Litli Bergþór - 01.05.2008, Page 16
Ungmennafélag Biskupstungna 100 ára
Aldargamalt ungmennafélag
Hér verða birtir nokkrir kaflar úr sögu Ungmennafélagsins á árunum
1908 - 1915, og er það að mestu leyti byggt á „Starfsbók“ þess frá fyrsta
sumardegi 1908 til 20. 6. 1915, sem er geymd á Héraðsskjalasafni
Arnesinga.
Nánar er greint frá sögu þessara ára á heimasíðu Ungmennafélagsins,
sem er vistuð hjá Bláskógabyggð undir liðnum Iþrótta- og æskulýðs-
mál. Leiðin er þessi: http://umfbisk.blaskogabyggd.is/
Aðaldeild - Söguskráning - Aldarsaga.
Stofnun
A sumardaginn fyrsta, 23. apríl 1908, var kalt. Þá
komu 30 manns saman á Vatnsleysu til að stofna
ungmennafélag. Ekki er ljóst hvort fundurinn var
haldinn í gamla þinghúsinu, sem stóð vestast í
bæjarröðinni, eða í baðstofunni á vesturbænum.
Hvottveggja var þetta þar sem nú er íbúðarhúsið á
Vatnsleysu 1 eða suðvestan við það. Líklega hefur
verið kalt í þinghúsinu þennan dag, en Þorsteinn
Sigurðsson, sem var að alast upp í austurbænum á
þessum árum, sagði frá því að hann hefði stundum
rennt sér fótskriðu á svellinu á gólfi þess.
í vesturbænum bjó þá Halldór, sem hafði viður-
nefnið „ríki“. f matsgjörð, sem gerð var nokkrum
árum seinna, kemur fram að þar hafi verið timbur-
bær með járnþökum og baðstofan rúmlega átta m
löng og tæpir fjögurra m á breidd. í þessum bæ var
búið í nær 30 ár eftir þetta.
Til er fundargerð frá þessum fundi, og var hún birt í
Litla-Bergþóri, 3. tölublaði 9. árgangs, sem út kom í
desember 1988. Hún hefst á þessa leið: „Hinn fyrsta
sumardag 1908 varfundur haldinn að Vatnsleysu í
Biskupstungum. Var það að tilhlutan
„Málfundarfélags Ytritungunnar", og skyldi rœða
um stofnun ungmennafélags í sveitinni. Veður var
kalt og mættu þvífáir - um 30 alls. Þorsteinn
Þorsteinn
Finnbogason.
Litli Bergþór 16
kennari Finnbogason setti fundinn og nefndi til
fundarstjóra Þorfinn Þórarinsson búfræðing á
Drumboddsstöðum, en hann aftur skrifara Jóhannes
Erlendsson organista á Torfastöðum. “
Þorsteinn Finnbogason, f. 20. 7. 1880, var far-
kennari hér í sveit veturinn 1907-1908. Kona hans
var Jóhanna Greipsdóttir, f. í Bryggju 6. 1. 1884 og
áttu þau heima í Haukadal þennan vetur. Þorsteinn
var áhugamaður um félagsmál og hefur væntanlega
kynnst vel starfi Unglingafélags Eystritungunnar og
Málfundafélagi Ytritungunnar. Það mun hafa verið
að frumkvæði síðarnefnda félagsins að þessi fundur
var haldinn.
Fram kemur á fundinum að félagar í
Unglingafélagi Eystritungunnar höfðu breytt nafni
þess í Ungmennafélag Eystritungunnar og breytt
lögum þess þannig að þau væru í samræmi við lög
Ungmennafélags Islands og voru þeir farnir að
undirrita „skuldbindingaskrá“ þess. Síðan segir í
fundargerð: „varð sá endir á eftir eigi miklar
umrœður að stofnað var eitt sameiginlegt
ungmennafélag fyrir allan Biskupstungnahrepp. Var
ritað undir skuldbindingaskrá þá er Ungmennafélag
Eystritungunnar hafði áður byrjað að undirrita. “
Um stjórnarkjör segir: „Stjórn sú er Ungmennafélag
Eystritungunnar hafði kosið (Þorfinnur Þórarinsson,
Viktoría Guðmundsdóttir og Páll Þorsteinsson)
skyldi gegna störfum sínum til hausts. Afhálfu
Ytritungumanna voru kosin í stjórn: Þorsteinn
Finnbogason, Bergur Jónsson og Sveinn Eiríksson í
Miklaholti. “
Fundargerðinni lýkur þannig: „Rœtt var nokkuð
um starfog stefnu ungmennafélaga yfirleitt. Lenti
framsögumanni og fundarstjóra þá saman í
kappræðum nokkrum um vínsölu, bannlög og fleira
þesskonar. Var hinn síðarnefiidi öllum bannlögum
mótfallinn. En allir vildu að hið nýstofnaða félag
hefði bindindi í lögum.
Dans og söngur að lokum. “