Litli Bergþór - 01.05.2008, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.05.2008, Qupperneq 21
nokkru síðar að því er virðist, því á reikningi fyrir félagsárið 1913 - 1914 er liður í gjöldum; „Borguð flaggstöng“, en í sviga á eftir er „annarsstaðar frá“ og upphæðin er 0 kr. Hvergi kemur fram hvernig þessi fáni var, en vafalaust hefur það verið bláhvíti fáninn, þar sem þríliti fáninn var ekki kominn þá. Samskot A fjórða fundinum er efnt til samskota fyrir Kristmund Þorvaldsson í Gýgjarhólskoti, að því er ráða má af fundargerð af þeirri ástæðu einni að hann hafi misst kú, sem honum hafði þó verið bætt með samskotum í sveitinni. Það er formaður sem vekur máls á þessu og segir ,fallega gert að félagar sýndu vilja á að hjálpa þeim er hjálpar þyrftu. “ „ Undirtektir voru góðar og allflestir félagar er á fundi voru gáfu eitthvað“, eins og segir í fundargerðinni. A næsta aðalfundi kemur fram að gefnar voru 28 krónur. Söngur A síðasta fundi fjórða félagsárs er meðal annars rætt um söng. Ingiríður Ingimundardóttir hefur fram- sögu, og telur hún „söng yfirleitt mjög ábótavant hér í sveit. “ Óskar hún eftir að á því verði ráðin bót, og segir svo frá tillögu hennar: „ Vildi helst láta koma á söngkennslu innan félagsins. Taldi frú Sigurlaugu Erlendsdóttur fúsa á að segja til þeim sem óskuðu. Stakk upp á að skynsamlegt myndi vera að skipa mann til forsöngvara á fundum félagsins, svo menn eyddu ekki tíma í að metast um að byrja lögin. “ Viktoría Guðmundsdóttir og Þorsteinn Þórarinsson eru bæði fylgjandi þessu, en Viktoría telur þó nokkur vandkvæði á framkvæmdinni, svo sem lítill tími til samæfinga, en Þorsteini líst vel á að fá Sigurlaugu til að leiðbeina Ytritungudeildinni. Framsögukona lætur í ljós þá skoðun „að talsvert mœtti œfa söng á fundum,“ og einnig að þeir „er næst byggja Torfastöðum getafengið þar tilsögn við og við. “ Þessum umræðum lýkur með því að samþykkt er munnleg tillaga frá formanni „þess efiiis að skip- aður yrði viss maður til að byrja söng á hverjum fundi. “ Síðar er Þorsteinn Sigurðsson skipaður „forsöngvari áþessum jundi." Ekki er minnst á skipan forsöngvara eftir það, en ætla má að Þorsteinn hafi gegnt því starfi áfram. Fundargerð þessa fundar lýkur svo: „Menn skemmtu sér síðan við söng, fyrst heima ífundarsal félagsins, en gengu síðan að reyniviðarhríslu er vex stutt frá bænum og sungu þar uns regnskúr sleit samkomunni. “ Fundur 16. júní 1912 er haldinn úti. Segir svo frá þessu í upphafi fundargerðar: „ Veður var gott, og var því samþykkt að fundurinn skyldi haldinn undir beru lofti. Var staður valinn uppi á Vatnsleysufjalli við vörðu þá er nefnd er Skröggur. “ Fundurinn hefst með söng og virðist hafa farið fram á hefðbundinn hátt. Lesnar eru fundargerðir, Baldur Þorsteinn Sigurðsson stjórnar söng í Tungnaréttum næstum 60 árum eftir að hann var skipaður forsöngvari hjá Ungmennafélaginu. er lesinn, ýmis mál eru afgreidd og miklar umræður verða um aðflutningsbann á áfengi. Á eftir frásögn- inni af þeim segir svo í fundargerðinni: „Veður var nú tekið að kólna og var gengið til bœjar og fundi haldið áfram í þinghúsi hreppsins að vanda. “ Barnaskóli Eitt málið á dagskrá fundar 3. ágúst 1913 er nefnt „BarnaskóliT Þorsteinn Sigurðsson er framsögu- maður og segir hann svo frá framsöguræðu sinni í fundargerðinni. „Kvað hann mál þetta hafa komið til umræðu á síðasta fundi, sem haldinn var í Ytri(tungu)-deildinni. Fundinum hafði þá borist bréffi'á sr. Eiríki Þ. Stefánssyni á Torfastöðum. Hefði hann óskað efiir að félagið tæki málið til umrœðu, vonast eftir að það veitti því atfylgi sitt sem best það mœtti, helst með fjárframlagi; nefndi t. d. kr. 1.000, - eitt þúsund -, gegn því að það [félag- iðj fengi svo að nota húsið eftir þörfum til funda- halda o. fl. “ Framsögumaður skýrði frá að málið hefði fengið ágætar undirtektir á fundinum, flestir hallast að áðurnefndri upphæð. Hann sagðist geta búist við að sumum myndi nú ef til vill vaxa þessi upphæð í augum. Kvaðst þó vona að óhætt myndi að ráðast í þetta ef allir félagar legðust á eitt. Óskaði því næst eftir almennum umræðum um þetta mál. Um þetta verða miklar umræður, og eru taldir sjö ræðumenn auk framsögumanns, og eru fluttar um það 29 ræður. Frá umræðunum segir svo í fundargerðinni: „Allir voru rœðumenn eindregið meðmæltir skólahútsbyggingu og að félagið legði svo mikið til byggingarinnar sem það sæi sér fœrt, þó að þeir hins vegar vœru að sumu leyti eigi sammála hvað ýmis atriði á málinu snertir, - flestir hölluðust að 1.000 kr. upphæðinni. - Þorst. Þórarinsson gat þess að sér hefði í fyrstu þótt þetta nokkuð mikil fjárupphæð, en þareð sér virtist félagsmenn hafa mikinn áhuga fiyrir þessu þætti sér auðvitað best að félagið gæti lagt sem mest til byggingarinnar. - Það kom ræðumönnum saman um að óráðlegt væri fyrir 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.