Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.1988, Blaðsíða 6
6 SVEITASTJÓRNARMÁL Borun eftir heitu vatni Þær gleðilegu fréttir bárust hér um sveitina um mán- aðarmótin maí-júní, að borunin á Efri-Reykjum hafi bor- ið árangur. Fyrirhöfnin er búin að vera mikil og kostnað- arsöm en árangurinn jafnvel betri en bjartsýnustu menn þorðu að spá. Nákvæma mæiingu er ekki búið að gera á vatnsmagni og hita en giskað er á 40 sekúnduiítra og hiti um 150 stig. Holan er rúmir 700 metrar á dýpt. Þrýstingur er um 4.5 kg/cm2 (eða: bör) ef lokað er fýrir, þannig að hún gýs með feikna krafti. Gunnar á Efri-Reykjum og Björn í Úthlíð stóðu að þessari borun að hálfú á móti Biskupstungnahreppi. Næsta skref er að mæla afköst holunnar og gæði vatnsins og þar á eftir að ákveða um nýtingu. Þó víða sé heitt vatn hér í Biskupstungum, hafa boranir reynst erfiðar og ár- angur oft lítill. Það svæði sem nú er án hita er Eystri- Tungan. Volgt vatn er á svæðinu frá Einholti að Kjóa- stöðum svo menn höfðu von um árangur með borun. í vetur var borað eins og kunnugt er við Gýgjarhólslæk rúmlega 400 metra djúp hola sem gefur mikið af 24 stiga heitu vatni. Þær hugmyndir eru uppi, að Tunguhverfið fái heitt vatn frá Reykholti og verði leitt yfir á nýiu brúnni á TUngufljóti. Til þess að þetta megi verða þarf að afla meira vatns í Reykfiolti. Um efri hlutann af Eystri-Tung- unni er meiri óvissa. Þar kemur til greina vatn af Geysis- svæðinu eða úr Múlanesinu. Fleiri möguleika mætti hugsa sér svo sem ffekari borunartilraunir eða leiða vatnið frá Efri-Reykjum þangað líka. Brýr Á hreppsnefndarfundi þann 3. maí síðastliðinn var eftirfarandi bókun samþykkt. „Hreppsnefnd Biskups- tungnahrepps skorar á samgöngumálaráðherra og þing- menn Suðurlandskjördæmis að í beinu framhaldi af byggingu brúar á Tungufijót við Fell, sem er á vegaáætl- un 1989, verði byggð brú á Hvítá við Bræðratungu." Það var skoðun fundarmanna að slík brú myndi styrkja at- vinnulíf og uppbyggingu í uppsveitum verulega. Gisli Einarsson Fjárhagsáætlun Ur nýsamþykktri fjárhagsáætlun voru eftirfarandi tölur teknar. Þær eru sá hluti tekna hreppsins sem eru til ffjálsrar ráðstöfúnar: 2.0 millj. í 2.áfanga Bergholts ásamt 1 millj.frá Sveini og Magnhildi 2.5 millj. í nýbyggingu við Barnaskólann ásamt 2 millj. ffá ríki. 0.4 millj. í jarðhitaleit og staðsetn- ingu borholu. 0.5 millj. í umhverfi Aratungu (hellulagn- ing og fl.). 0.3 millj. í rennibraut í Reykholtslaug. 0.1 millj. í tjaldstæði. Gísli Einarsson — Q. Frá samgöngunefnd Þann 16. maí s.l. var haldinn fúndur í samgöngunefnd og var Steingrímur Ingvarsson, umdæmisverkstjóri á fúndinum. Á þeim fúndi kom það fram, að nú á að bjóða út vegaframkvæmdir við Biskupstungnabraut ffá Mos- felli að Brúará, og mun því verki verða lokið í sumar. Siðan verður lagt bundið slitlag á veginn frá Svínavatni að Brúará sumarið 1989. í sumar verður lagt bundið slit- lag frá Svínavatni að Apavatni. 6000 rúmmetrar af möl eru tilbúnir til ofaníburðar á veginn ofan við Brautarhól og verða þeir notaðir í sumar að sögn Steingríms. Næsta ár eru á vegaáætlun kr. 4.8 miljónir til ffamkvæmda í Biskupstungum og fannst fúndarmönnum skynsam- legast að nota þá peninga til að ljúka ffamkvæmdum á veginum frá Litla-Fljóti og áfram upp sveit svo langt sem þeir dygðu. Á næsta ári verður nýja brúin yfir Túngufljót byggð. Árið 1990 verður gerð ný fjárhagsáætlun vegna vegamála og því er núna tækifærið til að koma fram með kröfúr um breytta vegi hér í Túngunum. Ef við förum strax að vinna í þeim málum þá verður væntaniega meiri þrýstingur á yfirvöld vegamála að fara að taka okkur al- varlega og hlusta á kröftir okkar um bættar samgöngur. Því er ekki eftir neinu að bíða. Við verðum að setja fram kröfúr nú á þessu ári og fylgja þeim svo fast eftir árið 1989 þegar gerð verður vegaáætlun fyrir fjárhagsárin 1991-1994. Drífa Kristjánsdóttir

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.