Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 22
22 AF ATVINNUMALUMz Sveinn A. Sæland Ylrækt í Biskupstungum Ylrækt á íslandi er tiltölulega ung atvinnugrein. Fyrsta gróðurhúsið, sem reist var með sölu afurða í huga, var byggt í Mosfellssveit árið 1924. Upp úr 1930 varð síðan veruleg aukningsem stóð fram undir 1950. Eftir það hefúr þróunin verið nokkuð jöfn og þétt. Úr yfirhti sem Axel Magnússon garðyrkjuráðunautur tók saman var unnið meðfylgjandi súlurit. Ferm. /80 /éo + ffo 120 + /00 So - - l/O- 2o- - ■Afc Hér í TUngunum hefst uppbyggingin um svipað leyti, því fljótlega fóru hin ónýttu hverasvæði að freista nokkurra af þeim frumheijum sem síðar áttu eftir að bera hita og þunga garðykrjunnar í landinu hvað varðar uppbyggingu félags- og afurðasölumála. Þeir garðyrkjubændur, sem námu land hér á árunum fram til 1950 og liðlega það, unnu að mörgu leyti ótrúlegt þrekveriki. Hefja þurfti starfsem- ina algerlega frá grunni, virkja hveri, leggja hitaveitu, þurrka land og jafnvel leggja vegi. Allt þetta er nokkuð sem hægt er að ganga að nú til dags. Enda fór það svo að þegar ég innti gaiðyrkjubændur af þessari kynslóð eftir frum- býlingsárunum, var svarið ævinlega hið sama., ,Það þýðir ekkert að vera að rifja þessa hluti upp, það trúir enginn þessu nú til dags.“ Það var ekki nóg með að aðstaðan væri bágborin. Skiln- ingur hins opinbera virtist mjög takmarkaður á þessari ungu atvinnugrein og ýmsir þröskuldar í vegi þeirra sem voru að byija. Thl ráðamanna var t.d. ekki meiri en svo á afkomumöguleikum garðyrkjunnar á tímabili að krafist var fullrar jarðarstærðar undir hveija stöð, þannig að menn gætu þá snúið sér að arðvænlegri búskap ef þessi gengi ekki. Þó er rétt að geta þess að á þeim árum var afturkippur í hefðbundnum landbúnaði og heldur stutt við þá sem vildu breyta til og reyna eitthvað nýtt. Frægasta dæmið um það er eflaust hlutafélagið Garður, sem nokkrir góðbænd- ur hér um slóðir stofhuðu um rekstur garðyrkjustöðvar á Syðri-Reykjum stuttu fyrir stríð. Hún var síðan seld Stef- áni Ámasyni 1940 og varð þar með hluti af hans garð- yrkjustöð. Fyrsta gróðurhúsið, sem hitað var upp með hverahitun hér, byggir Stefán Sigurðsson skólastjóri Reykholts- skóla, 1932. Það var lítið 40 fermetra hús sem hann rækt- aði í sitt lítið af hveiju, blóm, tómata, o.fl. til heimilisnota. Þetta hús stóð einungis í 6-7 ár. Fyrstu garðyrkjustöðina hér í uppsveitunum reisa aftur á móti Stefán og Aslaug á Syðri-Reykjum 1937. Á fáum ár- um náði sú stöð því að verða stærsta garðyrkjustöðin á landinu og var svo lengi fram eftir árum, alls hðlega 6500 fermetra. I kjölfarið koma svo Syðri-Reykir 1 1937, Stóra- Fljót 1939, Hveratún 1941, Sólveigarstaðir 1943, Birki- lundur 1944, Garðyrkjustöð Ólafs Einarssonar 1945, Víði- gerði 1945, Friðheimar 1946 og Espiflöt 1948. Á næstu ár- um er uppbyggingin frekar hæg, eða þar til að verulegur kippur kemur á árunum 1965—1970. Má segja að veruleg- ur hluti Laugarásshverfis hafi byggst upp á þeim árum eða alls um 9 stöðvar. Síðan hefur þróunin verið jöfn og þétt. Samkvæmt skýrslum sem Garðyrkjubændafélag upp- sveita Ámssýslu hefur safnað saman, lítur uppbyggingin svona út ef hún er sett í súlurit. Þós. ftrrn. 1/0- 30' - 20 IO u o 3* cr o CP s ° <T o 9° <T oo <r í upphafi voru svo til eingöngu ræktaðir tómatar og gúrk- ur, þó yfirleitt lítihega blóm hjá Stefáni Ámasyni, sem á tímabili upp úr 1940 rak blómaverslun í Reykjavík sam- hhða garðyrkjunní. Ehmig var aUtaf um emhveija útirækt að ræða og þá aðaUega hjá Stefáni. Á gömlum ræktunar- skýrslum má sjá að yfirleitt hafi tómatar verið ræktaðir í 60—70% flatarmáls og gúrkur í 30—40%. Önnur ræktun grænmetis undir gleri var óveruleg en kenndi ýmissa grasa, s.s. melónur, vínber, ferskjur o.fl. sem ekki þykir hagkvæmt að rækta við núverandi aðstæður. Upp úr 1965 var síðan farið að rækta blóm svo einhveiju nam hér um slóðir. Sú þróun var í fyrstu hæg en nú sein- ustu árin hafa æ fleiri snúið sér að blómum. Er nú svo komið af 42038 'fermetmm, em pottablóm og afskorin blóm ræktuð í 17758 fermetmm hér í sveitinni, sem er tæplega 32% af þeim fleti sem þessi framleiðsla er á í land- inu. Um 10000 fermetrar em undir gúrkuframleiðslu, sem er langstærsti hluti þeÚTar vöm í landinu og tæp 7000 fermetrar undir tómataræktun og um 2000 fermetrar und- ir paprikuræktun. Eftir standa þá Uðlega 5000 fermetrar sem í em m.a. gulrætur, steinselja, púrmr, salat, sumar- blóm, tijáuppeldi og fleira smávægÚegt.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.