Litli Bergþór - 01.05.2008, Síða 3

Litli Bergþór - 01.05.2008, Síða 3
'N Ritstjómargrein Ég er gjörsamlega gáttuð á því hvað á að leyfa gegndarlausa byggingu sumarhúsa hérna í sveitarfélaginu! Þetta er ekki að verða sveit lengur. Þetta er samsafn lítilla þorpa sem standa nánast á hverri jörð! Þetta er gert undir því yfirskini að þetta sé svo dásamlegt fyrir sveitina, það flæði hér inn peningar í formi fasteignagjalda, fólk fái vinnu og svo þurfi að sjá sumarbústaðafólkinu fyrir afþreyingu. Allt er þetta gott og gilt! En það er bara fleira sem skiptir máli. I fyrsta lagi þá er töluverð mengun að allri þessari byggð. Er ég þá að tala um sjón- mengun þar sem hvergi má orðið skáskjóta auga án þess að það rekist illyrmislega í ein- hvern sumarbústaðinn og ég verð að viðurkenna að mér finnst þeir yfirleitt ekki það augnayndi að þeir taki fram óspilltri náttúrunni. I öðru lagi stafar af þessum húsum mikil ljósamengun þar sem ljós eru látin loga á bústöðum veturlangt burtséð frá því hvort einhver er í þeim eða ekki. Nóg var ljósadýrðin fyrir frá þeim þéttbýliskjömum sem eru á svæðinu og þeim gróðrarstöðvum sem eru starfandi þó ekki bættist allt þetta við. í þriðja lagi get ég ekki með nokkru móti skilið dásemdir þess að bruna úr höfuðborginni, þar sem þú horfir inn um gluggann hjá nágrannanum, upp í sveit til að horfa inn um gluggann hjá nágrannanum í sumarhúsa- byggðinni, svo þétt er þetta yfirleitt byggt. Þegar svona þétt er byggt þá útheimtir það alls konar reglugerðir og vesen sem í rauninni er bara sama tuggan og fólk er að koma úr í bænum nema nú á að þröngva þessum reglum yfir saklausan sveitavarginn líka sem átti sér einskis ills von í þes- sum efnum. Ég var að ræða þetta um daginn við kunningja minn sem vildi meina að við yrðum bara að sætta okkur við að búa í úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Ja hérna! segi ég nú bara! Er ekki fullsnemmt að leggja upp laupana. Er ekki smá von til að sveit megi vera sveit eitthvað áfram! Ef ég held áfram á þessum nótum þá ber auðvitað að nefna þá röskun sem öll þessi byggð hefur á fugla og dýralíf á svæðinu. Það er jafnvel verið að þurrka upp mýrar til að koma að fleiri sumarbústöðum og móar eru óspart nýttir. En samt er mér hvað verst við það þegar ég sé að verið er að byggja á túnum. Það finnst mér alveg fyrir neðan allar hellur. Það getur vel verið að við verðum aldrei svo illa sett að við getum ekki séð landsmönnum öllum fyrir mat og ég vona að það verði aldrei. En er samt ekki full ástæða til að vernda ræktað og ræktanlegt land? Ef illa færi! Og ekki bara til hugsan- legrar komræktar. Kjöt verður væntanlega alltaf eitthvað sem fólk vill borða og þá þarf að heyja ofan í skepnurnar. Mér finnst einhvernveginn eins og þessi mál séu ekki gaumgæfilega hugsuð með framtíðina í huga. Vegakerfið er t.d. í rauninni ekki nógu öflugt til að taka við svona gríðarlegri byggðaraukningu. Það má vel vera að í dag sé verið að skammast yfir styrkjum til landbúnaðar og fólk óski honum til fjandans, það megi vel flytja þetta allt saman inn og leggja bara landið undir sumarbústaði. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Verksmiðjubúskapur er að mínu viti eitthvað sem ekki kemur til með að ganga upp á Islandi. Einfaldlega af því að það gengur ekki til lengdar að fara með lifandi skepnur eins og hluti. Og Guð gefi að þá geti minni býlin blómstrað aftur. S.T. V__________________________________________________________________J 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.