Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 9
ekki lyft honum. Þá varð hún svo reið að hún byrjaði að hoppa upp og niður á hleranum. Skyndilega opnaðist hann og Jenný datt niður og kom niður á eitthvað hart. Þegar hún rankaði við sér sá hún að hún var í hvítu herbergi og við henni blöstu þrjár dyr. Á þeirri fyrstu stóð: Alþýðubandalags-fundur og þaðan heyrðist: Bla bla bla. Þangað langaði hana ekki að fara. Á annari stóð: Sá sem kemur hingað inn, kemur út 10 árum yngri. En Jenný var 10 ára og myndi hætta að vera til ef hún færi þangað inn. Á þeirri þriðju stóð: Tónleikar með helstu rokkhljómsveitum heims. Þetta leist Jenný á. Hún fór þar inn og skemmti sér konunglega. Hún ætlaði að halda áfram að leita að Sigga þegar tónleikarnir væru búnir. Hún spurði stelpu sem var við hliðina á henni, svona á að giska 13 ára, hvenær tónleikarnir væru búnir. Hún svaraði: „Aldrei. Allir þeir sem eru hér inni komast ekki út aftur“. Jenný varð hrædd þegar hún heyrði þetta. Þá myndi hún aldrei finna Sigga. En hún var orðin þreytt svo hún gleymdi þessu, fann bekk, lagðist á hann og sofnaði. Hana dreymdi svaninn með gullhringinn. Hann lá á bakinu og það var stórt sár á hálsi hans. Það fossblæddi úr því svo gullhringurinn var orðinn rauður af blóði. Hann var ekki dáinn en hann var alveg að deyja. Hann sagði: „Jenný María. Þú hefur líklega tekið eftir því að það eru allir með sólgleraugu þarna inni, nema þú. Það er einn piltur sem er ekki heldur með þau. Spurðu hann hvort hann eigi systkini, hvað hann heiti og hvað hann sé gamall, þá kemur ýmislegt í Ijós. En þá verður þú að lofa mér því að fyrsti svanurinn sem þú sérð eftir að þú ert komin heim til þín, hugsaðu þá sérstaklega til mín því það er ég“. Svo lokuðust augun alveg. Hann var dáinn. Svo vaknaði Jenný og leit í kringum sig og sá þá pilt sem var ekki með sólgieraugu. Hún gekk til hans og spurði: „Hvað heitirðu"? „Sigurður Þórisson, kallaður Siggi“. „Hvað ertu gamall?" „14ára“. „Áttu systkini"? „Nei ekki lengur. Ég átti systir sem hét Jenný María. Þú ert alveg nákvæmlega eins og hún“ sagði hann og andvarpaði. „Komdu með mér“ sagði Jenný. Þau fundu útgöngudyrnar en stelpan hefur líklega verið að plata því þau komust alveg út. Hún benti á dyrnar þar sem maður átti að koma út 10 árum yngri og sagði: „Farðu þarna inn“. Hann fór þar inn og hver haldið þið að hafi komið út? Reynið bara að giska. Já það var litli bróðir hennar, hann Siggi. Svo sáu þau dyr sem Jenný hafði ekki tekið eftir. Þær voru bláar og það stóð á þeim heimlli skrifað með hvítum stöfum. Þau fóru þar inn og voru strax komin heim. Svo liðu árin og Jenný var orðin 12 ára en hafði ekki ennþá séð neinn svan. Hún var úti að hjóla um bjart sumarkvöld. Hún hjólaði langt í burtu. Sólarlagið var svo fallegt að hún stoppaði til að horfa á það. Þá sá hún svan. „Já elsku svanurinn minn ég gleymi þér aldrei", hugsaði hún tárvotum augum, á meðan hún horfði á stóra, hvíta svaninn með gullhringinn um hálsinn fljúga inn í sólarlagið. Endir. Ræktunarsambandið Ketilbjörn BISKUPSTUNGUM, LAUGARDAL, GRÍMSNESI OG GRAFNINGI. Til leigu í stærri og smærri verk: Caterpillar D6D PS 140 hö. jarðýta '78 Komatsu PC 200 118 hö. beltagrafa '87 Komatsu PC 210 123 hö. beltagrafa '91 Caterpillar D6D PS 140 hö. jarðýta '82 Benz 4x6 2228 280 hö. vörubifreið '82 Dráttarbifreið til hvers kyns þungaflutninga Kílplógur til að ræsa tún og mýrar og draga niður vatnslagnir og jarðstrengi. Ræktunarsambandið Ketilbjörn Sími 98-61189 og 985-29082 Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.