Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 9

Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 9
H H - Listi óháðra. Heilbrigðismál eftir Gylfa Haraldsson stuðningsmann H lista Mörg ár eru síðan farið var að áforma byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Laugarási fyrir læknishéraðið, enda þörfin brýn. Geirharður Þorsteinsson arkitekt hefur lokið við tillögu sem gerir ráð fyrir 550 fermetra nýju húsi. Það áað standa neðarvið Launrétt, en núverandi húsnæði gerir. Öll aðstaða verður rúmgóð og glæsileg. Nýja heilsugæsluhúsið kostar á núvirði rúmar 70 milljónir króna. Vonast ertil að byggingar- framkvæmdir hefjist 1992 og Ijúki 1994. Gamla húsnæði stöðvarinnar skal þá verða heilsuræktarstöð, með góðri aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara með meiru. Fyrri áform um byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða í Laugarási ber að vekja upp, því þörfin er mikil. Dvalarheimilið á auðvitað að byggja eins og nýja heilsugæslustöð í samvinnu allra hreppa lækinishéraðsins. Það eru hátt á þriðja hundrað íbúar í héraðinu 65 ára og eldri og notfæri 10 prósent þeirrasérmöguleikaádvalarheimilisplássier augljóst hver þörfin er. Hæfileg stærð á vinalegu dvalarheimili finnst mérvera 20 til 24 vistrými. Það hlýtur að vera skemmtilegra fyrir aldraða, sem þurfa þessa þjónustu, að geta dvalið í sveitinni eins lengi og hægt ertil að njóta sín sem best. Auðvitað sér maður þessi nýju hús í haganum umvafin gróðri og þægilegu umhverfi. Góður félagsskapur er líka mikilvægur, ásamt þjónustunni. Bergholt er gott fyrir þá sem geta bjargað sérmeira. Heimahjálpog hjúkrunþarfaðefla og hefur verið sótt um hlutastarf fyrir hjúkrunarfræðng íviðbóttil að getaveittfleirum öldruðum þjónustu heima. Annað sem horfir til framfara og snertir heilbrigði og hreinlæti í sveitinni ertilkoma ruslagáma, en fjölga þarf þeim og tæmasuma oftart.d. í Laugarási og Reykholti. Víða rennur skólp um eftir opnum skurðum t.d í Laugarási og ber að laga þaö strax. Fátt er eins mikilvægt í heilsugæslu og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sjúkdómum. Höldum því áfram að sækja fram, styrkjum æskuna íheilbrigðu líferni ístarfi og leik. Góð undirstaðaerfyriröllu. Ferðamál eftir Gústaf Sœland 10. mann á H lista Gætum við Biskupstungnamenn gert meira til að laða að ferðamenn? Ég tel svo vera og margt af því þarf ekki að kosta mikla peningaa. Við gætum t.d. merkt ýmsar gönguleiðir hér og þar um sveitina, (Brúarárskörð, Skálholtstungu, Vörðufell, Bláfell, Pollengi og marga fleiri áhugaverða staði.) Við gætum sett silungaseiði í hin ýmsu vötn sem eru í sveitinni og jafnvel búið til ný vötn og selt veiðileyfi. Það er mikið spurt um slíkt. Við eigum eftir fremsta megni að styðja viö bakið á því starfi sem fram fer í Skálholti og þeirri uppbyggingu sem á þar að verða. í Haukadal eru ótal möguleikartil að auka ferðamannastraum. Hvað til dæmis með snjósleðaferðir inn á hálendið og ýmsar vetraríþróttir, svo sem skíðaaðstöðu fyrir alla, jafnt innan-sem utansveitar fólk. Við Gullfoss þurfum viö að knýja á um úrbætur og láta merkja gönguleiðir. í Reykholti þurfum við fyrst og fremst að auka aöstöðuna viö sundlaugina, svo sem með barnapotti, setlaug með leiktækjum fyrir börn og koma upp minigolfi. Flýta gerð golfvallar. Við gætum stofnað almenningshlutafélag í sveitinni til að koma á fót leigubústöðum meö setlaugum og annari aðstöðu. Við verðum þó að gæta þess að þessu fylgja ýmsar kvaðir og megum við ekki fá dollaraglýju í augun, heldur taka á þessum málum af raunsæi. Til þess að koma þessu af stað ættum við að stofna Ferðamálaráö Biskupstungna. Þangað sem menn gætu komið með hugmyndirogfengið hugmyndirog aðstoðtil þess að koma hlutunum af stað. Okkur ber skylda til að auglýsa sveitina okkar og allt það góöa sem hún hefur upp á að bjóða og hætta að fjasa um það sem miður fer. Reynum heldur að lagfæra það í rólegheitum. Ef við tökum höndum saman þá tekst ýmislegt. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.