Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 10
 broti^og með stóru letri. Ég sá ekki bessa gerð af Nýja testamnenti nema á heimili foreldra minna. Þetta bótti sérstaklega hentucjt, vegna bess hvað letrið var stórt. Nú, en um bessar mundir fór nú að koma dálítið af lesefni, sem var ætlað fyrir börn. Það var t.d. '•Unga ísland"og annað blað, sem hét "Æskan." Og bíðum nú við, svo komu barnabækur eftir hann Sigurbjörn Sveinsson, og á bessu tíma- bili, begar ég er innan við fermingu, komu út bjóðsögur, lítil bók, sem valið hafði verið í af einhverjum mönnum, sem höfðu bók- menntasmekk og töldu ekki siðspillandi, að börn og unglingar læsu betta. Og enn fer Guðmundur nokkrum orðum um nágranna sína með Hlíðun- um, sem voru, að hans sögn merkis menn, - Magnús í Austurhlíð, sem var hrókur alls fagnaðar og söngmaður mikill, Geir í Múla, sem hann kynntist bó minna vegna fjarlægðar, en var að annarra sögn merkasti maður og varð of skammlífur, dó úr taugaveiki 1916, Brynj- ólf Byjólfsson á Miðhúsum og fjölskyldu hans nefnir hann einnig. - Þetta var hollur félagsskapur, segir hann, pegar ég lít til baka, Og pá hefur hann einnig í huga pá, sem síðar námu land með Hlíðum, Gísla og Sigríði í Úthlíð og marga fleiri. Og enn um Ungmennafélagið-------------------------------------—— - Bn bað verður náttúrlega eins konar andleg bylting við stofn- un Ungmennafélagsins. Einkum tel ég nú, að fyrstu árin, begar betta félag var að mótast og festast, hafi verið mikið merkistímaskeið. ^ Voru menn ekki tregir í byrjun að taka til máls og láta að sér kveða? - Jú, og bað var viss tortryggni hjá öldruðu fólki gagnvart bessum félagsskap. Það var ekki hægt að segja, að pví væri almennt tekið tveim höndum. Og ekki er mér alveg grunlaust um, að á sumum heimilum hafi verið heldur lagzt á móti bvx, að yngra fólkið gengi í betta félag. Aftur á móti var sums staðar ákveðin hvatning. - Eitthvað hefur pó t.d. leikstarfsemi tíðkast, áður en Ung- mennafélagið kom til sögu* að sínu leyti eins og söngurinn. - Jú, jú. Ég held, að bað hafi nú verið byrjað á leikstarfsem- inni bannig, að leiknir voru málshættir. Þetta var eiginlega eins konar gáta. Ahorfendur áttu að geta upp á bví, hver málshátturinn væri. Bg held, að Guðni heitinn á Kjaransstöðum hafi verið snjall- astur að finna út, hver málshátturinn var. Svo voru teknar smásög- ur og unnin úr peim leikrit. Og mest held ég, að bau hafi nú starf- að að bví Sigurlaug á Torfastöðum og Sumarliði Grímsson. Þetta voru sögur eins og Marías, Anderson og Vistaskipti eftir Einar Kvaran. - Ferðalög fóru að tíðkast, eftir að Ungmennafélagið var stofn- að. Var nokkuð um ba-u áður? - Ekki man ég nú til bess. En úr bví að kom fram á miðjan annan tug aldarinnar, pá varð petta nokkurn veginn árvisst, að fariö var í ferðalag að sumrinu. En baö var náttúrlega undir veðri komið, hve ánægjulegt petta var. En ef veðrið lék í lyndi, bá var betta að sjálfsögðu skemmtilegt. Ekki má gleyma Ögmundi gamla á Reykjum --------------------------- r Þú hefur nú víðar verið heldur en hér'í Tungunum, og víðar farið og mörgum kynnzt. Það væri nú gaman að heyra svona örlítið af beim mönnum, sem pér eru minnisstæðastir frá lífsleiðinni. - Já, mér er nú minnisstæðast ' petta, sem var að gerast á fyrstu tuttugu árum mínum hér heima. Og nokkra menn hef ég nefnt, og ekki má gleyma Ögmundi gamla á Reykjum, föðurbróður mínum. Ög-

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.