Litli Bergþór - 01.03.1993, Blaðsíða 19
sérstök Norðurlandaverðlaun. Verðlaunin felast í
heimsókn til þátttökuskóla í öðru landi. Séð verður
til þess að verðlaunaveitingunni verði gerð skil í
fjölmiðlum um öll Norðurlönd til að hugmyndirnar
berist sem víðast.
Framhald samvinnuverkefnisins verður bráðlega
ákveðið með hliðsjón af mati á því sem á undan er
gengið.
Lýsing á verkefnum íslensku skólanna
Leikskólinn Klettaborg
Leikskólinn Klettaborg er í Grafarvogi í Reykjavík
og tók til starfa sumarið 1990. Öll 3-6 ára börnin
taka þátt í verkefninu, u.þ.b. 75 talsins í
aldursblönduðum hópum, 10-12 börn í hverjum.
Sigfús Aðalsteinsson. leikskólastjóri hefur umsjón
með verkefninu ásamt þremur deildarfóstrum.
Verkefni skólans heitir: „Vatnavinir á
leikskólanum". Markmiðið var að börnin
uppgötvuðu eiginleika og nauðsyn vatns með beinni
fræðslu, skapandi starfi og af eigin rammleik.
Æfingaskóli Kennaraháskóla Islands
í Æfingaskólanum eru u.þ.b. 400 nemendur á
aldrinum 6-16 ára. Allur 3. og 4. bekkur tóku þátt í
verkefninu, samtals tæplega 70 nemendur á
aldrinum 7-9 ára. Umsjónarmenn verkefnisins voru
Gunnhildur Óskarsdóttir, Ragnheiður
Hermannsdóttir og Auður Hrólfsdóttir.
Verkefnið heitir: „Trjárækt og trjágróður í íslensku
umhverfi". Viðfangsefnin voru tré, trjárækt, dýralíf á
trjám, áhrif úðunar, árstíðir, tré sem hráefni og áhrif
mengunar, beitar og umgengni fólks o.fi.
Fossvogsskóli
í Fossvogsskóla eru tæplega 300 nemendur á
aldrinum 6-13 ára. Allur 5. bekkur tók þátt í
verkefninu, uþb. 40 nemendur í 2 deildum.
Umsjónarmaður var Stefanía Björnsdóttir.
Verkefnið heitir: „Umhverfið - skiptir það máli?“.
Það er framhald verkefnis sem hófst ári áður með
námsefnisgerð (sem VONarsjóður
Kennarasambands íslands styrkti), tilraunakennslu
þess og mikilli umhverfissýningu í tilefni af 20 ára
afmæli skólans og ráðstefnunar Miljö 91.
Arbæjarskóli
í Árbæjarskóla eru u.þ.b. 850 nemendur. Allur 7.
bekkur nálægt 75 nemendur tóku þátt í verkefninu
„Vatnið í víðum skilningi". Fjallað var um vatnið í
náttúrunni, vatnsnotkun fyrr og nú, vatnsöflun í
Reykjavík og til samanburðar í smábæ í Gana, gildi
vatns og meðferð á því. Áhersla var lögð á
neysluvatn og á Elliðaárnar, ekki síst lífið í þeim.
Umsjónarmaður verkefnisins var Daníel Pétur
Hansen, líffræðikennari.
Laugargerðisskóli
í Laugargerðisskóla í Hnappadalssýslu eru u.þ.b.
60 nemendur á aldrinum 6-16 ára og tóku
nemendur 8.-10. bekkjar þátt í verkefninu, 23
talsins. Höskuldur Goði Karlsson , skólastjóri, er
umsjónarmaður verkefnisins og Sigríður
Pétursdóttir, kennari, er verkefnisstjóri.
Verkefnið fjallar um auðlindina Haffjarðará í
sögulegu Ijósi, og er m.a. reynt að meta áhrif
eignarhalds á ánni á þróun byggðar, en áin og
aðliggjandi jarðir komust í eigu aðila utan
byggðarinnar í upphafi aldarinnar. Fólki fækkar í
byggðinni og byggðarþróun er rauður þráður í
verkefninu.
Nemendur 10. bekkjar. Fremri röð frá vinstri:
Oddur Pálss. í Brekkuskógi, Grímur Jónss. í Gýgjarhólskoti,
Böðvar Unnarss. í Reykholti og Ólafur Loftss. í Laugarási.
Aftari röð frá vinstri.
Þórkatla Sigurðard. á Kringlu, Stígur Sæland á Stóra-Fljóti,
Kristján Traustas. í Einholti, Vilborg Magnúsdóttir á Króki,
Egill Pálss. í Kvistholti, Kristinn Bjarnas. á Brautarhóli og
Dóra Svavarsdóttir á Drumboddsstöðum.
Á myndina vantar Guðmund Magnússon í Austurhlíð.
Revkholtsskóli í Biskupstungum
í Reykholtsskóla eru 97 nemendur. Verkefni
skólans heitir „Uppblástur á afrétti orsakir og
heftina" og er að mestu bundið við Rótamannatorfur
á framafrétti Biskupstungna. Umsjónarmenn eru
Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri, Ragnheiður
Jónasdóttir, umhvefisfræðingur og Sigurður
Guðmundsson, líffræðingur og leiðbeinandi.
Markmið verkefnisins voru:
- að hvetja fólk til umhugsunar um gróðurvernd og
umræðu um umhverfismál.
- að vernda þann gróður sem fyrir er á svæðinu,
og græða upp gróðursnautt land.
- að gera tilraunir með íslenskan gróður á
svæðinu og fylgjast með því hvernig hann dafnar.
- að safna þekkingu þess fólks sem sinnt hefur
uppgræðslumálum við svipaðar aðstæður.
- að gera sér grein fyrir sögu svæðisins með lestri
og viðtölum við fólk sem gjörþekkir svæðið og sögu
þess.
Litli - Bergþór 19