Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 12

Litli Bergþór - 01.05.1990, Side 12
L Lýðræðislistinn. Lýðræðislistinn býður nú fram í annað sinn. Hann er listi óánægðra kjósenda, þeirra kjósenda sem vildu prófkjör hjá K-lista. Hann er ekki fullskipaður sem ekki er von, því hann varð til á 8 klukkustundum. Það verður alltaf álitamál hvaða mál skulu vera efst á blaði. Mál sem snerta íbúa sveitarinnar í heild hljóta að verða ofarlega. SAMGÖNGUMÁL. Mikill seinagangur er í uppbyggingu samgönguleiða sveitarinnar. Við vitum það öll hvað umferðarþungi er mikill að Geysi og Gullfossi. Það er verðugt verkefni að vinna að endurbótum á þeirri leið. Þá má minna á slysagildrur á sömu leið. Þá þarf að vinna að lagfæringu akvega austan Tungufljóts, sem nú eru svo til ófærir. L-listinn vill einnig vinna að vegabótum á öðrum vegum sveitarinnar. L-listinn telur mikla nauðsyn á að reiðleiðir verði lagðar með aðalvegum. Það er óviðunandi ástand þegar ekkert er hægt að fara nema bundna slitlagið. Benda má á staði eins og við Litla-Fljót og í gegnum Laugarás, ásamt Reykholti. ATVINNUMÁL. L-listinn fagnar verksmiðjubyggingu Yleiningar og óskar henni góðs gengis. Óskandi að sem flestir hafi þar atvinnu og lífsafkomu. Fleira þarf til að koma í uppbyggingu atvinnutækifæra, sérstaklega kvennastörf. MENNTAMÁL. Nú er komin viðbygging við grunnskólann í Reykholti og er það vel. Þó leikskólinn sé kominn í gamla skólann núna, er það ekki frambúðarhúsnæði, því áður fyrr var hann talinn slysagildra. Leikskóhnn þarf nýtt húsnæði líka. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.