Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 8
Leitin að litla bróður Höfundur: Elín Ingibjörg Magnúsdóttir 9 ára. Jenný María Þórisdóttir 10 ára lá uppi í rúmi og var að lesa. Mamma hennar kallaði í hana: „Jenný, farðu að passa Sigga“. Siggi var litli bróðir Jennýar, 4 ára. Svo segir ekkert af þeim fyrr en þau voru komin upp í berjamó og farin að borða bláber á fullu. Jenný leit sem snöggvast af Sigga af því hún var svo önnum kafin við berjaát. Svo fann hún kókflösku og það var kók í henni. „Siggi“, kallaði hún. „Siggi komdu og fáðu kók“. En Siggi kom ekki. Hún stóð upp en hvergi sást tangur né tetur af Sigga litla. Hún fór að leita.hún gekk áfram og leit til hægri og vinstri, fyrir framan sig og aftan, hún leit líka upp því hún vissi að ernir tækju stundum lítil börn. En skyndilega brast allt undir fótum hennar og hún fann að hún rann niður kalda rennibraut sem bráðnaði undir henni. Þegar hún hafði runnið í kortér fannst henni hún hafa runnið í klukkutíma en loksins endaði brautin. Þá var hún komin í þann fallegasta helli sem hún hafði nokkurtíma séð. Hann var allur úr hreinum ís og klaka en þarna var líka mjög kalt. Hún setti á sig húfu og vettlinga og gekk síðan áfram í leit að Sigga. Þegar hún var búin að ganga mjög lengi og var orðin svöng, þyrst og þreytt, ákvað hún að setjast niður og drekka kókið sem hún hafði með sér. En þá sá hún 5 blóðþyrsta, urrandi ísbirni sem nálguðust hana hvor úr sinni áttinni. Þeir voru komnir mjög nálægt og stærsti björninn ætlaði að ráðast á hana. En þá heyrði hún garg, mjög hátt og skrækt garg. ísbirnirnir heyrðu það líka og flúðu strax burt. En hvaðan kom þetta garg? hugsaði Jenný. Hún skimaði í kringum sig og sá þá stóran svan með gullhring um hálsinn. Hann sagði: „Þú hefur víst runnið niður ísrennibrautina sem allir komast niður en enginn kemst upp“.Jenný svaraði: „Já,en er einhver útgönguleið úr þessum helli“? „Já sagði svanurinn,þegar þú ert búin að ganga nákvæmlega 5555 skref til vinstri, kemurðu að litlu húsi. Þú skalt fara þar inn og þá sérðu tvö Ijón, tvo krókódíla og einn hund og þau eru öll sofandi. Þar inni er borð og á því margar kökur. En nú verður þú að passa þig því útgönguleiðin er í hlut sem er með b í nafninu sínu og ef þú kemur við vitlausan hlut er voðinn vís. „Þakka þér fyrir upplýsingarnar“ sagði Jenný og kvaddi svaninn. Ekkert merkilegt gerðist á leiðinni og eftir klukkutíma komst hún að húsinu. Hún gekk inn og sá þessi 5 dýr öll steinsofandi eins og svanurinn hafði sagt. Þau litu alls ekki út fyrir að vera hættuleg, svona sofandi. En nú kom babb í bátinn. Jenný var svo léleg í stafsetningu að það var alls ekki víst að hún fyndi rétta hlutinn. Svo datt henni svolítið í hug. Skápurinn. Aumingja Jenný hélt að það væri b í skápur.Jæja, hún gekk að skápnum og ætlaði að opna en um leið og hún tók í handfangið vöknuðu Ijónin og krókódílarnir en ekki hundurinn. Villidýrin fóru að elta hana, glefsandi og slefandi. Svo rak hún sig í hillu og diskar, glös og fleira brotnaði. Þá loksins vaknaði hundurinn og stökk upp á borð, tók 4 smákökur, henti 2 á Ijónin og 2 á krókódílana og um leið og kökurnar lentu á þeim, hurfu þau. „Hvers vegna í ósköpunum ætlaðir þú að opna skápinn"? spurði hundurinn reiðilega. „Ég hélt að það væri útgönguleiðin" svaraði Jenný og andvarpaði. „Ég finn hana líklega aldrei". „Útgönguleiðin er bakaraofninn" sagði hundurinn. Þakka þér fyrir sagði Jenný og klifraði inn í bakaraofninn. Hundurinn svaraði ekki. Hann var með munninn fullan af rjómatertu. Jenný vissi ekki hversu lengi hún var inni í bakaraofninum en hitt var víst að nú var hún komin í brennheita eyðimörk. Oj barasta! Þetta var miklu verra en íshellirinn. Rétt hjá henni var pálmatré og ofan úr því heyrðist: „Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag....“ „Hver á afmæli í dag“? spurði Jenný. „Þú“, sagði stríðnisleg rödd og svanurinn með gullhringinn gægðist upp úr trénu. Svo kastaði hann niður til hennar pakka og flaug burt. Jenný tók pakkann og reif hann upp og í honum var skófla. Það var afmæliskort fest við pakkann og í því stóð: Grafðu. Jenný byrjaði strax að grafa holu beint niður. Hún hamaðist allan daginn og það var alveg ferlegur hiti á meðan og hún var alveg að drukkna úr svita. Loksins kom kvöld og þá var ekki nærri eins heitt. Svo kom hún niður á eitthvað hart. Hún sópaði sandinum frá og þá kom í Ijós að þetta var járnhleri. En Jenný gat Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.