Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 26.05.1984, Blaðsíða 9
að haga æfingum þannig, að lengstu leiðirnar lentu ekki alltaf á sömu mönnum. - Ég hef náttúrlega heyrt minnzt á marga söngmenn og gleðimenn, sem hótti mannfagnaður að, har sem þeir voru. Það hefur nú verið ekki síður samgangur á milli bæja í bá daga heldur en nú er? - Hann var meiri. Hann minnkaði, þegar síminn kom. Það var nú t.d. ef það gerði hjarn að vetrinum, gá járnuðu flestir bændur hesta. Það var nú þetta, að enginn vissi, hvenær yrði að grípa til hests og sækja lækni, svo að þetta var alveg nauðsyn. Björn á Brekku i Reykjavik------------------------—---------------- - En ég ætlaði að segja bér, af því að við minntumst á hann Björn á Brekku, að hann fór nú náttúrlega til Reykjavíkur, eins og aðrir bændur, til aðdrátta. Auk þess var hann þar eitthvað og lærði bókband og eitthvað á orgel samtímis. Björn var kirkjurækinn, oct ef svo stóð á, að hann var í Revkjavík um helgi, þá fór hann að sjálfsögðu til messu og söng á&ia messuna. - Og hann hefur vakið athygli, trúlega? - Já. Ég hef þetta eftir Árna, sem var kirkjuvörður Dómkirkjunnar ar, að einu sinni sem oftar þá er Björn á sunnudegi í Reykjavík, og það er byrjuð messa, þegar hann kemur í kirkjuna. Hann kemur þar á sínum ferðafötum. Og ekki veit ég, hvaða sálmur það hefur verið, sem verið var að syngja, en hann er kominn eitthvað upp í stigann, þegar hann tekur bassann. Og Árni sagði, - ekki mér reynd- ar, en fólki, sem ég þekki, að hann héldi, að allir hefðu snúið sér við í kirkjunni, til að athuga, hvaðan þessi rödd kæmi. Að þess- um sálmi loknum, hélt hann svo bara upp á loft, í sönghópinn. Og margir eldri Reykvíkingar, þeir þekktu Björn. Þeir vissu, hvaða maður þetta var. - Og hann var ekki bara söngmaður, heldur skemmtilegur maður, segja allir. - Mikil lifandis ósköp. Hann var heillandi maður, prýðilega gef- inn, gleðimaður mikill, og hann var fyrir alla. - Enginn stórbokki? - Nei, hann gat blandað geði alveg eins við gamalmennið, eins og barnið. í föðurhúsum og á bernskuslóð -------------------------------------- - Ja, hvar erum við nú staddir? - Einhvers staðar þarna með Hlíðunum, á bernskuslóðum. Það hefði nú verið fróðlegt, ef þér sýndist svo, að þú minntist aðeins á bernskuheimili þitt og foreldra þína. - Ég hugsa, að þetta fólk, sem var á líkum aldri og foreldrar mínir, hafi nú fengið nokkuð svipað uppeldi. Það var alið upp í guðsótta og góðum siðum, eins og það var kallað í þá daga. Kirkju- sókn í Tungunum hygg ég að hafi verið svona í meðallagi. Sveitin var ákaflega erfið til samgangna. Ég hygg, að foreldrar mínir, bæði, hafi verið alin upp við vinnusemi og hófsemi, að fara vel með fjár- muni. Bókhneigð hafa þau líklega verið. Húslestrar voru iðkaðir all- an veturinn. En það vildi nú kannski truflast á sunnudögum með hús- lesturinn vegna gesta. Margir þeir,sem fóru milli bæja, voru nú eitthvað við skál. - Móðir þín var frá Kjarnholtum og faðir þinn frá Bergstöðum? - Já. Nú, en hvernig er það? Er það ekki 1907, sem fræðslulögin fyrstu eru sett? Þá fer að koma nokkur skipan á þessa farkennslu. Faðir minn kenndi mér nú, held ég, að lesa, og undirstöðu í reikn- ingi. - Mannstu nokkuð á hvaða bækur þu lærðir að lesa? - Já, Nýja testamentið. Það var til Nýja testamenti í stóru

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.