Litli Bergþór - 01.06.1988, Page 19
19
Skáldskaparandinn þarf helst að hafa sitt
lífsviðurværi.
Mitt er andans bjarta bras,
brunnið mjög til ösku.
Hjá mér stendur galtómt glas,
gjóa ég til flösku.
í kynnisferð Búnaðarsambandsins s.l. vor var
dreift blaði með vísupörtum og menn beðnir að
botna. Ég set héma tvær sem ég botnaði.
Rútustjórinn ekur enn,
eftir settu merki.
Tuttugu og fjóra Tungnamenn
tefúr hann frá verki.
Hvernig væri að hyggja að,
hefúrðu réttan maka.
í rúminu vil ég reyna það,
hvort rétt muni í því braka.
Ellivísur:
Þegar ellin heftir hönd,
hamlar mig frá starfi.
Hverf ég inn á ljóðalönd,
lyfti fornum arfi.
Sigga Jóna lætur ekki af að biðja mig um
vísnaþátt.
í mér þetta nagg og nuð,
nauðar Sigga Jóna.
Úr því verður algengt suð
eins og á milli hjóna.
Jón Karlsson,
Gýgjarhólskoti.
AF ,,STÓRA BERGÞÓRI“
L-B. tekur fegins hendi öllu efni, sem á einhvern hátt
tengist Bergþór f Bláfelli. Hér á eftir fer þáttur, sem var
skrifaður fyrir útvarpsþátt, sem Ólafúr Ragnarsson,
bókaútgefandi, var með um þjóðtrú hér á landi. Sýnir
frásagan vel hve lifandi þessi þjóðsaga er í vitund fólks
hér. Til glöggvunar birtum við þjóðsöguna eins og hún
er í „Inn til fjalla".
Bergþór í Bláfelli
Þjóðsaga
Bergþór hét maður. Hann bjó í Bláfelli í helli einum.
Kona hans hét Hrefna. Faðir Bergþórs var Þórólfur í Þór-
ólfsfelli, sem öðru nafni heitir Kálfstindar, en móðir Berg-
þórs hét Hlaðgerður og bjó í Hiöðufelli. Þá var landið i
heiðni, er þessi saga gerðist, og var það á dögum Hítar,
sem Hítardalur er við kenndur. Bergþór var í boði henn-
ar, þegar hún bauð öllum tröllum af landinu tii veizlu i
Hundahelli. Eftir máltíð bauð Hít tröllunum að fá sér ein-
hverja skemmtun, en það voru aflraunir, og þótti Berg-
þór þar jafnsterkastur. Bergþór gerði mönnum ekki
mein, ef ekki var gert á hluta hans, en forspár þótti hann
og margvís. Eftir að landið kristnaðist þótti Hrefnu
óskemmtilegt í Bláfelli, því að hún sá þaðan yfir byggð-
ina kristna. Svo mikið var henni þessi nýbreytni móti
skapi, að hún vildi flytja byggð þeirra norður yfir Hvítá.
En Bergþór lét sig engu varða siðbreytni landsmanna og
sagðist mundi verða kyrr í helli sínum. Hrefna sat við
sinn keip sem áður og flutti sig norður yfir ána. Byggði
hún sér þar skála undir fjalli einu, og heita þar síðan
Hrefnubúðir. Eftir það hittust þau Bergþór aðeins á sil-
ungsveiðum við Hvítárvatn. Oft fór Bergþór til mjöl-
kaupa fram á Eyrarbakka, en helst á vetrum, þegar vötn
voru lögð, og bar þá jafnan tvær mjöltunnur. Eitt sinn
gengur Bergþór með byrði sína upp byggðina, en þegar
hann kemur upp undir túnið á Bergstöðum í Biskups-
tungum, hittir hann bónda og biður hann að gefa sér að
drekka. Bergþór segist muni bíða þar meðan bóndi fari
heim eftir drykknum; leggur hann svo af sér byrðina hjá
berginu, sem bærinn dregur nafn sitt af, og klappar holu
í bergið með stafbroddi sínum. Bóndi kemur aftur með
drykkinn og færir Bergþóri. Bergþór drekkur nægju stna,
þakkar bónda fyrir og segir, að hann skuli hafa ker það,
sem hann hafi klappað í bergið, til að geyma í sýru, og
segir, að hvorki muni vatn blandast saman við hana í
kerinu né heldur muni hún frjósa í því á vetrum, en
hundraðsmissir verði það í búi bónda, vilji hann ekki
nota kerið. Að svo mæltu kveður Bergþór bónda og fer
leiðar sinnar. Eitt sinn kemur Bergþór að máli við bónd-
ann í Haukadal, þegar hann var orðinn hniginn á efra