Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 12
12
EINS OG MÉR SÝNIST
Guðrun Snorradóttir:
Vorið er á næstu grösum. Allt fer að vakna til lífsins og
fólk fer að dusta rykið af ferðagallanum og streyma út á
þjóðvegina. Umferðin um sveitina verður mikil, bflar og
rútur í tugavís á miklum hraða. Sólrikir sumardagar geta
verið verstir, þvi þá sést stundum ekki út úr augum vegna
rykmakkarins. En það eru fleiri á þjóðveginum en bílamir
og rútumar. Hverjir? spyrð þú. Jú, börnin okkar í Reyk-
holti. Þau hjóla eftir þj óðveginum og oftar en ekki á honum
miðjum. Hver segir að þau muni alltaf eftir að vera í veg-
kantinum, hann er líka lausari í sér og þar af leiðandi erf-
iðari yfirferðar. Blindhæðin getur líka orðið þeim hættuleg
svo og rykmökkurinn þegar hann blindar þau. En hvað er
til ráða? ■
Besta lausnin ætti að vera göngustígur, malarborinn, frá
,,aðalhverfinu“ yfir á ,,Dalbrúnarsvæðið“. Hreppsnefnd
samþykkti þá hugmynd hverfisfélagsins, en á þann veg
auðveldastan og ódýrastan að byggja bara tvær brýr og
hlið, s.s. engan malarstíg. Ég tel að það sé léleg lausn á
stómm vanda og vona að þessi pistill opni augu ráða-
manna fyrir varanlegri lausn, eigi síðar en á komandi vori.
Við getum hugsað okkur hvemig sé að hjóla á grasi eftir
t.d. margra daga rigningu, það er ekki geðslegt, það vita
allir og hvað gera börnin okkar þá? Vaða þau drulluna?
Nei, varla, þau hætta bara að nota göngustíginn og hjóla
þjóðveginn, ekki satt. Malarborinn göngustígur er eina
lausnin, þó það komi til með að kosta eitthvað. Em bömin
okkar ekki þess virði? spyr ég ráðamenn sveitarinnar. Það
mætti líka hugsa aðrar leiðir, svo sem lægri hámarkshraða
á þjóðveginn frá t.d. Brautarhóli upp að Fellsgili, nú ogeða
hraðahindranir, hver segir að hraðahindranir eigi bara
heima á malbikinu.
Nú kann einhver að spyrja hví bömin séu ekki meira á
leiksvæðum þeim ætluðum. Nú, því er auðvelt að svara.
í Reykholti er ekki leiksvæði fyrir bömin. Hverfisfélagið
fór þess á leit við hreppsnefnd að þeir létu okkur eftir smá-
skika fyrir leikvöll, við því hafa ekki borist skýr svör.
Ekki þarf hreppurinn að punga út fýrir leiktækjum né
girðingu leiksvæðisins, né öðm honum viðkomandi.
Félagið ætlar að sjá um það, okkur vantar bara pláss. Það
virðist hafa gleymst í skipulagi hverfisins að í því myndu
búa böm og ég sem hélt það heyrði fortíðinni til, því t.d.
síðastliðin 15 ár hafa ekki verið skipulögð hverfi á Reykja-
víkursvæðinu öðruvísi en með góðu og ömggu leiksvæði
fyrir böm. Ykkur finnst kannski frekt af mér að miða við
Reykjavík í þessu sambandi, en því ekki það? Ég hélt og
held enn að þeir aðilar sem skipuleggja heilu hverfin og
sveitimar, hljóti að ganga út frá svipuðum forsendum í
uppbyggingu íbúðarsvæða. Munum að bömin okkar erfa
landið, búum þeim ömggt skjól.
1 eldri hluta Reykholts hefur verið komið upp götulýs-
ingu og bundnu slitlagi. Gott er það, en það þyrfti lýsingu
á göngustíginn og yfir í Dalbrúnarhverfið. Það verður að
fara að gera þetta að almennilegum kjama, ekki enhverri
lágkúm í afdölum.
Lítum yfir á Flúðir, fyrir 14 ámm síðan kom ég þangað
og var margt þar líkt og hér er nú, en hvað sá ég 10 ámm
seinna? Jú, blómlegt sveitaþorp sem Hreppamenn geta
verið stoltir af. Þar úir og grúir af athafnasömu fólki sem
hefur skilning ráðamanna og við missum ár hvert fullt af
ferðamönnum úr okkar sögufræga hreppi yfir á Flúðir og
þangað renna peningar túristanna , ,okkar“, því þeir komu
hingað til að sjá Skálholt, Gullfoss og Geysi, en eta og jafn-
vel gista og kaupa minjagripi á Flúðum. Ér þetta hægt, eða
hvað finnst ykkur?
BÆNDAVISUR
Á síðasta þorrablóti voru fluttar vísur sem Halldór
Þórðarson á Litla-Fljóti setti saman um nokkra bændur í
Bræðratungusókn. Okkur fannst vel við hæfi að birta vís-
umar í Litla-Bergþóri og fara þær hér á eftir. í leiðinni vilj-
um við beina því til allra sem vita um, heyra, nú eða yrkja
tækifærisvísur að við þiggjum með þökkum allt slíkt.
I Túngusókn er táplegt lið
tekur höndum saman.
Heldur þessum sveita sið
að setja hér upp gaman.
Svein í Túngu segja menn
sæmdar kónginn fjalla.
Hefur þessi höfðingi enn
heldur margt að bralla.
Svona er hann Sævar nú
sem á Hvítárbakka
settist að með sæmdar frú
og sólskinsbrúna krakka.
Bama bflnum beitir fast
bliknar ei þó snjói.
Ekki fær hann á sig last
auminginn hann Bói.
Guðbjartur er glettinn kall
góð er sögð hver stundin,
ef endist hún í eitthvert brall
og að sinna um hundinn.
Kristján mætur Kristjáns bur
kúrir holti í Borgar.
Seggur sagður sjóvanur
sáralítið dorgar.
Koma vil ég Króki að
kalt þar Fljótið streymir.
Þarfur búi á þessum stað
þykir vera Heimir.
Á Bergsstöðunum býr einn best
brattur ættarlaukur.
Hefur kindur hund og hest
höfðinglegur Haukur.
Á Drumboddsstöðum Svavar sjá
seggir eftir vonum.
Eru gæðin ekki smá
afurða hjá honum.
Fleiri ekki tíni til
tel ég þetta nægja.
Gerið þið nú glásum skil
gestir allra bæja.
HÞ