Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 5
Hreppsnefiidarfréttir.
Eftirfarandi bókun var gerð:
„Þar sem unnið er nú að aðalskipulagi
Geysissvæðisins tekur hreppsnefnd ekki afstöðu til
ofangreindra umsókna þar sem ætlunin er að Ijúka
því í vetur. Hinsvegar er það álit hreppsnefndar að í
framtíðinni verði jörðin Laug nýtt til útivistar og
ferðaþjónustu og bærinn byggður upp sem næst í
upprunalegum stíl".
10. Opnun tilboða í jarðvinnu Kistuholts 14-16.
Opnuð hafa verið tilboð í jarðvinnu Kistuholt 14-
16. Lægsta tilboð var frá Vélgröfunni h/f kr.
776.000,- sem er 35,5% af kostnaðaráætlun
Húsnæðisstofnunar.
Fundur 8. desember 1992
1. Skipulag Úthlíðar.
Hreppsnefnd samþykkir skipulagið með því að
vegi verði lokað við Vörðuhól og leitað verði leiða til
að gera gönguleiðir innan svæðisins.
2a. Fundur um miðhálendi Islands í Umhverfis-
ráðuneyti.
Oddviti sagði frá fundi um miðhálendi íslands.
Fundurinn samþykkti að skipulagsfrumvarp sem lagt
hefði verið fram fyrr á árinu yrði lagt til hliðar og að
skipulagsmálum hálendis væru best komið fyrir hjá
viðkomandi sveitarfélögum.
2b. Skipulagsmál í Skálholti.
Þorfinnur skýrði frá fundi í Biskupsstofu um
skipulagsmál í Skálholti. í framhaldi af þeim fundi
var fundur í Skálholti til kynningar á skipulagi
staðarins og voru hreppsnefndarmenn boðaðir.
Ákveðið var að heimila auglýsingu á breyttu
aðalskipulagi.
3. Tilboð í félagslegar íbúðir Kistuholti 14-16.
Tiiboð voru opnuð 17. nóv. Tuttugu og fimm tilboð
bárust. Ákveðið var að semja við Einar Tryggvason
Birkivöllum 9, Selfossi á kr. 10.585.039,- fyrir hvort
hús eða 77,5% af kostnaðaráætlun.
4. Bréf Náttúruverndarráðs.
Sagt er frá því að til standi að girða af
nátturuvættið Hveravelli á Kili. Einnig verði lagðir
göngustígar um svæðið. Beðið um umsögn frá
hreppsnefnd.
Hreppsnefnd telur að vegna örrar fækkunar
sauðfjár, sem flutt er í afrétt, sé girðing ekki
nauðsynleg á svæðinu.
8. Bréf Félagsmálaráðuneytisins um byggðarmerki.
Samþykkt að leggja merki sveitarfélagsins sem
samþykkt hefur verið af hreppsnefnd fyrir
skjaldarmerkjanefnd.
9. Álagningarprósenta útsvars.
Ákveðið að útsvarsprósentan verði óbreytt á
næsta ári eða 7,5%.
13. Samþykkt.
Að veita Elínborgu Sigurðardóttur kr. 50.000,-
styrk til bókakaupa og verði bækurnar síðan eign
skólabókarsafnsins. Einnig fái hún kr. 100.000 styrk
vegna námsgjalda næsta árs.
Fundur 22. des. 1992.
1. Skipulag hesthúsalóða í Reykholti.
Lagt fram skipulag gert af Pétri H. Jónssyni þar
sem gert er ráð fyrir 8 hesthúsum í landi
Brautarhóls við Fellsgil norðan
Biskupstungnabrautar. Hreppurinn þegar búinn að
kaupa landið af Bjarna á Brautarhóli. Skipulagið
samþykkt samhljóða.
4. Álagning fasteignagjalda 1993.
Samþykkt var að álagningarprósentan verði 0,5%
í A flokki og 1% í B flokki.
5. Önnur mál.
Greinargerð vegna bókanna „Inn til Fjalla" var
lögð fram. Búið er að selja 176 bækur og til eru
184 bækur óseldar. Inneign í banka er kr. 89.930,-.
í umsjónarnefnd sem kosin var af hreppsnefnd eru
Arnór Karlsson, Þorfinnur Þórarinsson og Þuríður
Sigurðardóttir.
6. Tekið er fyrir hundahald í sveitinni.
Búið er að skrá og hreinsa alla hunda í sveitinni.
Samþykkt að áminna hundaeigendur að fara eftir
reglugerð, sem nú er í gildi, um hundahald .
Fundur 12. janúar 1993.
1. Skipulagsmál í Skálholti og Laugarási.
Pétur H. Jónsson skipulagsfræðingur mætti á
fund og lagði fram greinargerð og tillögu að
breytingu á aðalskipulagi Skálholts og Laugaráss í
Biskupstungum.
2. Lagt var fram bréf dags. 8. jan 1993.
Frá biskupsstofu þar sem farið var fram á að
breytingartillaga á aðalskipulagi í Skálholti og
Laugarási verði auglýst og var það samþykkt.
3. Hákon Páll Gunnlaugsson.
Sækir um gróðurhúsalóð vestan sláturhúss í
Laugarási. Samþykkt að fela Pétri að útfæra
lóðablað.
4. Þróunarverkefni uppsveita Árnessýslu.
Oddviti kynnir verkefnið. Kristján Eysteinsson
hefur verið ráðinn verkefnisstjóri og hefur hann
kynnt stjórn Þróunarverkefnanna ýmsar hugmyndir.
Rætt um vetrargarð í Haukadal og kynnt hugmynd
um að halda skíðagöngudag síðla vetrar.
Ferðamálanefnd falið að taka málið til umfjöllunar.
6. Bréf frá Landgræðslu ríkisins frá 28. des. '92.
Óskað er eftir viðræðum um endurskoðun á
fyrirkomulagi Landgræðslunnar og
Biskupstungnahrepps um áburðarflug í
Biskupstungnaafrétti.
Oddivta falið að ræða við Svein Runólfsson og
Hákon Sigurgrímsson framkvæmdarstjóra
stéttarsambands bænda um málið.
8. Önnur mál.
Samþykkt að ráða starfskraft í 15 stunda vinnu á
viku við leikskólann vegna fjölgunar barna þar.
Litli - Bergþór 5