Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 26
26
Eftirfarandi pistil fékk Litli-Bergþór
,,að lániu úr ónefndu fréttabréfi:
Vinnuslys
Við höfum ekki oft sagt frá vinnuslysi í þessu fréttabréfi,
en stundum eru þó þó þess eðlis að fréttnæmt þykir.
Iðnaðarmaðurinn segir sjálfur frá:
Til þess að skýra nánar þetta slys, er rétt að eftirfarandi
komi fram:, ,Ég hafði ásamt öðrum verið að vinna á 6. hæð
í nýbyggingu og svo vildi til að ég lauk ekki því sem ég var
að fást við íyrr en allir voru famir úr húsinu og í minn hlut
kom að taka saman verkfæri og efnisafganga. Þetta var það
mikið að ég lagði ekki í að bera það niður, heldur notaði
gálga sem stóð út úr glugga á hæðinni, en á hann var fest
blökk og var ýmislegt smávegis hfft upp og niður í stómm
trébala. Reipið var vandlega bundið niður við jörð og gat
ég því hlaðið dótinu í balann án tafar, fór síðan niður og
losaði reipið en hélt jafnframt fast til að tryggja hægt niður-
rennsli balans sem ég vissi að var nokkuð þungur.
Eins og seinna kom fram reyndist dótið vera um 110 kg,
en eins og fram kemur í slysaskýrslunni þá er ég aðeins 71
kg og vegna þess hvað mér brá þegar reipið losnaði þá tók
ég á af öllum kröftum og athugaði ekki að sleppa tíman-
lega, en einmitt þess vegna flaug ég á augabragði upp með
húsvegnnum og vissi ekki fyrr en ég mætti balanum á
móts við 3. hæðina, en það skýrir höfuðkúpu- og viðbeins-
brotið.
Þessi árekstur dró svolítið úr ferðinni, en flugið hélt
áfram og lauk ekki fyrr en ég var kominn með hálfa hönd-
ina inn í blökkina, en til allrar hamingju hélt ég þó enn fast
í reipið þrátt fyrir mikinn sársauka.
A sama augnabliki skall balinn á misjöfnu á jörðinni sem
varð þess valdandi að botninn fór úr og við það léttist bal-
inn og var nú orðinn um 20 kg. Ég minni aftur á þyngd
mína og af skiljanlegum ástæðum hófst nú allhröð niður-
ferð sem aðeins truflaðist þegar ég mætti balanum sem var
á hraðri uppleið, en af því stöfuðu ökklabrotin og hruflun
á fótum og neðri hluta líkamans. Áreksturinn dró þó held-
ur úr ferðinni og þar með meiðslum er ég skall niður í af-
ganga og verkfærahrúguna, en til allrar hamingju brotn-
uðu þá aðeins þrjú rifbein.
Mér þykir þó leitt að þurfa að segja frá því að þegar ég
lá þama í draslinu, sárkvalinn og ófær um að standa upp,
en horfði á balann uppi á 6. hæð, gætti ég ekki að
mér ....
Ég sleppti reipinu.
Tökum að okkur alla almenna málningarvinnu, gerum tilboð ef óskað er.
Höfum málningu frá Málningu hf.
Verslun okkar, Eyravegi 35, er opin alla daga kl. 8.00 til 18.00, lokað milli kl.
12.00 og 13.00, einnig verður opið á laugardögum frá og með apríl frá
9.00-12.00.
EYRAVEGI 35 - SELFOSSI - SÍMI 2355 - NAFNNR. 6319-1310