Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 11
11 því ég fékk það tilboð í hann að ég varð að láta hann þó mér væri það ekki ljúft. Ég var kominn í skuldabrask að byrja búskap og alvara lífsins að heimta af mér völdin. Við riðum nú austur yfir Vatnsskarð, komum að Vatns- hlíð. Þar bjó Herdís Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum og Pét- ur maður hennar. Þama var ég vel kunnugur, hafði þar oft komið. Þama nutum við góðgerða og glaðværðar um stund. Svo lögðu þau hjón á gæðinga sína og fylgdu okkur úr hlaði. Nú skein við sólu Skagafjörður, fómm framhjá Vatnsskarði og svo út Sæmundarhlíðina til Sauðárkróks. Við stönsuðum stutt á Sauðárkrók, komum á Hótel Tinda- stól, þar var ég kunnugur, því ég hélt þar til um tíma vorið 1924. Svo komum við til Sveins gamla frá Mælifellsá, sem lengi verslaði í söluturninum í Reykjavík, en var nú með búðarholu á Sauðárkrók. Hann gaf okkur sitt af hverju góðgæti í nestið. Þeir vom góðir kunningjar, faðir minn og Sveinn og hann lét mig njóta þess. Nú var haldið austur yfir Héraðsvötn til Blönduhlíðar. Komum við rétt um miðnætti að Framnesi. Þar bjuggu systkinin Bjöm Sigtryggsson og Helga. Bjöm var skóla- bróðir Munda frá Flensborg og minn frá Hólum. Þama var rekið suður á heiði um morguninn. Við fengum góða haga fyrir hestana og vomm þama í besta yfirlæti til morguns. Þá var nú ferðinni heitið til Hóla í Hjaltadal, þangað kom- um við síðla dags og þar tóku á móti okkur Tómas Jó- hannsson og Ásta Magnúsdóttir. Tómas var kennari á Hól- um þegar ég var þar vetuma ’24—5. Annars höfðu orðið þama mikil umskipti á ekki lengri tíma frá því að ég var þama. Gamla skólahúsið brann 1926, en nú var búið að reisa stórt íbúðar- og skólahús úr steinsteypu, búið að skipta um flest starfsfólk og skólastjórn. Við nutum mik- illar gestrisni þarna hjá Tómasi og Ástu. Þess skal getið að Ásta var systir Ólafs Magnússonar frá Mosfelli, söngvara, og Guðrún Tómasdóttir söngkona, barn Ástu og Tómasar. Við áttum þama góðan dag og skemmtilegann, fómm ekki þaðan frá Hólum fyrr en liðið var á dag og þá yfir í Kol- beinsdal því við vomm búnir að ákveða að fara Heljardals- heiði. Höfðum frétt að þar hefði verið farið yfir nýlega með hesta. Það var mikill jökull á heiðinni, svo að símastaurar vom sumsstaðar rétt í kafi. Það var blindþoka uppi á heið- inni en við höfðum nýlega hestabraut, en það óð talsvert í jökulinn og var seinfarið. Ekki man ég nú hvað við vomm lengi yfir heiðina en ég gæti haldið svona 4 tíma. Nú kom- um við niður í Skíðadalinn sem er fremsti hluti Svarfaðar- dals en er nú úr byggð. Þama höfðum við ágæta haga fyrir hestana og tjölduðum þama og lágum af um nóttina. Dag- inn eftir riðum við út Svarfaðardalinn og til Akureyrar í sól og blíðu. Við riðum talsvert um bæinn og komum þar í búðir, keyptum ferðakort og ýmsan beislaútbúnað þurft- um við að láta endurbæta. Annars stönsuðum við stutt á Akureyri. Nú var ferðinni heitið til Húsavíkur og á þeirri leið bar ekkert sérstakt til tíðinda. Fómm framhjá höfuðbólinu Laxamýri, þar sem Jón Þorbergsson bjó þá. Ég mundi eftir honum þegar ég var lítill drengur og trítlaði með Jóni og pabba í fjárhúsin, þegar Jón var að taka og merkja undan- eldisæmar. Nú var Jón ekki heima svo ekki varð úr stansi. Á Húsavík var þá kennari Vilborg Ingimarsdóttir frænka mín og systir Guðmundar og fómm við að hitta hana og varð með okkur fagnaðarfundur. Gistum við þama í 2 næt- ur og vomm í fæði hjá sýslumannshjónunum, Júlíusi Haf- stein og frú. Þar var tekið á móti okkur af mikilli alúð. Þetta vom stórmyndarleg hjón en sýndu ekki af sér neinn stórbokka brag. Nú fómm við að athuga ferðakort og gera áframhaldandi ferðaáætlun og talaðist þá svo til að með