Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 25
FRÉTTIR
Silungseldi
Nú í vetur hófst tilraun á eldi á bleikju á þremur stöðum
hér í Ámessýslu. Það er Veiðifélag Amesinga, Búnaðar-
samband Suðurlands og Veiðimálastofnun sem standa að
henni. Niðurstaðan á að segja hvort eldi á bleikju í slátur-
stærð sé hagkvæm. Bera á saman eldi í köldu vatni og upp-
hituðu, söltu og ósöltuðu.
Klakfiskur var tekinn úr Brúará í september. Startfóðrun
stendur nú yfir í febrúar og mars í 'IUngufelli í Hruna-
mannahreppi, hjá Laugarlax og á Spóastöðum. Þegar þeir
eru komnir á ætið (startfóðrun lýkur), er eldisfóðrunin
auðveldari. Þá er hugmyndin að dreifa tilrauninni á fleiri
staði og bera saman mismunandi aðstæður. Silungur vex
mun hraðar en lax við lágan hita (4 til 8 gráður) og gefur
því meiri möguleika þar sem upphitun á vatni er ekki
möguleg. Verð á silungi hefur verið lágt í samanburði við
lax fram að þessu, en nú síðustu ár hefur verðmunur
minnkað og því hefur vaknað meiri áhugi á honum.
Bleikja er óþekkt á stóru fiskmörkuðunum og er því ef-
laust erfiðleikar að koma upp eftirspum. Norðmenn
kynna bleikjuna sem drottningu norðursins, ómengaðan
fisk sem alinn er upp á norðlægum slóðum. Þessi tilraun
er áhugaverð fýrir Biskupstungnamenn, því mikið er til af
lindarvatni sem hugsanlega hentaði vel.
Þ.Þ.
Umbætur við
Geysi
L.B. hafði samband við Má Sigurðarson varðandi um-
bætur á Geysissvæðinu fyrir sumarið. Núna standa yfir
framkvæmdir við nýja anddyrið, þar sem bætt yrði úr sal-
emisaðstöðunni á svæðinu og sett upp minjagripaverslun.
Auðvitað kallaði þetta á nýja aðkeyrslu sem bætt yrði úr
fyrir sumarið. Einnig stefndi hann á að endurbæta sund-
laugina og búningsaðstöðuna.
Einnig stæðu til betrumbætur á sjálfu hverasvæðinu,
hellulagningar o.fl.
Sem sagt, allt útht fyrir að innan tíðar verði geysihuggu-
legt við Geysi.
Kerra undir
snjósleða
Nokkrir vaskir félagar úr Slysavamasveitinni hafa að
undanfomu unnið að því að smíða kerra undir snjósleða
sinn. Mikil þörf er fyrir hana, því eins og staðan er í dag,
þá er ekki hægt að koma vélsleðanum af stað í skyndi,
nema snjór hggi yfir mest allri sveitinni. Sleðinn er geymd-
ur í slökkvistöðinni í Reykholti og verður hafður þar á
kermnni í framtíðinni, reiðurbúinn til björgunarleið-
angra, hvert sem verkast vill.
Svona verkfæri kostar alltaf sitt og er talið að efniskostn-
aður sé ekki undir 50 þúsund krónum, ef allt þyrfti að
kaupa, en töluvert er gefið af efni, og er þá vinnan ótalin.
Öll aðstaða til kerrusmíðarinnar er fengin hjá Bjama á
Brautarhóli og þegar blaðamaður L.B. leit þar við fyrir
skömmu, vom þar að verki Snorri á Tjörn, Ragnar og Guð-
jón í Reykholti og var smíðin vel á veg komin.
S.J.S.
VERND
GEONVA
TRYGGING HF
AUSTURVEGI22 800SELFOSS SÍMI99-1666