Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 26
Ur afmælishófi Sigríðar Gústafsdóttur Pistill eftir Þorvald Jónasson. Flutt í sjötugsafmæli Sigríðar Gústafsdóttur Kjóastöðum 1990. Sögur vil ég segja hér, sem er ekki nýleg frétt, að Tungnamönnum fóru sér að fjölga, bara nokkuð þétt. Á efsta bænum barnaskarinn breiddist skjótt um land og tún, eitt var klipið, annar barinn sá þriðji með bólgna augabrún. Strákar níu, stelpur sjö sextán börnin urðu þá. Nöfn þau fengu, sum þó tvö og þekkjast vel, sem má sjá. Oft var líf í litla bænum og legið þétt í rúmunum. Gengið örna í einum grænum á gamla útikamrinum., Hjá pabba og mömmu, afa og ömmu margur armæðudagurinn leið. að kvöldi þau dæstu, drukku kaffi af könnu er síðasta barnið á dýnuna skreið. Á vegamótum þegar æskan endar og æskudraumar hverfa bak við ský, segir í Ijóði eftir Helga Konráðsson. Þetta á vel um þig, mamma og tel ég þig hafa farið að minnsta kosti sextán sinnum fram hjá þessum vegamótum og jafn margir æskudraumar horfið bak við ský, því það sagði mér náskyldur ættingi að þú hafir aldrei ætlað að eignast börn, allavega ekki svona mörg. En vegir guðs eru órannsakanlegir og hefðir þú ekki eignast nema 10 stykki, þá stæði ég ekki hér gasprandi út í loftið öllum til armæðu. En það skrifast nú alfarið á Kalla, því hann hringdi í mig og sagði mér að yrkja eða skrifa um okkur systkinin og Ijóstra upp um gömul strákapör. En þar sem ég er bara númer ellefu í röðinni, þá hlýtur margt að gleymast í þessari upptalningu, nema það sem gekk í erfðir og segir ekki að hvað ungur nemur gamall temur. Og það sem ég tel að gengið hafi í erfðir er t.d. sú iðja sem var mikið í fréttum ekki alls fyrir löngu og þótti alveg ný af nálinni en það er "sniff". Sigríður og Jónas með börnin sín 16.. Þeir voru svo á undan sinni samtíð, Óli, Gústi og Kalli, svona mitt á milli óvita og hálfvita, er þeir tóku að sniffa af ormalyfinu í lambhúsinu á Kjóastöðum. Svo þegar við Loftur og Gummi vorum nýbúnir að sleppa pelanum, sem var nú nokkuð seint hjá undirrituðum, tókum við upp brúsann í afabúi og þefuðum rösklega. Áhrifin voru vísindalega séð nokkuð gróf eftir á að hyggja, algleymi með stjörnuívafi og furðulegustu athöfnum, svo sem að vakna upp í rjáfri, hangandi á skammbita eða liggjandi á gólfinu, berjandi hausnum við. Eftirköstin voru ekki sem best, hausverkur og ógleði, fótaslappleiki og hjartsláttur eitthvað yfir eðlileg mörk. Seinna fórum við félagar svo í hengingaraðferð en það höfðu tveir ef ekki fleiri eldri aðilar stundað í Haukadalsskóla. Með því að stoppa blóðrennslið í hálsæðunum mátti fá svipuð áhrif og með sniffinu, auk þess að hægt var að forrita viðkomandi meðan á hengingu stóð. T.d. mátti skipa hengingarþola að pissa á sig eða ráðast á nærstaddan mann, allt eftir hugmyndaflugi forritara. Þessu hættum við svo tímanlega en ekki er ég frá því að greindarvísitalan hafi eitthvað lækkað hjá mér og var hún ekki há fyrir. Margt fleira brölluðum við á þessum tíma eins og heimatilbúnar sprengjur, sem við gerðum úr tómum skothylkjum frá Kalla og tókum við einnig púður frá honum, notuðum svo kerti til að kynda upp, þar til allt sprakk. Einnig notuðum við júgurbólgusprautur og bensín til að svala athafnaþrá okkar. Við Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.