Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 6
6 LAUGA GAMLA Inngangur Sigurgeir Kristjánsson frá Felli, nú ,,olíufursti“ í Vest- mannaeyjum, var fæddur og sleit bamskónum í Hauka- dal. Kunnugt var að hann hafði ort kvæði um Guðlaugu Runólfsdóttur, sem oftast hefur verið kennd við Ibrtu. Þess var farið á leit við hann að fá það til birtingar í L.-B. og svo talaðist til að hann skrifaði einnig grein um hana. Varð Sigurgeir góðfúslega við þessu. Bréf til ritstjómar fylgdi, og er niðurlag þess á þessa leið: — Þá rifjaðist upp fyrir mér vísa, sem ég lærði ungur og læt hana fylgja. Lauga í Tbrtu í lífsraunum ljómar varla af gleði. Karlmannslaus í kofunum, kúrir ein á beði. Greipur bróðir telur að vísan sé eftir Kristján á Gýgjar- hóli. Orðlengi þetta ekki frekar, bið að heilsa í sveitina. Sigurgeir Kristjánsson. Hún kvartaði aldrei Guðlaug Runólfsdóttir var fædd í Holti í Álftaveri 12. ágúst 1862. Foreldrar hennar vom Runólfur Ámason bóndi í Holti og kona hans Þómnn Guðmundsdóttir. Þau eignuðust sex böm og var Guðlaug fjórða í röðinni. Eldri vom, Guðmundur, Árni og Elín, en yngri bömin, ísleifur og Rúnhildur létust bæði á fyrsta ári. Guðlaug elst upp hjá foreldrum sínum í Holti fram undir fermingaraldur, en er skráð tökubam að Snæbýli árin 1875 til 1879. Þá fer hún aftur að Holti og síðan vinnukona á nokkmm bæjum næstu árin. Árið 1892 er hún enn kom- in heim að Holti, og vinnur hjá foreldmm sínum, síðan hjá Guðmundi bróður sínum, sem virðist hafa tekið við bú- skapnum 1897. Það gerist svo árið 1899, að þau taka sig upp, systkinin og móðir þeirra og fly tja búferlum að Úthlíð í Biskupsmngum. Runólfur, faðir þeirra flutti ekki með þeim, hann lést aldamótaárið 1900, vinnumaður í Suður- yík. Ámi bróðir þeirra systkina hóf búskap í Mýrdalnum. Á uppstigningardag 16. maí 1901 fór hann ásamt mörgu fólki í kaupstaðarferó til Vestmannaeyja. Skipið fórst skammt utan við lendingu hér í Eyjum. Þar fórust 27 manns og var Ámi meðal þeirra. Einum manni varð bjarg- að af kili. Ámi lét eftir sig sambýliskonu, Elínu Run- ólfsdóttur og tvo unga syni, Kjartan og Vilhjálm. Þómnn móðir systkinanna frá Holti lést í Úthlíð 12. júní 1906. Eins og fram hefur komið, hefur Guðlaug verið komin fast að fertugu þegar hún flytur að Úthlíð. Af henni hefi ég litlar spumir næstu áratugina. Á manntali árið 1900 er hún skráð vinnukona í Austurhlíð. Mætti geta sér til, að hún hafi unnið á heimilinu í Úthlíð á sumrin, en leitað sér fanga annarsstaðar á vetmm. Runólfur, frændi hennar hefur sagt mér, að hún hafi verið niður í Flóa, hlutakona á Stokkseyri og ekkert gefið karlmönnum eftir við fisk- vinnu. Það kæmi heim við hennar skapgerð, að láta ekki sinn hlut eftir liggja. Þar var Guðlaug til heimilis hjá ísólfi Pálssyni, lærði til sauma, keypti sér saumavél, sem hún átti til æviloka, og var vélin þá enn nothæf. Guðlaug var vel vinnandi við tóskap, spann á rokk og prjónaði í höndun- um. Hún var greind, skaprík og kvartaði aldrei. Árið 1907 flytur Guðmundur Runólfsson að Bryggju, en hvort Guðlaug fór þá með honum þangað veit ég ekki, en 1910 er hún skráð bústýra hjá bróður sínum í Bryggju. Guðmundur lést 11. febrúar 1916. Dóttir hans var Guð- rún, búsett í Reykjavík, sem lést í janúar s.l. hátt á tíræðis- aldri og Runólfur