Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 19
19 SVEITASTJÓRNARMÁL Gjöf til bygginga íbúða fyrir aldraða Hjónin í Bergholti, Magnhildur og Sveinn, hafa ætíð sýnt málefnum aldraðra hér í sveit sérstakan áhuga. Þau voru miklir hvatamenn að byggingu Bergholts og studdu hana með stórum fjárfram- lögum og vinnu. Hinn 10. febr. síðastliðinn, afhentu þau hrepps- nefndinni sparisjóðsbók með einni milljón króna, sem varið skyldi til byggingar íbúða fyrir aldraða í Reykholti. Hreppsnefndin þakkar þessa höfðinglegu gjöf og þann stuðning við aldraða sem í henni felst. Gísli Einarsson. Bygging þjónustuíbúða fyrir aldraða Á fundi hreppsnefndar 10. febr. var samþykkt að hefja undirbúning að byggingu annars áfanga íbúða fyrir aldraða í Reykholti. Ráðgert er að byggja hús með 4 íbúðum eftir sömu teikningu og Bergholt. Þó á að kanna mögu- leika á því að hafa bflageymslur undir húsinu og ef til vill einhverja vinnuaðstöðu. íbúðimar verði , .þjónustuíbúðir aldraðra", söluíbúðir. Þessar flbúðir hafá nokkum forgang í húsnæðis- lánakerfinu og mun hreppurinn annast alla útveg- un lána sem eru til 40 ára með 3,5% vöxtum. Útborgun ætti flestum að vera viðráðanleg. Þeir ganga fyrir kaupum sem orðnir em 60 ára. Ennfremur hefur hreppsnefndin sótt um bygg- ingu fjögurra kaupleiguíbúða, verði lög um þær samþykkt nú á Alþingi. Þeir sem áhuga hafa fyrir þessum íbúðum hafi samband við oddvita, sem veitir allar nánari upp- lýsingar. Gfsli Einarsson. Byggðaáætlun Með bréfi dagsettu 25. nóv. sl. fóm oddvitar Skeiða-, Gnúpverja-, Hmnamanna- og Biskups- tungnahrepps þess á leit við Byggðastofhun að hún kanni möguleika á því að gera byggðaáætlun fyrir hreppana. Við afgreiðslu starfsáætlunar stofhunarinnar fyrir árið 1988 samþykkti stjóm hennar að unnið skyldi að þessu verkefhi. í áætlunum sem þessari er fjallað um núverandi ástand í viðkomandi byggðarlagi, möguleika þess og takmarkanir. í niðurstöðum þurfá að hggja fyr- ir samræmd markmið sveitarstjóma og rflds- valds. Til þess að svo megi verða þurfa fagráðu- neytin að fjalla um einstaka þætti áætlunarinnar á vinnslustigi. Byggðaáætlanir skulu unnar í sem nánustu samráði við heimaaðila og því hefur Byggðastofn- un farið þess á leit við viðkomandi hreppa að þeir tilnefni hver um sig einn mann í starfshóp um þessa byggðaáætlun. Hreppsnefndin hefur tilnefnt Þorfinn Þórarins- son í þennan hóp. Gísli Einarsson. Eftirlitsmaður Hreppsnefndin hefur ákveðið að ráða mann til eftirlits á afréttinum í sumar. Ætlunin er að ráða mann í 5—6 vikur. Hann hafi bfl og farsíma og selji gistingu í sæluhúsunum í Hvítámesi, Svartár- botnum og Fremstaveri. Ennfremur selji hann hestamönnum hey og aðstöðu á áningarstöðum, veiti þeim aðstoð og leiðbeiningar. Markmiðið er með þessari tilraun að bæta um- gengni og meðferð lands á þessari fjölfömu ferða- mannaleið og veita ferðamönnum þjónustu. Þeir sem kynnu að hafá áhuga fyrir þessu starfi hafi samband við oddvita. Gísli Einarsson. Mjög fjölbreytt úrval afhár- og snyrtivörum. 20 ára þjónusta í miðbœnum ;#h Rakarastofa IM/Jí Björns Gíslasonar ^Eyravegi 5 - Selfossi - sími 2244

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.