Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 28
Úr afmælishófi Sigríðar Gústafsdóttur...frh Ekki vil ég nú meina að svona hafi hver dagur verið frá því að Sigga fæddist og þar til Siffa fékk fullt vit. Þá væri eflaust færri hér í kvöld og mamma og pabbi mæddari. Við vorum afar stillt inn á milli. Þá var bara ekkert sjónvarp eða myndband. Við urðum bæði að leika og leikstýra, horfa á og gagnrýna. Þetta er svona lítið brot af stóru ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af. Lánsaman tel ég mig leiddan um æskunnar léttúða stig. Flýja í faðm þinn útbreiddan og finna hann umvefja sig. Þótt gamlist þú óðum og gráni þitt hár og gleðin af lífinu dvíni. Þá vil ég og veit að um ókomin ár á veg minn þitt leiðarljós skíni. Margs er að minnast frá æsku dögum, margs er að sakna frá heimahögum, minningin lifir skýr. í móðurhjarta mildin býr. Hér gleðst ég nú með þér mamma megi lífsljós þitt loga skært og léttstíg þú gönguna þramma. Því allt er sjötugum fært. Asett búfé og fóðurbirgðir í haustið 1992. sveitinni Mjólkurkýr: 740. Holdakýr: 20. Kvígur: 433. Geldneyti: 265. Kálfar til mjólkurframl: 155. Kálfar til kjötframl: 71. Nautgripir alls: 1684. Ær: 3540. Hrútar: 109. Lambgimbrar: 751. Lambhrútar: 118. Sauðfé alls: 4518. Hestar: 434. Hryssur: 460. Tryppi: 400. Folöld: 150. Hross alls: 1444. Varphænur: 103. Endur: 14. Fiðurfé alls: 117. Geitur: 10. Gyltur: 109. Geltir: 6. Grísir: 1115. Svín alls: 1230. Þurrhey: 38527 rúmmetrar. Vothey: 20505 rúmmetrar. Um 94 % af votheyinu mun vera í rúllum. Að meðaltali eru um 53 fóðureiningar í rúmmetra af þurrheyi en um 102 af votheyi. Samkvæmt því voru fóðurbirgðir í heyi alls 4133441 fóðureiningar og helmingur þurrhey. Ljúfur, Lingur og Vinur í Arnarholti. Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.