís sameinast? Fréttir hafa borizt um að stjórn Túnis íhugi nú í alvöru að leggja til að Túnis og Alsír verði sameinað í eitt riki. Seg- ir stjórnin að þetta megi verða til þess að tryggja sjálfstæði Alsír og til að binda endi á stýrjöldina þar. Bourgiba Túnisforseti gat þess í ræðu fyrir skömmu, að Túnis væri reiðubúið að gerast aðili að franska ríkjasambandinu, ef :kt mætti tryggja Alsir sjálf- stæði. Hann kvað þjóð sína vera. reiðubúna að leggj.a örlög sin við örlög Alsírbúa til þess að Ijúka styrjöldinni. Skrýtlur Tómas: Hefurðu nokkur i tíma séð þessar vélar, sem geta sagt frá, þegar maður lýgur. Dick: Séð slíkar? Eg er kvæntur einni. Fiskútflutningi loftleiðis hætt, rándýrir ávextir seljast ekki Fólk getur ekki keypt ananas á 104 krónur kilóiS og vínber á 130 Útflutningur á flatfiski loftleiðis er farinn út um þúf- ur, vegna þess að ávextirnir sem áttu að borga brúsann seljast ekki_ Hefur því farið eins og all- ir heilskyggnir menn sögðu fyr| ir, að þessi verzlunarmáti gæti ekki staðizt. Þótt fiskurinn væri vel borg-1 aður, hrökk verðið ekki til að greiða flugvélarleiguna. Var þvi það ráð tekið til að fá farm báðar leiðir að flytja inn ávexti frá útlöndum með sömu vél- um og fluttu fiskinn til Am- sterdam, Zxirich og Manchest- er. En flugflutningurinn gerði ávextina svo dýra að fáir ís- lendingar hafa haft ráð á að leggja þá sér til munns. Víri- ber voru seld á 130 krónur kilóið og nýir anariasávextir eru seldir á 104 krónur kílóið. Fáir vaða svo í peningum að þeir geti leyift' sér að hafa slákan mat á borðum, og hefðu innflytjendurnir átt að geta sagt sér þetta sjálfir. Vísir skýrir frá því í ga-iv að fiskútflytjendur þeir se:n stóðu fyrir loftflutningunur i hafi nú í hyggju að flyt: i flatfiskinn út ísaðan í kös-- um með kæliskipum. Er ætlun- in að safna kældum fiski i frystihús þangað til kominn er skipsfarmur ,og telja útflyt- . endur sig geta komið honuri á markað með nýjabragði með þessu móti. og uppfyllt þam".- ig kröfur kaupenda að loft*- flutta fiskinum. i

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.