Litli Bergþór - 01.06.1988, Page 8
Aftnæli
Reykholtsskóla
Það hefur væntanlega ekki farið ffam hjá neinum hér
í sveit að Reykholtsskoli er 60 ára um þessar mundir, en
þar hófst kennsla í febrúar 1928. Það er búið að halda
upp á afmælið á þrennan hátt:
1) Vinnuvika í skólanum og var verkefnið, , ,Skóli í 60
ár“, sem lauk með sýningu í skólanum á því sem gert var.
Þar mátti sjá ýmislegt fróðlegt sem nemendur höfðu
unnið s.s. likön af skólalóðinni, með húsum ffá þremur
mismunandi tímum. Sveitungarnir fjölmenntu á sýning-
una og voru allir ánægðir með árangurinn.
2) Útgáfa afmælisrits sem er tæpar 50 síður að stærð.
Þar er ýmis ffóðleikur um byggingu og einkum um fyrstu
starfsár skólans. Nemendatal fyrstu 25 árin ásamt kenn-
aratali, er einnig með ýmsu fleiru. Þetta rit fæst keypt í
verslunum hér í sveitinni og hjá undirrituðum.
3) Heimsókn gamalla nemenda 7. maí. Þá komu í
heimsókn í skólann nemendur sem tóku próf í skólanum
fyrsta vorið sem hann starfaði. Einnig voru nemendur
sem komu í skólann 1938, það er fyrir 50 árum. Nem-
endur sem útskrifúðust 1948 voru einnig mættir. Fyrr-
verandi skólastjórum var einnig boðið. Þessir hópar
færðu skólanum góðar gjafir. Hér verða aðeins þrjár
nefndar. Frá fyrstu nemendum forláta málverk af gamla
skólanum eins og hann var í þeirri tíð. 50 ára nemendur
færðu skólanum vandað borðtennisborð sem kemur að
góðum notum en síðast skal nefnt mynd af Jóni Halldórs-
syni sem gaf landið undir skólann, en það er gjöf frá
nemendum sem útskrifúðust 1948. Þessar gjafir ásamt
mörgum fleirum sem hér eru ekki nefndar skulu þakkað-
ar fyrir hönd skólans. Þegar þessir gestir voru búnir að
skoða, ,gamla skólanri' og sýninguna sem sett var upp,
var boðið í affnæliskaffi í Aratungu. Þar voru haldnar
fjölmargar ræður og gamli tíminn rifjaður upp. Þarna
hittust margir sem ekki höfðu sést í langan tíma og urðu
að vonum líflegar samræður. Þessi heimsókn stóð ffá kl.
2 til 6 síðdegis. Heimamenn og gestir voru ánægðir með
daginn sem í alla staði tókst vel. Þ.Þ.
Ljóð sem Sveinn A. Sæmundsson ffá Eiríksbakka flutti
á afmæli skólans.
Ég lít til baka um liðna tíð.
Þá leiftra um huga minn ár og síð
atvik frá bernskunnar árum.
Sem lifandi myndir í ljúfum draumi
þau líða fram með tímans straumi
í lognöldu og léttum gárum.
Hér átti ég spor um hæðir og hóla,
hljóp eða gekk, var stundum að dóla
með hesta, kindur og kýr.
Þótt margt sé horfið, á mörgu sést bóla,
ég minnist hér vem í góðum skóla,
finnst andblærinn ennþá hlýr.
Tímarnir breytast en margs er að minnast,
margt er að þakka en raðirnar þynnast,
þeirra er gengu hér glaðar um dyr.
Og öldruð fáum við aftur að kynnast,
eitt er víst, okkur mun ekki sinnast
eindrægnin eins og fýrr.
Á sex tugum ára sitthvað skeður,
sorgir herja, en annað gleður,
og samvera um stutta stund
okkar er nutum hér æskudaga,
eitthvað mun okkur hingað draga
á þennan fagnaðarfúnd.
|á, skólinn okkar hinn gamli góði
er geymdur í lífsins minningasjóði,
því syngjum við saman í dag.
Við fögnum af alhug í orðum og ljóði,
ýmsir kannske bara í hljóði.
Lifi skólinn með hækkandi hag.
Stemmning á staðnum:
Vorið kveikir vinarbál,
vakna blóm í sinni,
vor í lofti, vor í sál,
vor í náttúrunni.