Litli Bergþór - 01.05.2008, Qupperneq 7
A liðinni öld
I tilefni aldarafmælis Ungmennafélags Biskupstungna,
á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2008
Nú, er við lítum til liðinnar aldar,
á lífsglaðan ungdóm, má glögglega sjá
þar skínandi perlur í fjársjóði faldar;
fjörugum, kraftmiklum ungmennum hjá.
Oft var þá leiftrandi gleði og glaumur
og glaðværð, - er hittust þau ætíð var kátt.
Þá ræddur var fátíður framtíðardraumur
um félag með einingu, hvatningu og mátt.
Síðan í lífsgleði líðandi stundar,
lögð voru drögin og reglum gerð skil,
í upphafi sumars til afgreiðslu fundar.
- Ungmennafélagið þannig varð til.
Samkomur haldnar á faraldsfæti
farið til skiptis á bæina þá.
Alvara Iífsins og kitlandi kæti,
komu þar saman - málfundum á.
Málfundir höfðu á sér markvissan aga,
metnaði, umræður báru þá vott.
Margbreyttum fróðleik var haldið til haga
í hvívetna, - málfarið vandað og gott.
A táplegum fundum var tekið í spilin
en takmarkað plássið oft hamlaði því.
Margir þá losuðu milliþilin,
mátti þá dansa uns birti á ný.
Buðu nú Hreppamenn, - höfðingjar sannir
hagnýta sundkennslu í lauginni þar.
En þá var nú heilmikill erill og annir,
afþökkuð kennslan því snarlega var.
Að sundkennslu væri þó sjálfsagt að hyggja,
en sönn var hin þjóðlega átthaga tryggð:
„Af Hreppamönnum ei þurfum að þiggja.“
- þar með var sundlaug í Reykholti byggð.
Þak yfir höfuðið þurftum við líka.
Þinghús á Vatnsleysu byggðum af rausn.
Frumkvöðla átti þá félagið slíka,
á framtíðarvandanum komin var lausn.
En merkilegt er hvemig mannvirkin smækka.
Makalaust verða þau lítil og nett.
Aratungu þyrfti aldrei að stækka!
- Otrúlegt þó hve hún setin er þétt.
Hvatlega börðumst gegn „Bakkusi“ forðum,
- börðumst sem hetjur í orustu-glaum.
Oft var þá „Baldur'* beittur í orðum;
blaðið, sem vitnaði um framtíðardraum.
Málgagnið okkar var handskrifað hefti,
heimildir skráðar af mikilli list.
Félagi góður þá fundi ei sleppti,
af flutningi blaðsins, þá gæti hann misst.
En tæplega fimmtugur féll hann í valinn,
farinn að kröftum hin síðari ár.
Burðugur arftaki Bergþór var talinn,
þó bamungur véki. - En sá „Litli-“er knár.
Bókasafn, - veglegt að gildi og gæðum,
gátum við stofnað í áranna rás.
Merkilegt safn af fjölbreyttum fræðum,
fádæma veisla með andlegri krás.
Rækta við ætluðum landið og lýðinn,
lögð skyldi alúð við hugsjónastarf;
trjáræktin, - sannkölluð sveitarprýðin.
Samhent þá bjuggum vorn framtíðararf.
Biskupstungurnar skógi nú skarta.
I Skálholti og brekkunni - réttimar við.
I Vatnsleysuhlíðinni á “blettinum” bjarta,
brautina ruddi þar einvalalið.
Aðstoð að veita er á þurfti að halda,
ungmennafélagar skynjuðu þörf.
Allir sem kunnu þá vettlingi að valda,
vonglaðir unnu sín þegnskyldustörf.
Ef vantaði aðstoð, þá gerðu menn greiða,
gengu að búverkum sveitungum hjá:
Snúa og raka, binda eða breiða,
bera á túnið, - herfa og sá.
Þjóðerniskenndina þarft er að nefna.
Þama var leiftrandi hugsjón á ferð.
Lifandi var okkar sjálfstæðisstefna,
staðföst og keik við báram það sverð.
I líkama hraustum, heilbrigð er sálin!
Handbragðið leynir sér varla á þeim,
er félagið þjálfar og stinnustu stálin
stimpast um gullið og færa það heim.
Leikdeildar starfið í stöðugum blóma,
stórkostleg verkin þau túlka af list.
Frá öndverðu hafa því, - okkur til
sóma ungir sem rosknir á sviðinu liist.
Margvíslegt starfið er stöðugt að þróast,
stemningin mikil og þörfin er brýn.
Þó liðin sé öldin, er ekkert að róast.
Öflug og sterk, er vor framtíðarsýn.
Tökum við fagnandi framtíðarheitum,
í fylkingarbrjósti nú stöndum við keik.
Framvarðarherinn í sunnlenskum sveitum
samhent við djarflega bregðum á leik.
Ungmennafélag með djörfung og dugnað,
dafnað þú hefur á liðinni öld.
Aldregi bragðist, né aldregi guggnað.
Arnum þér heilla - með stolti - í kvöld.
Margrét Baldursdóttir
Raflagnir - Viðgerðir
Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla
almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki
um öll leyfi fyrir heimtaug að
sumarhúsum og lagningu raflagna.
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
GSM 899 9544
HEIMASÍMI 486 8845
Verkstæði sími 486 8984
GSM 893 7101
7 Litli Bergþór