Litli Bergþór - 01.05.2008, Síða 6

Litli Bergþór - 01.05.2008, Síða 6
Ingibjörg G. Jónsdóttir Minning Ingibjörg umkringd sveitarstjórnarmönnum í Svartárbotnum á vígsludegi Gíslaskála. Ingibjörg var fædd á Skárastöðum í Fremri- Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 10. desember 1932. Foreldrar hennar voru Jenný Guðmundsdóttir og Jón Sveinsson bændur þar, var hún næstelst sjö systkina. Tólf ára gömul flutti hún með foreldrum sínum að Hnausakoti í sömu sveit. Þrem árum síðar réði hún sig í vist á heimili í Keflavík og var þar tvo vetur og síðan aðra tvo í Reykjavík. A sumrin var hún jafnan í kaupavinnu á æskustöðvunum. Veturinn 1951 til 1952 var hún í Húsmæðraskólan- um á Varmalandi í Borgarfirði, en bæði á undan og eftir starfaði hún við Bændaskólann á Hvanneyri. Þar kynntist hún jafnaldra sínum Gísla Einarssyni frá Kjarnholtum í Biskupstungum og giftust þau árið 1956. Um skamman tíma bjuggu þau í Skerja- firðinum í Reykjavík en fluttu svo að Hólum í Hjaltadal, þar sem Gísli var ráðsmaður, og síðar að Þorleifskoti í Hraungerðishreppi, þegar Gísli gerðist starfsmaður við Sæðingastöðina þar. Vorið 1959 hófu þau búskap á nýbýli, sem þau höfðu stofnað og hlaut nafnið Kjarnholt 2. Bjuggu þau þar í 20 ár, aðallega með sauðfé og einnig svín um tíma. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll lifa foreldra sína. Gísli varð oddviti Biskupstungnahrepps árið 1974 og gegndi því starfi í 24 ár. Á fyrri hluta þess tíma var skrifstofa hreppsins á heimili þeirra og fylgdi því mikið ónæði og gestagangur. Sjálfsagt þótti að allir þæðu góðgerðir, sem Ingibjörg veitti af rausn og myndarskap. Einnig þurfti Gísli að vera mikið að heiman og bar Ingibjörg þá alla ábyrgð á barnaupp- eldi, heimilishaldi og búskap. Eftir andlát Gísla vorið 1999 flutti Ingibjörg í Kistuholt í Reykholti, þar sem hún átti heima eftir það. Hún virtist kunna vel við sig í þéttbýlinu og nýtti sér afþreyingu, sem þar var í boði. Tók hún mikinn þátt í starfi Félags eldri borgara, bæði samkomum og fleiru heima fyrir og ferðalögum. Var hún þar hrókur fagnaðar. Ingibjörg lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 3. maí 2008 eftir nokkurra daga legu þar. Utför hennar fór fram frá Skálholtskirkju 10. maí, en hún var jarðsett í Haukadalskirkjugarði. A. K. Ketilbjörn ehf. vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum. Grímur Pór - Sími 892 3444 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.