Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 6
Hvað segirðu til?
Hér verða tínd til tíðindi úr sveitinni frá
vetrarbyrjun og fram á þorra. Fleiri fréttir er að finna
bæði í hreppnefndarfréttum og þætti frá
Reykholtsskóla.
Tíðarfar hefur verið mjög umhleypingasamt,
nokkur úrkoma en ekki fest verulegan snjó, frost
ekki mjög hart og óveðurhrinur stuttar og ekki eins
snarpar og víða annars staðar á landinu. Byljir og
snjór á vegum hafa ekki haft veruleg áhrif á
samgöngur. Jarðklaki og svellalög frá skammdegi
eru ekki mikil ógnun við gróður vorsins.
Brú á Grjótá byggð 1992.
Menningarviðburðir hafa verið af ýmsu tagi.
Minnst hefur verið afmælis kirkna. Messa og
prófastsvísitasía var í Bræðratungukirkju 22.
nóvember í tilefni af 80 ára afmæli hennar. í
Haukadal var hátíðamessa 5. desember vegna 150
ára afmælis kirkjunnar. Þar predikaði Jónas
Gíslason, vígslubiskup, barnakór nemenda
Reykholtsskóla söng, Gunnar Karlsson, prófessor,
flutti erindi um sögu Haukadals og Margrét
Bóasdóttir, söngkona, söng. Messað var í
Torfastaðakirkju að venju á nýársdag, en þann dag
var kirkjan 100 ára. Hátíðasamkoma í tilefni af
afmælinu mun hins vegar verða seinna í vetur.
Aðventusamkomur og hátíðamessur um jól voru
með hefðbundnum hætti, og kom þar við sögu bæði
tónlistarfólk og ræðumenn. Búnaðarfélag
Biskupstungna stóð fyrir kvöldvöku 4. desember.
Gestirvoru Hjalti Gestsson, ráðunautur, og Hreinn
Erlendsson, sagnfræðingur. Þar var kunngert að
Stefáni Árnasyni á Syðri-Reykjum 2 hefði verið veitt
afrekshorn Búnaðarfélagsins þetta árið.
Litla leikfélagið í Garði sýndi söngleikinn
Járnhausinn eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni í
Aratungu í byrjun desember, og mánuði síðar sýndi
Ungmennafélag Hrunamanna þar Sveitasinfóníueftir
Ragnar Arnalds.
Jólatrésskemmtun var milli jóla og nýárs og í
Réttinni í Úthlíð var haldinn fagnaður á nýársnótt.
Þorrablót var í umsjá Haukadalssóknar haldið
fyrsta laugardag í þorra. Var það fjölmennt að vanda
þrátt fyrir spá um byl, sem lítið varð þó úr, og munu
allir hafa komist klakklaust til síns heima þegar þeim
hentaði.
Töluverð verkefni hafa verið hjá Yleiningu upp á
síðkastið. Starfsmönnum mun þó ekki hafa verið
fjölgað, og eru nokkrir hér á atvinnuleysisskrá.
Guðný Pálsdóttir, húsfreyja í Hveratúni, andaðist
19. desember, og var hún jarðsett í Skálholti.
Inger Laxdal Einarsdóttir, kennari við
Reykholtssskóla, lést 10. janúar. Hún var jörðuð í
Reykjavík. A. K.
JARÐVARMI ER OLÍA
ÍSLANDS
(r^nÝlhf
Látið SET einangrun
vernda varmann
Eyrarvegi 43 - 800 Selfoss
Box 83 - Sími 98-22700
Litli - Bergþór 6