Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 13
íí leysu, minnir mig. - Já, og svo fóru þeir utan, Þorsteinn og Sigurður Greipsson. Og Sigurður gekk á Flensborgarskóla, man ég. - Jú, og var auk þess búfræðingur frá Hólum. - Þetta talar náttúrlega allt sínu máli. Um fénað og fólk Nokkur orð falla um búféð, ræktunina, meðferðina og afurðirnar. Nautgriparæktarfélagið var stofnað á öðrum tug aldarinnar, að frum- kvæði Ingvars á Gýgj arhóli, telur Guö'mundur y Honum blandast ekki hugur um, að framfarir séu orðnar miklar í afurðum, en bó segist hann ekki vita, hvort sauðfjárstofninn, sem nú er í sveitinni, véri nokkuð arðsamari en sá, sem hér var um 1920, við sama atlæti. Hann segir, að þeir menn, sem áður fyrri hafi gert betur við fénaðinn en aðrir, einkum vegna þess að þeir voru dýravinir, svo sem Ögmundur á Reykjum og Skúli, læknir í Skálholti, hafi fengið bað ríkulega endurgoldið. Guðmundur var fyrr á árum langdvölum í öðrum héruðum, norður í Kúnavatnssýslum og vestur í Borgarfirði, en þegar hann er inntur eftir kynnum af fólki á beim slóðum, kýs hann fremur að halda sig í Tungunum. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri var aldavinur hans. - fig þekkti hann, frá því hann var ellefu ára, minnir mig, og var búinn að halda til á heimili peirra hjóna í Reykjavík í prjá- tíu og tvö eða brjú ár. Jú, það hafa alls staðar orðið fyrir mér merkiíegir menn, sem mér eru minnisstæðir, og alls staðar menn, sem ég hefði átt að geta lært eitthvað af. Og maður kemst nú ekki hjá bví að læra af mönnum, þegar maður kynnist þeim, hvort sem maður vill eða ekki. Fn það er nú svona. Nú finnst mér, þegar ég lít svona yfir þetta, að hvert hérað hafi lcannski sín séreinkenni um mannlífið. Til dæmis eru Húnvetningar og Borgfirðingar, sem ég þekki nú talsvert mikið til, ekkert likir. Mismuninum fæst hann þó ekki til að lýsa, en bætir því við, að hann sé ekkert frá því, að Biskupstunaur hafi nú verið dálitið sér- stæðar um mannlíf á æsku- og uppvaxtarárum hans. Já, en í hverju? Hann hlær við og svarar: - Ja, það er nú með að skilgreina það. Einhvern tíma heyrði ég það haft eftir Böðvari á Laugarvatni, að það væri ekki iðkaður al- mennur söngur nema í einni sveit á íslandi. Og þegar hann var innt- ur nánar eftir því, þá voru það Biskupstungur. - Það er nú ekki nokkur vafi á því, segir spyrjandinn, að það hefur verið mikill efniviður hér, að þessu leyti. Og söngur hefur áhrif á fólk. - Já, svarar þá Guðmundur að bragði, og meira en á fólk. Hann hefur áhrif á dýr líka. Um þetta verða nafnar sammála, svo og það, að söngur hafi meiri áhrif á fólk en flest önnur uppátæki manna. - Það var náttúrlega svo, þar sem söngfólk var á bæjum, þá var það, föst venja að syngja ^assíusálmana á föstunni. Annað hvort var sálmur lesinn, eöa hann var sunginn, hvert‘ einasta vers. Enn af alþýðulist, stórkonum, fátækt o. fl-r ------------------------ Guðmundur telur, að helzt hafi það verið Erlendur Björnsson frá Brekku, síðar bóndi og hreppstjóri á Vatnsleysu, sem lék undir, þegar dansað var á samkomum. Síðar eignuðust svo nokkrir Tungna- menn harnóníkur eða dragspil. Þeirra á meðal var hann sjálfur og kveðst eitthvað hafa leikið fyrir dansi. Enn síðar kom svo Eirílcur

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.