Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 11
9 mundur var stórmerkur maður. -^Já, mér er minnisstætt, að Ögmundur var sá maður, sem síra Eiríkur færði einna fyrst í tal við mig, þegar ég kom að Torfa- stöðum. - Og ég þarf ekki að segja meira, til þess að Guðmundur hlæi með sjálfum sér, en bæti þó við: - Hann fór að segja mér sög- ur af þessum granna sínum og fyrstu kynnum af honum. - Og jú, jú, anzar Guðmundur og skemmtir sér. Þeir eltu nú ólar stundum. - Já, já, en hins vegar virtist honum gersamlega ógleymanlegt drengskaparbragð, sem ðgmundur hafði gert honum, líklega alveg á fyrstu árum á Torfastöðum. - Var það, þegar hann færði honum eldiviðinn? segir Guðmundur, og þekkir söguna vel. En síðan snýr hann talinu að afa sínum og föður Ögmundar: - Friðrik Bjarnason hafði verið smalastrákur hjá afa mínum á Berg- stöðum. Hann spurði mig nú um ætt og uppruna, og þá kannaðist hann fljótlega við þetta. Hann sagði, að þetta hefði verið mesti merkis- maður. Og svo varð ég fyrir sérstöku dálæti hjá honum í Flensborg, sem mér var nú eiginlega hálfilla við, því að svo var mér strítt með þessu. En við héldum kunningsskap, alltaf. Ekki man ég, hvenær Guðmundur, afi minn dó, en ætli hann hafi ekki lifað fram yfir aldamót. Ég held, að á mínum uppvaxtarárum hafi verið hér talsvert kjarn- mikill stofn. Nú, og sumt af þessu var náttúrlega bráðvel gefið fólk, t.d. systkinin frá Kjóastöðum, Egill, Lýður, Margrét og sú fjölskylda. Nú, og þá má nú nefna Gýgjarhól og Gýgjarhólssystkin. En begar ég hugsa til Ungmennafélagsins, sem mér verður nú oft á, þá minnist ég/einnar konu, sem mér finnst alltaf, að Ungmennafél- agið standi í ákaflega mikilli þakkarskuld við. Og bað var Sigríður á Vatnsleysu. - Móðir Krístínar og Þorsteins? - Já. Oft þurfti nú að leita aðstoðar og hjálpar með eitt og ann- að, a.m.k. áður en samkomuhúsið var byggt. Og það var eins í Vest- urbænum. Það var mikil aðhlynning, sem þar var veitt. - Sigurð á Vatnsleysu manstu trúlega vel? - Já, hann var traustur myndarbóndi. Frekar hugsa ég það, að hann hafi verið hlédrægur. Hann gortaði ekki af búskap sínum, hann Sig- urður á Vatnsleysu. - Ég hef heyrt minna um hann talað en Sigríði, enda varð hann miklu skammlífari. Mér er samt minnisstætt, hvað Þorsteinn varð eiginlega bljúgur, þegar hann minntist á föður sinn. Það var greini- legt, að honum var hann hugstæður, segir skrásetjari. Fundirnir i Ungmennafélaginu---------------------— ------------ - Ég veit ekki til, að ungmennafélagsfundir hafi verið haldnir annars staðar með sama formi og hér, heldur Guðmundur áfram. Það byrjaði hver fundur með því,að sunginn var sálmur og lesin hug- vekja. Það var ekki endilega úr neinni húslestrarbóic. Það birtust stundum ræður annars staðar á prenti. Ég man eftir því, að lesnar voru ræður eftir Harald Níelsson, og einu sinni man ég, að lesið var úr Sturmshugvekjum. Svo var oft sunginn sálmur á eftir hug- vekjunni. En síðan byrjaði nú fundurinn með þvl, að lesin var fund- argjörð síðasta fundar, og samþykkt. Þá var lesinn "Baldur", fél- agsblaðið, sem var handskrifað. Þá var á fundunum skipað i þriggja manna framsögunefnd, og að henni kom næst. Og það var náttúrlega ákaflega misjafnt, hvern tima það tók að vinna úr þvi, sem þessir framsögumenn höfðu fram að færa. En fjölbreytni kom i fundinn með þessu móti. Nú, svo var tekið til meðferðar ýmislegt annað, ekki alltaf það sama. Til dæmis var á einum fundi rætt um nýjar bækur, se sem höfðu komið i safnið og verið lesnar. Þetta var þá venjulega

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.