Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 16
16 SVEITASTJORNARMAL: Úr bókum hreppsnefndar Þar má sjá að á dagskrá þann 13. jan. 1988 var meðal annars að orlofssjóður Bandalags Háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna hefur keypt 10 hekt- ara land í Brekkuskógi af félagi bókagerðar- manna. Jón Ingi Gíslason kaupir Kjamholt I. Það er íbúðarhús og 15 hektara land. íbúaskrá var yfirfarin á fundi 10. febrúar. 1. desember 1987 voru 275 karlar og 227 konur, eða samstals 502 íbúar í Biskupstungum. Á sama fundi kom Skálholtsnefnd á fund hreppsnefndar. í henni eru séra Guðmundur Óli Ólafsson for- maður, Sigurður Ámi Þórðarson og Páll M. Skúlason. Sögðu þeir frá stöðu og framtíðarhorf- um Skálholtsstaðar. Óskuðu þeir eftir meira sam- starfi og stuðningi hreppsnefndar við Skálholts- nefndina í uppbyggingarstarfinu. Kaupsamningur af Galtalæk var næst á dag- skrá, en það er Húsasmiðjan í Reykjavík sem kaupir af Rögnvaldi bónda og hyggst nota Galta- læk fyrir sumarbúðir og skógrækt. Þeir hreppar sem standa að Límtrésverksmiðj- unni hafa óskað eftir því við Byggðastofnun, áætl- unardeild, að gera sameiginlega byggðaáætlun fyrir þessa hreppa. Verður hún gerð í samráði við sveitarstjómimar nú á næstu misserum. Björgunvarsveitimar í Ámessýslu óskuðu eftir styrk til að kaupa fjarskiptabil. Samþykkt var að leggja til kr. 50.000,-. Úr forðagæsluskýrslum Mjólkurkýr aðrir nautgripir ær hrútar lömb eða alls 6016 kindur. 787 767 4836 135 1045 Vegamót Steingrímur Ingvarsson umdæmisverk- fræðingur kom á fund hreppsnefndar 23. febrúar. Þar kom fram að eina sem ákveðið er í vegamálum, er að mala efni í Fellsgryfjunum, sem setja á í veginn frá Reykholti að Holtakotum. Heimamenn lögðu mesta áherslu á að borið væri ofán í veginn frá Einholti að Kjóastöðum. Engin loforð fengust um að af því yrði á þessu ári né öðm sem nefiit var. Fram kom að stefnt væri að því að klæða frá Svínavatni að Brúará árið 1989, og að þéttbýliskjömunum hér í uppsveitunum á næstu 3 áram. Þ.Þ. SKÓGRÆKT Nytjaskógrækt enn á döfinni Frá því var greint í 2. tölublaði L.B. á síðasta ári, að ábú- endur nokkurra jarða hér í suðursveitinni væru með hug- myndir um nytjaskógrækt. Það svæði sem um var rætt að loka fyrir sauðfé, sést á meðfygljandi korti og er það svæði allt 1830 ha. Það sem gerst hefur síðan ég skrifaði síðast í L.B., er það að skógfræðingur frá Skógrækt ríkisins gerði áætlun í samvinnu við okkur ábúendur og er þar miðað við u.þ.b. 400 ha. skóg sem skiptist misjafnt niður á jarðir. Rætt er um 15-20 ár í útplöntun. Við heimamenn sóttum um fé á fjárlögum þessa árs, en ekki kom mikið út úr því, en Skógrækt ríkisins ætlar okk- ur nokkurt fé til undirbúnings lands, miðað við útplöntun hefjist 1989. Við höfum átt fund með fulltrúum landbúnaðarráðu- neytis, sem skógræktarstjóri sat einnig. Hjá þessum aðil- um er mikill vilji fyrir því að koma þessu verkefni inn á fjárlög næsta árs og síðan áfram, þar sem um er að ræða óvenju hagstætt landsvæði á margan hátt. Land verður undirbúið til útplöntunar á einhverjum jörðum í sumar, og svo vonum við að „rífandi gangur“ verði í fjárveitingum. Eh. timburmanna, Gunnar Sverrisson.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.