Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 7
af skipsfjöl og geymt þá í einangrun á ökrum í 10 - 14 daga, áður en peim var fargað. Þeir voru ekki látnir koma saman við heimafé. Hér fóru um landið sauðakaupmenn, að haustinu, og völdu úr sauðum hjá bændum. - Komu þeir á hvern bæ? - Það hefur mér skilizt. En pá urðu bændur að vera búnir að smala og taka frá þann hóp, sem peir vildu láta til slátrunar. Nú, sumir þessara sauðakaupmanna, t.d. Coghill, komu hér ár eftir ár og voru búnir að kynnast lífinu hér á islandi og farnir að læra svolítið í íslenzku, að minnsta kosti nægilegan forða af blótsyrð- um. - Og Guðmundur hlær við. En þegar Bretar voru búnir að taka fyrir kaup á þessum slátur- fénaði, þá var reynt aó selja til annarra landa, a.m.k. til Belg- íu. Og þar var hægt að fá markað fyrir fé, en þá var verðið svo lágt, að menn sættu sig alls ekki við það, svo að það varð aldrei úr þeirri sölu. Það var því eins konar dautt tímabil, frá því að sauðasölunni lauk og þangað til rjómabúin lcomu til sögu. Náttúrlega gerðist það fyrir forgöngu og bjartsýni góðra manna, að smjörsal- an komst á. Smjörið varð þá útflutningsvara, að vísu ekki í eins háu verði og danska smjörið. En til Bretlands var það selt. Og mér skilst, að rjómabúin hafi risið upp um meirihluta landsins á fyrsta tug aldarinnar. - Og þá er náttúrlega komið í þitt minni. - Jú, jú. En það gerist nú ýmislegt fleira í þá daga. Það koma skilvindur, og á’hvert heimili, eftir að rjómabúin tóku til starfa. Þær voru nú að vísu komnar áður á þó nokkur heimili. Og þetta mátti telja til mikilla framfara. Á miðjum fyrsta tug þessarar aldar ger- ist það einnig, hér í sveit a.m.k., oa ég hygg að það hafi verið miklu víðar, heldur en hér í Arnessýslu, að tún eru girt með gadda- vírsgirðingum. Og þá er Landssjóður svo vel efnum búinn, - segir Guðmundur og hækkar nú vel raustina, - að hann lánar bændum fyrir efninu. Og það lán var borgað á mörgum árum, með vissu árgjaldi, sem borgað var með þinggjaldinu. Þá var fjöldinn allur af túnum girtur samtímis, því að langflestir tóku Pessu. Hér var ráðinn verk stjóri til að stjórna þessari vinnu. Það var Þorsteinn Finnboga- son. - Já, faðir Katrínar í Fellskoti? - Já, ög þetta gerðist allt á fyrsta áratug aldarinnar. Eiain- lega er þarna því unnið samtímis margt til hagsbóta. Og þá kemur Sláturfélagið - Eftir að sauðasalan féll niður, segir Guðmundur, urðu bara hrein vandræði með sláturféð. Það voru nokkrir kaupmenn í Reykja- vík, sem keyptu að vísu sláturfé og slátruðu úti og seldu bæjar- búum.^En 1907 er Sláturfélag Suðurlands stofnað. £a heyrði bændur, sem fóru með sauði til Reykjavíkur á þessu tímabili, tala um það og segja frá því, að þeir urðu að bíða með rekstrana uppi í Mos- fellssveit. Þá er ég farinn eitthvað að taka eftir því, sem ég heyri, orðinn fimm, sex ára. En þeir grunuðu a.m.k. kaupmenn um að hafa samtök um að flýta sér ekki að kaupa af þeim. Eftir að Sláturfélagið kom, þá komst á þetta skipulag. Deildirnar, sem á var komið, áttu að koma með fé sitt á ákveðnum degi, og það var kostað kapps um, að það stæðist. Og þá var það saltkjötsmarkaður- inn til Noregs, sem var aðalmarkaðurinn. - Já, þetta hafa verið byltingar, náttúrlega. - Ja, mer finnst nu, þegar ég lít til baka, að þessi áratugur

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.