Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1950, Síða 18

Skólablaðið - 01.10.1950, Síða 18
/ I. Nu er rektor fyrir nokkru heim kom— inn úr sinni vestanreisu, þótt hann hafi ekki enn getað tekið til starfa, sakir sjúkleika, Bíða nemendur 'hans, sem í heilan mánuð hafa hrærst í lífsins vellystingum, nú í angist þeirra stunda, er hann tekur að uppfræða þá með amerískum hraða og út- troða höfuð þeirra með vísdómi sínum. Þrátt fyrir þetta hjóðum við rektor velkominn og vonum að hann nái fullum bata sem fyrst, II. Margar raddir heyrast nú um það, að lítill dugur só í 6, bekkingum móts við það, er eitt sinn var. Sakna menn þar einkum gangaslaganna og annarra góðra siða, svo som þeim, að ryðja mönnum út í longu frímínútunum. Hins vegar segja aðrir, að eins og nú só ástatt, hafi menn ekki efni a að láta tseta sundur klæði sín. Ennfremur sóu menn yfirleitt ekki svo frýnilegir útlits, að á það sé bætandi með glóðar- augum, svöðusárum og fleiri skreytingum. III. Tvær skemmtanir hafa verið haldnar hór í skólanum í vetur, fyrsta dansæfing vetrarins og eitt kynningakvöld. Voru þær báðar f jölsóttar, en eklci hafa for- ráðamenn þeirra verið sem ánægðastir með hegðan manna á þeim, enda hafa margir hverjir kært sig kollótta um virðulegar reglugerðir, aðrir borið of litla virð- ingu fyrir hurðarslcrám og því um líku en sumir verið eldhræddir í meira lagi. Hefur þetta að vonum valdið miklu hneyksli og hefur inspector scholae m.a. hótað að láta dansnefnd hafa hemil á hinum ósiðsömu, en þá þykir oss skörin fara að færast upp í bekkinn. IV. í ''Pramtíðinni" hefur verið haldinn einn mikill og merkilegur fundur. Var umræðuefnið Strið og friður. Var hann fjölsóttir og umræður fjörugar. Eins og að líkum lætur voru skoðanir manna mjög skiptar og gat enginn samfært annan fremur en endranær. Hinir vitrari ræðu- menn hættu því brátt þessu fávíslega orðagjálfri, en hófu máls á því, hverjir væru fífl og asnar og hve oft sumir hefðu fallið á prófum og þar fram eftir götun- um. Annars hefur fundur þessi haft miklar og margvíslegar afleiðingar og er ekki enn séð fyrir endann á þeim að- gerðum. V. £ degi sameinuðu þjóðanna flutti prófessor Ólafur jóhannesson fyrirlestur í hatxðasal skólans. Var svo að sjá, ■ sem hann væri ákaflega vinsæll af nem- endum, því að þeir glöddust ósegjanlega, þegar fréttist um komu hans. Virtust lcennararnir hálfvegis öfunda hann af vinsældum hans og kvað þá sumum þeirra hafa dottið í hug, að reynandi væri að fa hann sem kennara við skólann og vita hvort lýðhylli hans minnkaði þá ekki. Prófessorinn gaf greinagóða skil- greiningu á neitunarvaldi stórveldanna, þótt sumum pólitískum áhugamönnum þætti hann ekki draga nóg þeirra taum. .

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.