bóndi í Ölvesholti. Heimildir mínar að framansögðu eru ættfræðibækur Bjöms Magnússonar, Vestur-Skaftfellings. Það fyrsta sem ég man, að ég heyrði minnst á Guðlaugu Runólfsdóttur, var að hún væri einsetukona einhversstað- ar suður á sveit, í daglegu tali kölluð Lauga í Tbrfastaða- koti. Kom þá fram, að hún væri sérstæð persóna m.a. að hún gengi í karlmannsfötum og riði klofvega. Nú þætti það ekki tiltökumál, en framan af öldinni gengu konur í síðum pilsum og riðu í söðlum. Nú em söðlar safngripir og síðu reiðpilsin heyra sögunni til. Þá kom það fram að Lauga í Tbrfastaðakoti bjargaðist vel af eigin rammleik og léti hvergi á sig halla, hvorki í orði né verki. Skipti þá ekki máli við hvem hún átti, eins og kom fram einhvem tíma þegar sló f rimmu við prestinn á Tbrfastöðum og hún sagði: , .Helvítið yðar“. Já, hún gleymdi ekki að þéra prestinn þó að hitnaði í kolunum. Ég held ég muni það rétt, að Lauga hafi flutt að Tbrtu vor- ið 1926. Það var þá um haustið, sem okkar persónulegu kynni hófust. Það var jafnfallinn snjór og ég rölti eitthvað norður fyrir bæinn í Haukadal og sá þá gömlu konuna norðan við Beiná með fjárhópinn sinn, sem ekki vildi leggja í ána. Ég fór til hennar og okkur tókst að koma kind- unum yfir ána. Morguninn eftir kom svo Lauga heim til okkar, og þegar hún var sest á eitt rúmið í baðstofunni dregur hún mórauða ullarvettlinga af höndunum og gefur mér fyrir ómakið. Það vom hlýir og góðir vettlingar og mér er þetta minnisstætt þó langt sé um liðið. Ég held að hún hafi líka munað eftir þessu, því hún ávarpaði mig síðan, „Siggi litli minn.“ Jörðin Tbrta var kotbýli norðan við bæinn í Haukadal. Þar var torfbær, að þeirrar tíðar hætti sæmilega stæðilegur. Baðstofan var alþiljuð, nokkuð rishá og rúmgóð. Að sjálf- sögðu var hlóðareldhús og hékk hangiket í rjáfri. Úm- gengni í bæjarhúsunum var þokkaleg hjá gömlu konunni enda heyrði ég aldrei að hún væri orðuð við sóðaskap. Jarðareigendur, sem vom Kjarnholtamenn, heyjuðu túnið fyrir sig og ég held að leigan hjá Laugu gömlu hafi helst verið að verja það fyrir ágangi. Bústofninn hjá Laugu gömlu var um fjörutíu kindur, þar af fáeinir sauðir. Einhvem veginn tókst henni að reita sam- an heyfeng fyrir fénaðinn, þó slægjur væm rýrar. Hund átti hún og beitti honum óspart til að verja berjumar sínar. Þá var það hesturinn hann Lýsingur, mikill uppáhalds- gripur, að mestu brúkunarlaus og gekk aldrei úr holdum, en hún kallaði hann „blessuð beinin." Venjulega kvað Lauga fast að orói, en þegar hesturinn barst í tal dró hún af og varð þá framburðurinn bledduð beinin. Þá hafði Lauga talsverða garðrækt, kartöflur og rófur, svo samanlagt var þetta talsverður búskapur fyrir eina mann- eskju. Eins og fram er komið hafði Lauga enga málnytu og af þeirri ástæðu kom hún öðm hvom heim að Haukadal með lítinn blikkbrúsa og hafði þá sama formála við Guðbjörgu móður mína: ,,Ég er með sníkjubrúsann Bagga mín.“ Það var þó fjarri skapferli gömlu konunnar að sækja neitt til annarra án þess að gjalda fyrir það. Hún vann fyrir mjólk- urlögginni með því að hjálpa til við garðræktina, sérstak- lega að reita arfann. Þannig held ég að hún hafi lagt hönd að verki á fleiri bæjum, þegar hún var á ferðinni fram á

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.