Nýi tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 08.09.1960, Blaðsíða 1
Útbreiðið iyreioið 'Nýja timarn tlllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll: TIMIN Nýja tímami Finuntudagur 8. september 1960 — 19. árg, — 22. tölublað iiigiiimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Hálft þriðja hundrað fulltrúa úr öllum landshlutum á Þing- Tallafundi herstöðvaandstæðinga samþykkti í gær einróma eftir- farandi Ávarp til íslendinga: , 17ér höfum komið hér saman til að andmæla hersetu í landi ’ voru og vara þjóð vora við hinni geigvænlegu tortímingar- ihættu sem oss stafar af herstöðvum. T rúm tuttugu ár höfum vér búið að landi voru í tvíbýli við erlendan her, öllu þjóðlífi voru til meins. Erlend herseta er •ekki samboðin frjálsu þjóðfélagi. Áhrif hennar eru djúptæk á mál, menningu og siðferði þjóðarinnar, og má þegar sjá greini- leg mehki þess í aukinni lausung, fjármálaspillingu og mál- skemmdum. Annarlegar tekjur af dvöl hersins og viðskiptum við hann hafa komið gjörvöllu fjármálakerfi landsins úr skorð- um. Stórfelld gjaldeyrissvik og smyglmál, sem rekja má beint eða óbeint til víghreiðursins í Eeflavík, eru orðnir svo hvers- dagslegir viðburðir, að almenningur er hættur að bregðast við þeim sem skyldi. Siðgæðisvitund þjóðarinnar er að verða hættulega sljó, og æ fleiri ánetjast spillingunni og gerast sam- ábyrgir um hana. Tslenzk þjóð og erlendur her geta ekki búið saman 'i landinu * til frambúðar annarhvor aðilinn hlýtur að víkja, nema báð- um verði útrýmt samtímis. Fundarmenn á Þingvallafundi í gærmorgun. Freinst frá vinstri: Magnús Á. Árnason, Björn Guðmundsson, Guðmundur Hjartarson, fyrir aftan hann Sigríður Sæland og henni á hægri hönd Þóroddur Guðmundsson. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Þúsundir á ÞingvölL ■fslendingar hafa aldrei borið vopn á neina þjóð, né lotið her- aga. Þá sérstöða vora meðal þjóða heimsins er oss bæði skylt og annt um að varðveita. Sjálfstæði vort unnum vér án vopna, og án vopna munum vér bezt tryggja öryggi vort á timum sem þessum, þegar langdrægar eldflaugar og vetnisvopn hafa gert allar varnir úreltar. TPrlend herseta býður heim geigvænlegri tortímingarhættu, ef J til átaka kemur milli stórvelda. Á einni svipstund er unnt að granda lítUli þjóð sem oss Islendingum, eins og vopnabúnaði er nú háttað. Og sérfróðir menn fullyrða, að styrjöld með vetn- isvopnum geti jafnvel hafizt fyrir einskæra slysni eða mis- skilning. Tjingvallafundurinn 1960 — skipaður kjörnum fulltrúum her- * stöðvaandstæðirga úr öllum héruðum landsins, úr öllum brýnir fyrir 'íslenzku þjóðinni að gera Framhald á 2. síðu. stéttum og flokkum Þúsundir manna flykkt- ust á útisamkomu her- stöðvaandstæðinga á Þing- Vefstóll sem vegur 25 tonn Um helgina var tekinn í notkun í verksmiðjunni á Ála- fossi nýr .gólfteppavefstóll. Er þetta stærsti vefstóll í notkun hér á landi, vegur 25 iestir, full uppsetning á spólugrindur vegur 2 lestir, en ullarspólurn- ar eru alls 4160 talsins. Vef- stóllinn getur ofið allt að 3,65 m breið gólfteppi. völlum og létu haustgarrajafnt og þétt fram.yfir fundar- veðurfarsins ekkert á sig fá. Vegna þess hve fulltrúafundur- inn í Valhöll stóð lengi drógst byrjun. Þá skipti mannfjöldinrö- þúsundum. Þórarinn Haraldsson bóncli í Laufási stjórnaði fundinum. nokkuð að útisamkoman hæfist. Fuildarmenn voru á þriðja þús- Var klukkan orðin hálffjögur þegar samkoman var sett. Ræðu- stól hafði verið komið fyrir vestan vegarins á bakka Al- mannagjár. Blöktu þar fánar í sunnankalda og snarpar rign- ingarskúrir ’ buldu á skjaldar- merkjum sýslanna. sem reist höfðu verið i hálfhring beggja vegna ræðustólsins, og hlífðar- fötum fundarmanna. Fjöldi langferðabíla og ara^ grúi einkabíla flutti fólk á sam- und. Séð yfir fundarsalinn í Va'.höll. Mikið vantar á að unnt sé að koma öllum fulltrúuni fyrir við borð í aðalsalnum, margir sitja í baksal. í frenistu röð frá vinstri: Einar Bragi, Jón Bjarnason, Sigfús Daðason, Lárus Rist, Þórarinn Haraldsson, Sigurður Sig- urðsson fyrrverandi sýslumaður og Kristín Lofstsdóttir. Lárus og Sigurður eru meðal heiðursgesta Þingvallafundar. (Ljósm. A. K.) Útverðir fró Dröngum komu ó Þingvelli Þingvallafundur herstöðva- andstæðinga heíur snortið djúpa strengi í brjóstum fólks um land allt. Til dæmis komu karl og kona frá Dröngum, nyrzta bæ sem’nú er í byggð áStrönd-. uin, á Þingvöll í gærmorg- un gagngert til að sitja fundinn í Valhöll. Þau eru Anna Guðjónsdóttir og' Kristinn Jónsson. Herstöðvaandstæðingum er sómi og uppörvun að því að einmitt fólk sem af mestri þrautseigju berst gegn eyðingu byggðanna sem hersetan hefur haft í för með sér skuli legg'ja svona mikið á sig til að skipa sér í fylking'u þeirra. Fordæmi útvarðanna frá Dröngum verður mörgum hvöt til dáða.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.