okkur ferðuðust í 2 daga 3 stúlkur, ef við gætum lánað þeim hesta og svo varð. Þær vom Vilborg frænka, Lára kennslukona og Ragnheiður Lára Hafstein, sem varð kona Jónasar Sveinssonar læknis. Hún var þá unglingur innan við tvítugt, glæsileg og skemmtilegur ferðafélagi. Ekki man ég alveg að rekja okkar ferðaslóðir, en nefni hér heltu staði sem við komum á: Ásbyrgi, Dettifoss, Hólmatungur og Hljóðakletta í Kelduhverfi, þar sem vom góðir hestahagar, við tjölduðum, borðuðum oghituðum og lágum þar af um nóttina. Um morguninn kom til móts við okkur maður og keyptium við Mundi af honum hest, lögð- um saman í hann því maður var nú orðinn heldur auralít- ill. Hesturinn var enginn reiðhestur duglegur, en mátti nota hann í allt og fyrir drátt. Nú var haldið til Mývatnssveitar og skoðað þar allt það helsta, sem mér er nú erfitt að greina frá. í Reykjahlíð vor- um við um nóttina og við sömdum um það um kvöldið að fá ferju út í Slúttnes um morguninn. Þangað var gaman að koma, fjölbreytt fuglalíf og margt að sjá, sérstaklega fjöl- breyttur og fallegur gróður. Nú var ekki um annað að gera en að drífa sig af stað og forða sér undan ílugunni sem var alveg óþolandi. Nú var haldið að Mýri í Bárðardal, þar sem leiðir okkar skildu, því þangað kom bíll og sótti stúlkumar og af inni- leik kvöddumst við og þökkuðum samvemna. Bíllinn þaut af stað og við á bak og riðum austur yfir Skjálfandafljót. Næsti áfangi var í Kiðagili, þar sem við höfðum náttstað. Þama höfðum við sæmilega haga fyrir hestana, heftum þá og skiptumst á að líta eftir þeim um nóttina, en þeir vom furðu rólegir. Snemma morguns var lagt af stað á Sprengi- sand, löng og leiðinleg dagleið, hvergi snöp fyrir hestana. Mig minnir að við væmm í 9 klukkustundir yfir sandinn þar til við komum á fyrstu grös, þama vomm við komnir að upptökum Þjórsár sem kemur í mörgum kvíslum und- an Hofsjökli. Nú sáum við það að áin var í foráttuvexti svo ekki væri viðlit að ríða hana á Sóleyjarhöfðavaði svo að við tókum það til bragðs að ríða kvíslamar. Það var draslsamt, verst var sandbleytan en það hafðist stórslysalaust. Mér taldist til að við fæmm yfir 9 kvíslar. Við síðustu kvíslina tjölduðum við og heftum hestana í góðum högum og vor- um þar um nóttina. Um morguninn vöknuðum við i' björtu og blíðu veðri. Fagurst var að litast þama um, til Amarfells og yfir Amarfellsverin. Ég hef hvergi séð svona víðáttu- mikla grasfláka með þessu óskapar grasi. Við áttum eftir að fara yfir síðustu kvíslina sem var ansi vatnsmikil, það skvettist upp í hna kkinn. Á Bólstað var leitarmannakofi og við þá komnir á móts við Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá og leist okkur ekki á að við hefðum komist þar yfir, svo var mikið flan í ánni og þá hefði ekki verið um annað að gera þegar þangað var komið en að fara suður á Land, í þeirri von að bátur væri fyrir innan til að komast yfir Tungnaá. Þetta fór vel að við tókum upp á því að sullast yfir Kvíslarnar þó það væri ekki árennilegt. Nú lá leið okkar suður afrétt Gnúp- verja og þegar við komum niður í Þjórsárdalinn kom á móti okkur sunnlensk rigning, annars höfðum við fengið alltaf þurrt og gott veður í ferðinni. Við tjölduðum í Skriðufells- skógi og vomm þar síðustu nóttina. Svo héldum við vestur yfir Hreppa, komum við á Stóm-Núpi, þar sem Jóhann Sigurðarson skólabróðir minn bjó en hann var ekki heima, svo ekkert varð úr stansi og héldum við nú stanslaust áfram, vestur yfir Stóru-Laxá hjá Sólheimum og um hlaðið í Hmna og þaðan sem leið lá upp á Brúarhlöð. Nú emm við komnir heim eftir 3ja vikna fróðlega og skemmtilega ferð, fengum alltaf þurrt og gott veður, nema af og til rigningu 2 síðustu dagana.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.