Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 5
5
Skútavígsla
Skiltinu komið fyrir.
Laugardaginn 20. febrúar voru formlega tekin í notkun
tvö ný fundarherbergi í kjallara Aratungu. Herbergi þessi
hafa hingað til gegnt því hlutverki að hýsa verkstæði hús-
varðar, sem flutt var inn í hitakompuna og hinsvegar
geymsla og föndurherbergi fyrir Kvenfélagið o.fl.
Fyrir réttum átján mánuðum fór Lionsklúbburinn þess
á leit við húsnefnd að fá að taka til í kjallaranum með ofan-
greindar breytingar að markmiði. Það reyndist auðsótt,
enda fóru heil tvö vörubflshlöss af drasli á haugana.
Það er skemmst frá því að segja að Lionsmenn undu
glaðir við sitt og eyddu ófáum kvöldstundum við hinar
ýmsu breytingar.
Húsnefnd Aratungu bauð síðan Lionsmönnum o.fl. til
vígslu herbergjanna laugardaginn 20. febrúar, þar sem
formaður húsnefndar, Bjöm Bj. Jónsson rakti stuttlega
þróunarsöguna og þakkaði vel unnin störf í þágu hússins.
Hann sagði það von húsnefndar að um góða viðbót væri
hér að ræða við fundarhúsnæði Aratungu, þar sem æ oftar
yrðu árekstrar varðandi nýtingu hússins yfir vetrartím-
ann. Hann gat þess og að hugmynd hefði komið frá odd-
vita um að kalla herbergin Skútann og auðvitað yrði þá það
fremra kallað Fremri-Skúti og það innra Innri-Skúti. Hann
afhenti Gísla síðan spjöld með ofangreindum nöfnum og
bað hann að festa upp. Gísh þakkaði fyrir og bað menn að
hafa fyrirmyndir nafhgiftarinnar í huga og vera glaðir á
góðri stund, hvað gestir gerðu hraustlega og tóku lagið
(lögin).
Þetta var hin ánægjulegasta stund eins og meðfylgjandi
myndir sýna og vonandi að framhaldið verði svipað.
Oddviti flytur ávarp.
Formaður húsnefndar þakkar fyrir.
Svo var auðvitað tekið lagið.